Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Qupperneq 26
Helgarblað 3.–6. febrúar 20172 Hádegismatur - Kynningarblað Fyllilega þess virði að keyra í korter fyrir Rómantískt og huggulegt andrúmsloft í hádeginu VON Mathús: Mikil gæði og sanngjarnt verð V eitingahúsið VON Mathús var opnað af þeim Einari Hjaltasyni og Kristjönu Þuru í Hafnarfirði árið 2015 og hefur reksturinn gengið vonum framar. Einar er sannkall- aður reynslubolti og margrómaður matreiðslumaður sem útskrifaðist af Grillinu á Hótel Sögu og kom að opnun háklassa veitingastað- ar í London sem hlaut Michelin- stjörnu. Kristjana hefur einnig verið viðloðandi veitinga- og hótelgeir- ann í um tíu ár og svo er hún Hafn- firðingur í húð og hár. „Við erum nú rétt rúmlega eins árs og förum bara stækkandi,“ segir Kristjana. Allt það ferskasta Matseðill VON Mathúss á kvöldin og í hádeginu er alla jafna stuttur og árstíðabundinn og tekur ávallt mið af því sem er ferskast hverju sinni, hvort sem um fisk eða græn- meti er að ræða. Matseðlinum er svo breytt á 2–3 mánaða fresti og allt hrá- efni er í mestu mögulegu gæðum. Fiskinn kaupir VON Mathús frá Haf- inu og kjötið frá SS og því er hvort tveggja ætíð íslenskt hráefni. „Núna í vetur fást langan og þorskurinn til dæmis mjög fersk og því er matseð- illinn okkar í samræmi við það. Á meðan eru bláskelin, steinbíturinn og rauðsprettan yfirleitt betri á sumr- in,“ segir Kristjana. Ásamt sérstökum barnaréttum á matseðlinum er hægt að fá alla rétti í skammtastærðum fyrir börn. Einnig er hægt að fá græn- metis- eða veganrétti bæði í aðalrétt eða í samsettum seðlum. Frábær í hádeginu, virka daga og um helgar Um helgar fæst ekta bröns í hádeg- inu hvort sem um er að ræða hádeg- isverðarplatta eða fjölskylduhlað- borð. Að auki er boðið upp á vöfflur með ýmsu spennandi meðlæti og er laxavafflan langvinsælust á bröns- seðilinum, að sögn Kristjönu. Vöfflu- deigið er vegan og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einnig er hægt að fá fisk eða kjúkling dagsins. Helgarbröns væri varla full- komnaður ef ekki væri boðið upp á mímósur eða dásamlega súrsætt límonaði. Helgarbröns er hægt að fá á laugardögum og sunnudögum frá 11–14 og mælt er með borðapöntun. Alla þriðjudaga–föstudaga, milli kl. 11.30–14.00 er boðið upp á súpu, sal- at, ferskan fisk og kjötrétt, sem aug- lýst er daglega á Facebook-síðunni. „Við erum mjög virk á samfélagsmið- lunum okkar og þar er alltaf hægt að sjá myndir af rétti dagsins,“ segir Kristjana. Þá er boðið upp á það fers- kasta sem fæst hverju sinni og tekur matseðillinn mið af því. Alls ekki langt í burtu Sumir telja að Hafnarfjörður sé mjög langt frá miðborginni og því ekki besti staðurinn til þess að opna veitingastað, en Kristjana og Einar eru því algerlega ósammála. „Það er ekki nema tíu mínútna akstur, kort- er í versta falli, frá Vesturbænum og inn í Hafnarfjörð. Hér eru líka ætíð næg bílastæði og Hafnarfjörðurinn er að auki svo fallegur og notaleg- ur staður. Á VON Mathúsi er fallegt útsýni yfir smábátahöfnina, sann- gjarnt verð og mikil gæði,“ segir Kristjana. VON Mathús er til húsa að Strand- götu 75, 220 Hafnarfirði. Opnunar- tími: Alla daga nema mánudaga frá 11.30–14.00 og 17.30–21.00. Sími: 583-6000 Email: info@vonmathus. is Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu VON Mathúss; vonmathus. is og á Facebook-síðunni. Einnig eru þau með Instagram-síðuna VON Mathús&Bar. n Laxavafflan ómótstæðilega. Fallegur salur og dásamlegt útsýni. Einar og Kristjana. V eitingastaðurinn Caruso ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum, enda afar vinsæll og virtur veitingastaður í höfuð- borginni. Caruso hefur ver- ið rekinn af hjónunum José Garcia og Þrúði Sjöfn í fimmtán ár og hafa þau ætíð lagt mikið upp úr góðu og fersku hráefni og ljúffengum mat með Mið- jarðarhafsívafi. Caruso býður upp á forrétti og salöt, girnilegar pítsur og pastarétti, kjöt, fisk og ýmsa sjávarrétti og ekki má gleyma ljúfum eftirrétt- um. Andrúmsloftið á Caruso er róm- antískt og notalegt og á föstudags- og laugardagskvöldum er gestum boð- ið upp á ljúfa gítartóna. Á Caruso er hægt að ganga að góðum mat, hlý- legri þjónustu og huggulegu and- rúmslofti vísu og þess vegna koma gestirnir aftur og aftur. Háklassa hádegismatur „Við höfum alltaf boðið upp á há- degisverð hér á Caruso og ætíð verið með góð hádegistilboð. Þá er matur, bjór, vín, gos og kaffi allt á lækkuðu verði. Yfirleitt er frekar mikið að gera hjá okkur í hádeginu og snögg og góð þjónusta, enda hefur fólk oft tiltek- inn tímaramma til að komast í há- degismat úr vinnunni. Við tökum þá mið af því og höfum valið saman létt- ari og einfaldari rétti af kvöldseðlin- um,“ segir Þrúður. Þó svo að um há- degistilboð sé að ræða þá er alltaf vel útilátið á diskana og það fer enginn svangur út af Caruso. Á hádegisréttaseðlinum eru að auki tvö tveggja rétta tilboð. Þá er um að ræða súpu dagsins og fisk dagsins, eða lambafillet. Svo býðst að bæta við eftirrétti gegn vægu gjaldi og gera þetta að þriggja rétta málsverði. Í hádeginu fást flatbökur með tveimur áleggstegundum og pítsu- hálfmáni á frábæru verði. Með öll- um keyptum hádegisréttum fylgir ný- bakað baguette-brauð sem er bakað á staðnum og borið fram með hvít- lauksdressingu. Sögulegt húsnæði Nýlega flutti Caruso í endurreist sögu- legt hús í miðbænum sem var upp- haflega byggt árið 1801. Stærsti hluti byggingarinnar, fyrir utan arininn, eyðilagðist í eldsvoða árið 2007 og má segja að nýja húsið hafi verið byggt í kringum arininn sem stóð uppi eftir eldsvoðann. „Húsið er nokkuð minna en það sem við vorum í áður, en af- skaplega huggulegt og notalegt. Það er hálfpartinn eins og húsnæðið um- vefji mann og staðsetningin er náttúr- lega frábær,“ segir Þrúður. Caruso er til húsa að Austurstræti 22, 101 Reykjavík. Pantaðu borð í síma: 562-7335 eða í tölvupósti: car- uso@caruso.is Opnunartími: Mánu- dagar–fimmtudagar: 11.30–22.30 Föstudaga: 11.30–23.30 Laugardaga: 12.00–23.30 Sunnudaga: 17.00–22.30 Nánari upplýsingar má nálgast á vef- síðu Caruso; caruso.is og á Facebook- síðunni. n Hágæða suðrænn matur á Caruso

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.