Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Síða 28
Helgarblað 3.–6. febrúar 20174 Hádegismatur - Kynningarblað Hágæðahádegismatur úr Eldhúsið - Restaurant n Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir n Yfir hundrað ára gamalt hótel við Lagarfljót Í Gistihúsið – Lake Hotel Egils- staðir er starfræktur háklassa veitingastaður þar sem mat- reiðslumeistarinn Kolbrún Hólm, ásamt fyrsta flokks mat- reiðslumönnum, ber á borð dýrindis lystisemdir sem gleðja bæði hjarta og bragðlauka matargesta. Staður- inn nefnist Eldhúsið - Restaurant og er alla jafna mikið að gera á kvöldin en einnig í hádeginu. Undanfarin ár hafa Íslendingar í auknum mæli uppgötvað hversu notalegt það er að leyfa sér smávegis í hádeginu en þá er oft hægt að fá matinn á tölu- vert betra verði en á kvöldin. „Eld- húsið - Restaurant leggur upp með að framreiða mat úr staðbundnu og fersku hráefni sem reynt er eftir fremsta megni að nálgast úr héraði. Allt okkar nautakjöt kemur af Egils- staðabúinu og skyrið og fetaostur- inn einnig,“ segir Hulda Elisabeth Daníelsdóttir, eigandi Gistihúsið – Lake Hotel. Léttari réttir í hádeginu Í hádeginu býður Eldhúsið - Restaurant upp á nokkuð léttari rétti en á kvöldin, og eins og geng- ur og gerist með hádegisrétti, þá eru þeir á afar hagstæðu verði. Matseðla má nálgast á vefsíðu Gistihússins; lakehotel.is. Matreiðslumennirnir eru þeir sömu og matreiða mat á kvöldin og því er ætíð hægt að ganga að því vísu að maturinn sé fyrsta flokks. Hádegisverður er framreidd- ur alla daga frá kl. 11.30–17.00. Sögufrægt hús – byggt til að bjóða upp á gistingu Sumarið 1998 opnuðu hjónin Hulda og Gunnlaugur Jónasson Gistihúsið sem hafði staðið autt um árabil. Í dag reka hjónin hótel í húsinu og nefnist það Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir, sem hefur verið hótel síðan árið 2000. „Hótelið byggir á aldargömlum grunni og við vildum nota gamla nafnið, Gistihúsið, til þess að vísa í sögu hússins. En hér hefur löngum verið starfrækt gisti- hús. Húsið var reist fyrir meira en öld og síðan þá hefur reglulega verið byggt við. Í október árið 2013 tóku hjónin Hulda og Gunnlaugur skóflustungu að nýrri 1.500 fermetra byggingu sunnan við gamla húsið og tóku á móti gestum í nýrri gesta- móttöku og gistiálmu sumarið 2014. Í nýjasta hluta hótelsins er að finna fjögurra hæða hús með 32 herbergj- um. Fjögur þeirra eru lúxusherbergi og sex eru hönnuð sérstaklega með þarfir fatlaðra í huga. Í dag telur hót- elið 50 herbergi alls. Á neðri hæð móttökuhússins er heilsulindin Baðhúsið – Spa, með heitri smálaug, köldum potti, sánu og hvíldarað- stöðu með útsýn yfir Lagarfljót. Að auki eru í nýbyggingunni þvottahús, starfsmannaaðstaða, snyrtingar, geymslu- og skrifstofurými. Eldhúsið og Baðhúsið Sumarið 1999 opnuðu hjónakornin veitingaþjónustu á Gistihúsinu ein- göngu fyrir hópa og stuttu síðar fyrir almenning einnig. Árið 2014, þegar nýbyggingin var klár, nefndu þau veitingastaðinn Eldhúsið - Restaur- ant. „Veitingastaðurinn hefur verið rekinn hér í um 17 ár og við höfum boðið upp á hádegisverð síðustu sex ár. Það er yfirleitt mikið að gera hjá okkur á kvöldin og þá sérstaklega á ferðamannatímanum. Hér á hótel- inu erum við með notalega heilsu- lind, Baðhúsið - Spa. Um helgar er til dæmis mjög vinsælt fyrir bæði heimamenn og ferðamenn að gera sér glaðan dag í hádegismat á Eld- húsinu - Restaurant og leyfa þreytu liðinnar viku að líða úr kroppnum í Baðhúsið - Spa. Á veturna leigjum við líka út gönguskíði og eru göngu- skíðabrautir lagðar kringum hótelið þegar nægur snjór er. Þá er sérlega notalegt að enda góða morgun- skíðagöngu í hádegismat eða kaffi hjá okkur,“ segir Hulda. n Eldhúsið - Restaurant er til húsa í Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstað- ir, við Þjóðveg 1, Egilsstaðir 1–2, 700 Egilsstöðum. Veitingastaðurinn er opinn alla daga, allan ársins hring. Sími: 471-1114. Email:hotel@gisti- husid.is. Nánari upplýsingar má nálg- ast á vefsíðu Gistihússins; lakehotel.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.