Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Side 30
Helgarblað 3.–6. febrúar 20176 Hádegismatur - Kynningarblað Staðgóður og hollur heimilismatur í hádeginu Höfðakaffi stendur fyrir sínu H öfðakaffi hefur til fjölda ára boðið upp á staðgóðan og nær­ ingarríkan heimilis­ mat í hádeginu. Í hverri viku er birtur nýr mat­ seðill á vefsíðu Höfðakaffis og á hverjum degi er hægt velja á milli súpu í forrétt og kjöt­ eða fiskréttar í aðalrétt. „Við erum ýmist að senda mat í bökkum til viðskiptavina og svo erum við með matstofu hér á staðn­ um,“ segir Ragnar Sverrisson, annar eigenda Höfðakaffis. Bakkamat með súpu og aðal­ rétti er hægt panta í síma 587­ 6075 á milli kl. 8.15–10.15. Girnilegur matseðill „Auk aðalréttanna tveggja erum við með fimm fasta sérrétti sem eru alltaf á matseðlinum og við sendum í bökkum. Í matsalnum er þá boðið upp á einn rétt til viðbót­ ar sem við veljum hvern dag. Sér­ réttaseðillinn hljómar þá svona: Grillað kjúklingalæri með meðlæti, grænmetisbakki með pasta, BBQ hamborgari, samloka eða pítsa og svo djúpsteiktur fiskur með öllu tilheyrandi. Að auki sjáum við um mötuneyti fyrir fyrirtæki. Um er að ræða svokallaðan kantínumat, þar sem skammtað er á staðnum,“ segir Ragnar. Staður með skemmtilega sögu Starfsemi Höfðakaffis byggist aðal­ lega á því að selja hádegismat og þjónusta önnur fyrirtæki með há­ degismat. Því er eingöngu opið í hádeginu. Höfðakaffi var upphaf­ lega stofnað árið 1978 af Sigursæli Magnússyni, en hann er betur þekktur sem Sæli í Sælakaffi. Þá var Ártún í sama húsi, en Ártún var eitt sinn vinsæll skemmtistaður þar sem dansaðir voru gömlu dansarn­ ir. Ragnar og Oddný Guðnadóttir keyptu Höfðakaffi árið 1990 og hafa rekið staðinn síðan. „Eftir að við tókum við hefur starfsemin bók­ staflega farið á flug. Við byrjuðum á að afgreiða um hundrað matar­ pantanir á dag og erum nú kom­ in með upp undir átta hundruð á dag,“ segir Ragnar. Stöðugur rekstur og traust starfsfólk Höfðakaffi hefur verið í stöðugum rekstri og staðið fyrir sínu öll þessi ár. Alltaf hefur gengið mjög vel að halda bæði starfsfólki og fastakúnn­ um. „Hér starfa um átta manns. Okkur hefur haldist vel á fólki og er um að ræða frábært og traust starfs­ fólk sem hefur verið lengi hjá okk­ ur. Hún Þóra Gunnarsdóttir hefur til dæmis verið hjá okkur í 27 ár, allt frá upphafi og verður hér líklega þar til hún hættir að vinna. Einnig erum við með marga fastakúnna og fyrirtæki sem koma hingað oft eða panta mat hjá mér reglulega,“ segir Ragnar. Höfðakaffi er staðsett að Vagn- höfða 11, 110 Reykjavík. Opið er í veitingasalnum kl: 11.30–13.30. Sími: 587-6075. Email: hofdakaffi@ internet.is. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Höfðakaffis; hofda kaffi.is. n Snillingarnir Lúðvík Þorvaldsson yfirkokkur og eigandinn, Ragnar Sverrisson. Myndir SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.