Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Blaðsíða 36
Helgarblað 3.–6. febrúar 201728 Sport Glæsibæ • www.sportlif.is PróteinPönnukökur Próteinís Próteinbúðingur Bölvun, Knattspyrnumennirnir og knattspyrnuliðin sem voru undir álögum – eða þannig álög eða óheppni Skoraði og liðin féllu Ryoichi Maeda er mikill marka- hrókur. Þessi 35 ára framherji spilaði með Jubilo Iwata í Japan á árunum 2000 til 2014 en á árunum 2007 til 2012 gerðist nokkuð sem vakti athygli margra. Á hverju tímabili féll það lið um deild sem Maeda skoraði sitt fyrsta mark gegn. Þar á meðal var Gamba Osaka sem hafði endað í einu af efstu þremur sætunum síðustu þrjár leiktíðir á undan. Bölvuninni virðist hafa verið aflétt árið 2013 þegar Urawa Red Diamonds endaði í 6. sæti deildarinnar. Sama tímabil féll hins vegar Jubilo Iwata, lið Maeda. H játrú hefur fylgt mannkyninu í gegnum aldirnar og þeir sem hafa stundað íþróttir kannast eflaust við að fylgja ákveðnum hefðum áður en farið er út á völl. Þetta gera íþróttamenn í þeirri von að allt fari ekki fjandans til þegar í leik er komið. FourFourTwo- tímaritið tók á dögunum saman skemmtilegan fróð- leik um ýmsa knattspyrnumenn og knattspyrnulið sem einhverjir kynnu að halda að séu eða hafi verið undir einhvers konar álögum. Hafa ber í huga að úttektin er til gamans gerð og ekki byggð á traustum grunni vísindalegra staðreynda. n einar@dv.is Bale- bölvunin Allir sem fylgjast með fótbolta vita að Gareth Bale er einn besti leikmaður heimsfótboltans þegar hann er í stuði. Bale, sem gekk til liðs við Tottenham frá Southampton árið 2007, byrjaði ekki beint vel hjá Tottenham. Hann var enda ungur og óreyndur á þeim tíma. En það setti hroll að stuðningsmönnum Spurs þegar þeir ráku augun í leikskýrsluna og sáu að Bale var í hópnum. Ástæðan var einföld: Í fyrstu 24 leikjum Bale hjá Tottenham var hann aldrei í sigurliði, ekki einu sinni. Slúðrað hefur verið um að Harry Redknapp, þáverandi stjóri Tottenham, hafi viljað losna við Bale meðal annars af þessari ástæðu en hann hefur neitað því og sagst hafa haft trú á sínum manni. Það er líka eins gott. Bale var kjörinn leikmaður ársins á Englandi árið 2011 og 2013 og varð dýrasti knattspyrnumaður heims árið 2013 þegar Real Madrid festi kaup á honum. „verða ekki evrópu- meistarar í 100 ár“ Béla Guttmann þótti býsna snjall knattspyrnustjóri á sínum tíma enda nældi hann í fimm titla á þeim þremur árum sem hann stýrði Benfica í Portúgal. Eftir að hann gerði liðið að Evrópumeisturum árið 1962, eftir glæsilegan sigur á Real Madrid, bað hann um launahækkun. Því miður varð Guttmann ekki að ósk sinni og brást hann ókvæða við í kjölfarið. „Benfica verður ekki Evrópumeistari næstu hundrað árin,“ sagði hann. Og síðan þá hefur Benfica ekki unnið neinn stóran titil í Evrópukeppni þótt liðið hafi átta sinnum komist í úrslit, nú síðast í Evrópudeildinni árin 2013 og 2014 þar sem Benfica tapaði í bæði skiptin. algjört miðlungslið Coventry City nýtur þess vafasama heiðurs að hafa ekki komist í hóp sex efstu liða 46 tímabil í röð í ensku deildakeppninni. Með öðrum orðum hefur Coventry alltaf, í tæpa hálfa öld, endað í 7. sæti eða neðar. Á þessum 46 árum hefur liðið þrisvar endað fyrir ofan 10. sætið; 7. sæti árið 1978, 7. sæti árið 1989 og 8. sæti árið 2006. Liðið leikur nú í þriðju efstu deild Englands eftir að hafa spilað í úrvalsdeildinni fyrstu árin eftir stofnun deildarinnar. Nær engar líkur eru á að Coventry nái að snúa þessu gengi til betri vegar á næstunni. Liðið situr nefnilega í 24. sæti af 24 liðum í League One. hinn ótrú- legi andrés Andrés Iniesta er einn besti leikmað- ur sinnar kynslóðar. Hann hefur skorað nokkur mikilvæg mörk á ferli sínum, til dæmis sigurmarkið í úrslitaleik HM 2010 þar sem Spán- verjar lögðu Hollendinga. Iniesta hefur skorað 54 mörk fyrir Barcelona og 13 fyrir spænska landsliðið, eða 67 í það heila. Athygli vekur að Iniesta hefur aldrei skorað í tapleik, hvorki með Barcelona né landsliðinu. Síðast þegar hann skoraði í tapleik var árið 2003 með B-liði Barcelona. Fleiri leikmenn státa af viðlíka árangri og Iniesta. Til dæmis James Milner sem hefur aldrei tapað úrvalsdeildarleik þegar hann hefur komist á blað. Milner hefur skorað 46 mörk í deildinni með liðum eins og Liverpool, Newcastle, Aston Villa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.