Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Qupperneq 45
Helgarblað 3.–6. febrúar 2017 www.avaxtabillinn.is avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar sem lífga upp á allar uppákomur Aðeins á viku á starfsmann Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. Fólk 37 Hvar eru þessar barnastjörnur í dag? Syngur með ítalskri metalhljómsveit Katla María Hausmann var tíu ára gömul þegar hún sendi frá sér sína fyrstu hljómplötu þar sem hún söng spænsk barnalög. Næst kom vinsæl jólaplata, Ég fæ jólagjöf, og þar á eftir fylgdi platan Litli Mexíkaninn, og loks Katla og Pálmi þar sem Katla söng ásamt Pálma Gunnarssyni. Auk þess söng Katla inn á fjölda safnplatna. Lítið heyrðist í Kötlu eftir að barnastjörnuferlinum lauk en hún hefur þó ekki sagt skilið við tónlistina og meðal annars sungið með ítölsku metalhljómsveitinn Lunainfea. Þá hefur hún tekið þátt í tveimur undankeppnum Eurovision. „Af okkur er allt gott að frétta. Við búum á Costa del Sol á Torremolinos og höfum búið hér síðan tökum á myndinni lauk. Við eigum báðir börn með spænskum konum og líkar lífið vel hér,“ segir Vilhelm Jósefs Sævarsson en hann og bróðir hans, Páll Jósefs Sæv- arsson urðu landsþekktir árið 1981 þegar þeir léku hina uppátækjasömu Jón Odd og Jón Bjarna í samnefndri kvikmynd Þráins Bertelssonar. Í samtali við Morgunblaðið árið 2011 greindi Vilhelm jafnframt frá því að þeir bræður hefðu notið talsverðar hylli á meðal stúlkna eftir að myndin kom út, og það hafi þeim ekki fundist leiðinlegt. „Stelpurnar létu okkur ekki í friði eftir að myndin var frumsýnd. Einu sinni komum við fjórir saman, ég, bróðir minn og tveir vinir okkar, á samkomu í Tónabæ. Þá kallaði plötusnúðurinn: „Kvikmyndastjörnurnar eru komnar!“ Og stelpurnar hópuðust svo um okkur að við hlupum burt og læstum okkur inni á klósetti. Þegar við sluppum út yfirgáfum við staðinn. Okkur fannst þetta ógurlega gaman.“ Bræðurnir fluttust seinna til Costa del Sol ásamt móður sinni og hefur hvorugur komið nálægt leiklistinni síðan. Vilhelm segir að vissulega hafi það komið til greina en ástríð- an hafi þó aldrei verið nógu sterk. Hann segir þá bræður lítið hafa fundið fyrir vinsældum myndarinnar í seinni tíð. „Einhverjir hafa jú spurt hvort við séum ekki strákarnir sem léku Jón Odd og Jón Bjarna. En lítið meira.“ Leiddist ekki hyllin Örvar Jens Arnarsson var tíu ára gamall þegar hann fór með hlutverk Tómasar í kvikmynd Friðrik Þórs Friðrikssonar, Bíódagar. Myndin segir frá tímabili í lífi tíu ára gamals drengs á sjöunda áratugnum í Reykjavík og á sér fastan sess í hugum margra Íslendinga. Það þarf ekki að koma á óvart þar sem ófáir eiga ljúfar minningar um Kanasjónvarpið, Roy Rogers og Spur-kóla. „Leiklistarferlinum lauk eftir þetta. Hún náði mér aldrei, þessi klassíska leiklistarbaktería. En í dag gera vinir mínir stundum góðlátlegt grín að mér og finnst gaman að rifja myndina upp,“ segir Örvar sem er menntaður viðskiptafræðingur og býr í Vínarborg þar sem hann starfar hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni. Hann segir það hafa verið heilmikla lífsreynslu fyrir 11 ára strák að fá að vera partur af kvikmyndateymi og upplifa þann iðnað. Það hafi þó truflað hann lítið að vera í sviðsljósinu á sínum tíma. „Þetta var til staðar og myndin var á tímabili úti um allt en ég var bara áfram 11 ára pjakkur sem var á fullu á skíðum og í fótbolta og var mjög lítið að spá í þetta.“ Örvar tekur undir það að myndin hafi óneitanlega skapað sér sess í huga margra Íslendinga, enda bregður þar fyrir ódauð- legum persónum og eftirminni legum frös- um sem lifað hafa með þjóðinni. „Mér er sérstaklega minnisstætt að heyra krakka syngja í sífellu laglínuna: „Rin, tin, tinn, reka hann … tja svo er endirinn svolítið dónalegur,“ segir hann hlæjandi. Spáði lítið í frægðina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.