Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Síða 10
10 Páskablað 11. apríl 2017fréttir Opið virka daga frá 9 til 18 laugardaga 11 til 15 Ármúla 31 - Sími 588 7332 Baðinnréttingar i-t.is Sex milljarða skuldir afskrifaðar hjá ríkisstofnunum T ekið var á uppsafnaðri skuldasöfnun 57 ríkisstofn­ ana á dögunum með því að afskrifa 5,9 milljarða króna skuldir þeirra í sérstakri niðurfellingu. Viðskiptaráð Íslands segir að mikilvægt sé að ný lög um opinber fjármál nái markmiðum sín­ um þannig að skilgreind útgjöld rík­ isstofnana standist, annars sé hætta á því að skuldaafskriftir sem þess­ ar verði ekki undantekning heldur meginregla næstu árin. 2,6 milljarðar felldir niður hjá Landspítalanum Þann 22. mars síðastliðinn voru samþykkt lokafjárlög fyrir árið 2015 þar sem þessi niðurfelling skulda ríkisstofnana kom fram. Viðskipta­ ráð birtir umfjöllun um málið á vef sínum þar sem fram kemur að um­ rædd grein í lokafjárlögunum hafi farið nokkuð hljótt í umræðunni. Þar kemur fram að um tvenns konar afskriftaraðgerðir hafi ver­ ið að ræða. Annars vegar fengu þær stofnanir sem skulduðu annaðhvort yfir 10% af fjárlagaveltu eða meira en 50 milljónir króna í árslok 2015, 85% af sínum halla afskrifuð. Undan­ tekning var gerð hjá Landspítalan­ um þar sem afskriftir skulda námu 90% af halla, eða alls 2,6 milljörðum króna. Afskriftir stofnana sem féllu undir þennan lið námu 5,6 milljörð­ um króna. Hins vegar fengu þær stofnanir sem skulduðu milli 10–50 milljónir króna í árslok 2015, 50% af rekstrar­ halla afskrifuð. Alls námu afskriftir þessara stofnana 315 milljónum króna. Vandinn orðinn þeim um megn Í athugasemdum lokafjárlagafrum­ varpsins segir að almennt sé um að ræða tilvik þar sem uppsafnaður halli sé orðinn það mikill að ekki hafi lengur verið talið raunhæft að við­ komandi aðilar gætu unnið á hon­ um að óbreyttum fjárheimildum og þjónustustigi. „Tilgangur þessarar aðgerðar er einnig að búa í haginn fyrir einstök ráðuneyti með því að skapa þeim traustari grundvöll undir áætlana­ gerð og undirbúning að framkvæmd fjárlaga á árinu 2017 í samræmi við lög um opinber fjármál og betri að­ stæður til að uppfylla lagakröfur um að halda útgjöldum málaflokka inn­ an fjárheimilda.“ Verði ekki verðlaunaðar með afskriftum Í umfjöllun Viðskiptaráðs segir að ráðið gagnrýni ekki afskriftirnar sem slíkar. „Ljóst er að aðgerða var þörf úr því sem komið var. Hins vegar árétt­ ar ráðið mikilvægi þess að ný lög um opinber fjármál nái markmiðum sín­ um svo að stofnanir séu ekki verð­ launaðar fyrir að fara fram úr skil­ greindu fjármagni sínu og afskriftir sem þessar endurtaki sig ekki.“ Viðskiptaráð bendir á að undan­ farin ár hafi markmið stjórnvalda í ríkisfjármálum ekki rímað við end­ anlega niðurstöðu. Ríkisreikning­ ur hafi að meðaltali farið 5,9% fram úr fjárlögum hvers árs eftir hrun. Hlutfallið sé enn hærra sé horft til fjárlagafrumvarps, þar sem fram­ úrkeyrslan hefur numið 8,4% að meðaltali. Bent er á að í fjármálastefnu ríkis og sveitarfélaga til næstu fimm ára sé gert ráð fyrir um 1,6% afgangi í rekstri hins opinbera á næsta ári sem fer svo stiglækkandi. „Í þeirri stefnu er eðlilega ekki gert ráð fyrir framúrkeyrslu á útgjaldahlið rekstursins. Ráðið árétt­ ar því í ljósi sögunnar mikilvægi þess að ný lög um opinber fjármál nái markmiðum sínum þannig að fyrir­ fram skilgreind útgjöld ríkisstofnana standist. Annars er hætta á að af­ skriftir líkt og þær sem áttu sér stað í lokafjárlögum verði ekki undantekn­ ingartilvik heldur meginregla næstu árin.“ Í meðfylgjandi töflum má sjá hvernig staða verst settu ríkisstofn­ ananna var í árslok 2015 og hversu miklar skuldir voru afskrifaðar. n Svona var afskrifað hjá þeim 85% niðurfelling Stofnanir sem skulduðu annaðhvort yfir 10% af fjárlagaveltu eða meira en 50 milljónir króna og fengu 85% af sínum halla afskrifaðan* Landspítali –2.919 2.627 Sóltún, Reykjavík –527,8 448,6 Landbúnaðarháskóli Íslands –401,1 340,9 Heilbrigðisst. Suðurl. –399,7 339,7 Heilbrigðisst. Austurl. –251,0 213,4 Hólaskóli – Háskólinn á Hólum –189,6 161,2 Einkaleyfastofan –163,6 139,1 Samgöngustofa –158,8 135,0 Flensborgarskóli –149,5 127,1 Lögreglustjórinn á höfuðb. –146,2 124,3 Heilbrigðisst. Vestfj –142,2 120,9 Heilbrigðisst. Norðurl. –96,2 81,8 Sýslumaður á höfuðb. –95,5 81,2 Sjúkrahúsið á Akureyri –75,1 63,8 Heilsug. á höfuðb. –74,7 63,5 Heilbrigðisst. Suðurnesja –65,2 55,4 Náttúrufræðistofnun Íslands –77,4 53,0 Sýslumaður Vesturlands –61,2 52 Sólvangur Hafnarfirði –59,5 50,6 Rannsóknanefnd samgönguslysa –59,0 50,2 Þjóðskrá Íslands –107,0 49,1 Námsgagnastofnun –55 46,8 Sýslumaður Suðurlands –48,4 41,1 Sýslumaður Austurlands –34,2 29,1 Stjórnartíðindi –27,1 23,0 Sýslumaður N-eystra –26,5 22,5 Listasafn Íslands –26,2 22,3 Námsmatsstofnun –24,4 20,7 Sýslumaður Vestfjarða –22,1 18,8 Sýslumaður Vestmannaeyja –13,7 11,6 Alls skuldir/afskrifað: –6.497 5.613,9 Raðað frá hæstu niður í lægstu niðurfellingu 50% niðurfelling Stofnanir sem skulduðu milli 10–50 milljónir króna fengu 50% af rekstrarhalla afskrifuð Ríkislögreglustjóri –49,5 24,8 Fjölbr.sk. í Breiðholti –47,9 24,0 Rannsóknarmiðst. Íslands –43,2 21,6 Menntask. í Kópavogi –40,3 20,2 Verkmennt.sk. Akureyri –37,3 18,7 Lögreglustj. Vesturland –33,1 16,6 Sinfóníuhljómsveitin –28,0 14,0 Menntask. á Akureyri –27,2 13,6 Menntask. við Sund –25,8 12,9 Kvennask. í Reykjavík –24,2 12,1 Héraðsdómstólar –23,4 11,7 Þjóðleikhúsið –21,9 11,0 Fjölbr.sk. Suðurl. –21,8 10,9 Lögreglustj. Austurlands –21,1 10,6 Lögreglustj. Norðurl. V –20,2 10,1 Ríkissaksóknari –17,7 8,9 Sýslum. Norðurlands V –16,9 8,5 Tilraunst. Hásk. Keldum –15,5 7,8 Stofn. Árna Magnússonar –15,5 7,8 Lögreglustj. Suðurnes –15,3 7,7 Sýslumaður Suðurnes –15,0 7,5 Lögreglustj. Suðurland –13,6 6,8 Lögreglustj. Vestfjörðum –11,6 5,8 Póst- og fjarskiptastofnun –11,4 5,7 Lögreglustj. Vestm.eyjar –11,3 5,6 Fjölbr.sk. Norðurl. V –10,9 5,5 Framhaldssk. Mosfellsbæ –10,4 5,2 Alls skuldir/afskrifað: –629,9 315,6 Raðað frá hæstu niður í lægstu niðurfellingu Uppsafnaður halli í árslok 2015 í millj. kr. Afskrifað í millj. kr. Uppsafnaður halli í árslok 2015 í millj. kr. Afskrifað í millj. kr.Ríkisstofnun Ríkisstofnun Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Landspítalinn Uppsafnaður halli Landspítalans í árslok 2015 nam rúmum 2,9 milljörðum króna. Ríflega 2,6 milljarðar þar af voru afskrifaðir í aðgerðum sem Viðskiptaráð segir að hafi verið nauðsynlegar, úr því sem komið var.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.