Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 22
22 Páskablað 11. apríl 2017fréttir Gull & Silfur er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í demöntum, trúlofunarhringum og sérsmíði fyrir viðskiptavini sína. Hafið samband og sérfræðingar okkar munu aðstoða þig. Kjósarhreppur 216 139.932 13.797 153.729 9 19.956 8.025 27.981 20 Skorradalshreppur 62 - - - - - - - - Helgafellssveit 53 23.229 11.786 35.015 34 1.673 3.996 5.669 24 Eyja- og Miklaholtshreppur 144 62.608 39.846 102.454 39 12.197 3.554 15.751 25 Reykhólahreppur 268 120.284 155.382 275.666 56 8.791 29.868 38.659 32 Súðavíkurhreppur 204 103.924 101.122 205.046 49 7.008 28.562 35.570 34 Árneshreppur 54 28.129 15.644 43.773 36 517 8.812 9.329 33 Kaldrananeshreppur 112 49.510 36.717 86.227 43 8.074 5.628 13.702 28 Skagabyggð 99 39.068 44.207 82.275 53 7.269 1.189 8.458 22 Akrahreppur 194 64.909 85.330 150.239 57 6.408 2.275 8.683 13 Tjörneshreppur 59 25.320 4.933 30.253 16 3.934 1.760 5.694 23 Svalbarðshreppur 98 39.609 27.416 67.025 41 3.974 1.614 5.588 14 Fljótsdalshreppur 75 143.343 186 143.529 0 8.395 14.507 22.902 16 Borgarfjarðarhreppur 135 52.382 59.109 111.491 53 5.140 8.946 14.086 27 Breiðdalshreppur 186 101.768 58.974 160.742 37 11.151 14.352 25.503 25 Ásahreppur 216 205.830 0 205.830 0 9.029 25.026 34.055 17 Sveitarfélag Íbúafjöldi Skatttekjur Framlag úr jöfnunarsjóði Heildar- tekjur Hlutfall framlags úr jöfnunarsjóði af heildar- tekjum (%) Kostnaður vegna kjörinna fulltrúa Kostnaður við rekstur skrifstofu Heildar- kostnaður við yfirstjórn Kostnaður við rekstur yfirstjórnar sem hlutfall af skatttekjum(%) Rekstur fámennustu sveitarfélaga landsins árið 2015 Upphæðir eru í þúsundum króna. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskólann á Akureyri, er sérfræðingur um sameiningar sveitarfé- laga og skrifaði doktorsritgerð sína árið 1998 um það efni. Síðan þá hefur hann skrifað bækur, greinar og flutt erindi um efnið. Grétar segir að það komi sér ekki á óvart hversu hátt hlutfall skatttekna fari í yfirstjórn, það sé gömul saga og ný. Gera ekki meira en þarf „Þó að þetta sé svona eru það ekki endi- lega fámennu sveitarfélögin sem standa illa í rekstrarlegu tilliti, fjarri því. Þau hins vegar eru oft á tíðum ekki að veita íbúum sínum sambærilega þjónustu við það sem stærri sveitarfélögin gera. Þessi litlu sveitarfélög eru oft ekki að gera meira en er algjörlega nauðsynlegt. Margir íbúanna virðast svo sem vera alveg sáttir við það,“ segir Grétar en bendir á að sveitarfélögun- um sé skylt að reka grunnskóla og það hafi reynst mögum þeirra gríðarlega erfitt rekstrarlega. Óttast að verða jaðarsett „Rannsóknir hér á landi, og það er vert að taka fram að það eru einkum mínar rannsóknir, hafa sýnt að andstaða við sameiningar í fámennum sveitarfélögum byggja ekki síst á hræðslu íbúa við að verða jaðarsettir í nýju, stóru sveitarfélagi, að hinn stóri gleypi hinn litla. Þetta er þekkt en reynslan sýnir að þetta þarf ekki að verða tilfellið. Dæmi er til að mynda sveitarfélagið Vesturbyggð. Það var mjög erfitt ástand fyrstu tvö kjörtímabilin, það var óeining, en það virðist hafa jafnað sig þegar frá hefur liðið. Snæfellsbær er annað dæmi. Þar ákváðu menn strax að reyna að snúa bökum saman og það hefur gengið ágætlega, þótt sjálfsagt hafi verið einhver núningur fyrsta kastið,“ segir Grétar enn fremur. Hafa reynt að selja fólki hagræðingarrökin Grétar segir að það sé alveg ljóst að reynsla og rannsóknir, ekki bara á Íslandi heldur einnig í Evrópu, hafi sýnt að sameiningar sveitarfélaga hafi skilað ákveðnum árangri í rekstrarlegu tilliti. Það sé þó ekki algilt frekar en annað. „Það hefur hins vegar verið mjög misjafnt hvort sveitarfélögin hafi getað notað hagræðinguna í að bæta fjárhagsstöðuna, miklu frekar hefur hún farið í að bæta þjónustu við íbúana.“ Hagræðingarrökin hafa hins vegar alltaf verið í forgrunni þegar rætt hefur verið um sameiningar, segir Grétar. „Menn hafa alltaf reynt að selja sameiningarnar með þeim rökum en mögulega er þetta eitthvað að breytast nú. Fólk gerir auðvitað orðið meiri kröfur um þjónustu.“ Þreifingar í gangi Gréta bendir á að sú sameining sem orðið hefur á síðasta aldarfjórðungi hafi fyrst og fremst verið sjálfsprottin, það er að ekki hafi verið beitt valdboði. Á tímabilinu 1994 til 2005 hafi talsverður fjöldi sveitarfélaga verið sameinaður. Árið 2005 var kosið um sameiningar sveitarfélaga í 66 sveitarfé- lögum, með litlum árangri. „Upp úr því var eins og menn bara gæfust upp og leggðu þessar sameiningarhugmyndir til hliðar. Þess í stað var farið í að efla samstarf sveitarfélaga. Hins vegar heyrast nú í dag aftur fregnir um þreifingar á ýmsum stöðum á landinu, varðandi hugsanlegar sameiningar. Dæmi um það eru Djúpivogur, Hornafjörður og Skaftárhreppur, Sandgerði og Garður og fleiri staðir. Ég yrði því ekki hissa ef það yrði kosið eftir ár í jafnvel færri en 70 sveitarfélögum.“ Ef menn hins vegar vilji leggja af fá- mennari sveitarfélög þarf til þess valdboð að ofan, að mati Grétars. „Þetta klárast ekki öðruvísi.“ Verða ekki sameinuð nema með valdboði Sameiningar hafa fremur leitt til bættrar þjónustu heldur en bættrar fjárhagsstöðu standi vel að vígi til að rækja það hlut- verk sem þeim er falið að sinna gagn- vart íbúunum.“ Niðurstaðan úr þeirri vinnu mun liggja fyrir með vorinu og mun Jón þá setjast niður með forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt öðrum hagsmunasamtökum og ræða framhaldið. Jón segir einnig að tryggja verði að reglur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga séu þannig úr garði gerðar að þær gagnist vel þeim sveitarfélögum sem vilji sameinast. Þá þurfi að leita leiða til að slíkar sameiningar styrki stöðu sveitarfélaganna sem einnar megin- stoðar velferðar íbúanna. „Hér hefur ráðherra séð fyrir sér að hvatarn- ir verði þannig að sveitarfélögin sjái ávinning og hagræði af því að sam- einast. Verulegir fjármunir gætu orðið til ráðstöfunar úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga á næstu árum til að styrkja sveitarfélög við undirbún- ing sameiningar, endurskipulagn- ingar og uppbyggingar í sameinuðu sveitarfélagi. Ráðherra hefur þó tekið fram í allri þessari umræðu að frum- kvæði um þetta ætti að koma frá sveitarfélögunum sjálfum.“ n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.