Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Side 28
28 Páskablað 11. apríl 2017fréttir - erlent Eins og handrit að heimsendamynd n Venesúela á barmi algjörs niðurbrots n Hungur, skortur og óeirðir V erðbólga er á bilinu sjö til átta hundruð prósent og því er spáð að hún gæti orðið yfir allt að sautján hundruð prósent í ár. Sjúkrahús er lömuð og eiga aðeins um þrjú pró- sent þeirra lyfja og lækningavara sem þörf er á. Afleiðingarnar eru dauði sjúklinga. Um 82 prósent íbúa lifa við fátækt og börn eru gefin frá foreldr- um. Næringarskortur og hungur ríkir, flamingóar og maurætur eru drepnar til matar. Óeirðir eru á götum, ákvarð- anir dómstóla eru túlkaðar sem valdarán og stjórnvöld beita hervaldi gegn íbúum. Lýsingin hér að ofan hljómar vissulega eins og handrit að heimsendamynd en er engu að síður sönn lýsing á stöðu mála í Venesúela, Suður- Ameríku ríkinu sem fyrir fáum árum var hið fremsta í álfunni í efna- hagslegu tilliti og velmegun íbúa. Framtíðin var björt. En svo hrundi olíuverð. Olían blessun og bölvun Að segja að lækkandi olíuverð sé eina ástæðan fyrir því hörmungar- ástandi sem nú ríkir í Venesúela er ofureinföldun, vissulega. Flókið sam- spil margra þátta er auðvitað ástæð- an. En olíulindir Venesúela eru þær stærstu sem þekktar eru í heiminum og olía stendur undir um 95 prósent- um af öllum vöruútflutningi lands- ins. Þegar olíuverð lækkar er augljóst að það hlýtur að hafa áhrif til hins verra á efnahaginn. Það hefur gerst áður, á níunda áratugnum þegar af- leiðingar olíukreppanna 1973 og 1979 höfðu haft þau áhrif að verulega dró úr olíueftirspurn í heiminum lækkaði heimsmarkaðsverð um allt að helm- ing. Það gerði það að verkum að verð- bólga jókst hömlulaust í Venesúela og varð mest 100 prósent árið 1996. Fá- tækt jókst verulega í landinu en allt að 66 prósent þjóðarinnar lentu undir fátæktarmörkum. Erlendar skuldir ríkisins uxu því langt yfir höfuð og landsframleiðsla féll á sama stig og hún hafði verið áratugum áður. Það er kannski ruddalegt að skrifa það en segja má að allt sé þetta hjóm eitt miðað við það sem Venesúela gengur nú í gegnum. Byltingar og borgarastríð Venesúela braust undan nýlendu- veldi Spánar snemma á nítjándu öldinni eftir að hafa lotið yfirráðum Spánverja frá árinu 1522. Þar skipti þáttur frelsishetjunnar Simóns Bolívar hvað mestu máli og hefur honum verið hampað þar í landi alla tíð síðan, sem og víðar í löndum Suður-Ameríku. Stjórnmálaástand í landinu var hins vegar óstöðugt alla nítjándu öldina og á árunum 1859 til 1863 geisaði blóðugt borgarastríð í landinu sem olli dauða hundraða þúsunda. Byltingar voru tíðar og ein- ræðisherrum var steypt af stóli, að- eins til að aðrir einræðisherrar tækju sæti þeirra. Uppgangstími fram á níunda áratuginn Á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar fundust gríðarlegar olíulindir í Venesúela sem gerðu það að verk- um að efnahagur landsins tók gríðar- legan kipp og árið 1935 var hagvöxtur í Venesúela hinn mesti í allri Suður- Ameríku. Næstu áratugi flæddu olíu- peningar inn í landið en á sama tíma var stjórnmálaástand enn sem fyrr óstöðugt. Almennt er talað um að fyrstu lýðræðislegu kosningarnar hafi farið fram árið 1947 þegar Rómulo Gallegos var kjörinn forseti en strax árið eftir var honum steypt af stóli. Efnahagur Venesúela tók risastökk um miðjan áttunda ára- tuginn eftir að olíukreppan skall á árið 1973. Árið 1976 var olíuiðnað- urinn þjóðnýttur og útgjöld ríkis- ins margfölduðust eftir það. Á sama tíma jókst erlend lántaka verulega og þegar eftir spurn eftir olíu dróst saman á sama tíma og framleiðsla jókst í heiminum á níunda áratugn- um leiddi það til hörmulegrar stöðu, svo sem fyrr er rakið. Efnahagskrepp- an sem þá tók við leiddi til uppþota, þeirra alvarlegust voru uppþot í höf- uðborginni Caracaz árið 1989 þar sem hundruð létu lífið. Árið 1992 voru gerðar tvær misheppnaðar valdaránstilraunir, önnur þeirra und- ir stjórn Hugo Chávez, sem á eftir að koma við sögu hér síðar. Sitjandi for- seti, Pérez, var settur af sökum spill- ingar ári síðar og árið 1995 var Hugo Chávez náðaður á þáverandi forseta, Rafael Caldera. Verðbólga og skuldir hið eina sem ekki skortir Hugo Chávez var kjörinn forseti árið 1998 og eftir fylgdi það sem hefur ver- ið nefnt Bolívar-byltingin, þar sem ný stjórnarskrá var samin, ráðist var í aðgerðir til að vinna gegn fátækt og uppbyggingu innviða. Um aldamótin hækkaði olíuverð verulega og efna- hagur Venesúela naut góðs af. Hins vegar er olíuverð óstöðugt og lækkaði það verulega á árunum 2001 til 2003. Það olli pólitískum óstöðug leika enn á ný, fjöldamótmælum og valdaránstil- raunum og síðar allsherjar verkfalli. Allt þetta olli enn frekari efnahagserf- iðleikum. Hugo Chavés stóð óróleik- ann hins vegar af sér og frá árinu 2004 varð pólitískt ástand, sem og efna- hagslegt, stöðugra. Verulega dró úr fá- tækt og misskiptingu auðs með aukn- um útgjöldum ríkisstjórnar Chavéz til félagslega kerfisins. Á sama tíma var hins vegar ekki horft til þess að byggja upp olíuiðnaðinn, sem allt hvíldi á, né heldur að byggja upp sjóði eða aðra innviði sem gætu dregið úr þeim áhrif- unum sem sveiflur í olíuverði óhjá- kvæmilega valda. Síga fór á ógæfuhliðina á ný árið 2010, og enn frekar árin þar á eftir. Var það lækkandi olíuverð sem þar átti stærstan þátt. Má segja að síðan þá hafi allt legið niður á við. Hugo Chavéz féll frá árið 2013 og var Nicoláz Maduro kjörinn forseti í hans stað. Maduro hefur hins vegar ekki ráðið við nokkurn hlut, og eft- ir olíverðshrunið árið 2014 er staðan sú að að skortur er á öllu í landinu, mat, lyfjum, iðnaðarvörum og pen- ingum. Hið eina sem ekki er skortur á er verðbólga og skuldir. Börn og fullorðnir svelta Fátt bendir til að breytinga sé að vænta fyrir íbúa Venesúela á næst- unni. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir allt að sautján hundruð pró- senta verðbólgu í ár og áfram- haldandi efnahagskreppu. Alþjóða- bankinn lýsti því seint á síðasta ári að landið væri í gríðarlegri þörf fyrir fjár- hagslega aðstoð en lánalínur væru landinu lokaðar. Óeining er í stjórn- málunum, sífellt vaxandi óánægja er með störf Maduros forseta sem hefur þingið á móti sér eftir að and- stæðingar hans náðu meirihluta þar í kosningum í desember 2015. Í byrj- un þessa mánaðar samþykkti Hæsti- réttur landsins, sem í meginatriðum er hliðhollur Maduro, tilskipun sem þýddi að Maduro gæti samþykkt lög án aðkomu þingsins með tilstilli rétt- arins. Sú tilskipun var dregin til baka eftir gríðarleg mótmæli þar sem ákvörðuninni var líkt við valdarán. Meira að segja harðir stuðningsmenn Maduros snerust gegn ákvörðuninni. Hann er nú sagður svo valtur í sessi að lítið þurfi til að allt sjóði upp úr. Hættan á að Maduro beiti hervaldi til að halda völdum er talin veruleg og ástandið er eldfimt. Á meðan svelta börn og fullorðnir. n Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Átök við lögreglu Mótmælendur berjast við lögreglu á götum Caracas, höfuðborgar Venesúela, í byrjun aprílmánaðar. Skortur er á öllu í landinu og óeirðir daglegt brauð. Mynd EPA Upplausnarástand Mótmælendur bera slasaða konu frá átakasvæði á götum Caracas. Valtur í sessi Nicoláz Maduro, forseti Venesúela, stjórnar nú landi sem er á barmi algjörs niðurbrots. Þess er krafist að hann fari frá en óvinsældir hans aukast dag frá degi. Mynd EPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.