Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Page 37
fólk - viðtal 37Páskablað 11. apríl 2017 Ofvirki Skagastrákurinn sem breyttist í vöðvafjall Hafþór ákvað að hætta í fram- haldsskóla 18 ára gamall. „Það komst ekkert annað að en æfingar og að borða. Mér fannst skólinn vera að trufla mig frá æfingum. Álagið var oft mjög mikið á þessum tíma, jafnvel þrjár æfingar á dag. Mamma og pabbi voru ekkert alltof ánægð með þetta til að byrja með og fólk spurði mig hvað ég væri eiginlega að spá, hvað ætlaði ég eiginlega að fara að gera í lífinu? Ég var að vinna við dyravörslu á þess- um tíma og vissi svo sem ekkert al- mennilega hvert ég ætti að stefna. Það að vinna við að vera kraftakarl og leika í auglýsingum var ekki eitthvað sem ég vissi að væri hægt.“ Hafþór kveðst vera feginn því að hafa fylgt innsæinu á sínum tíma. „Það var eitthvað inni í mér sem sagði að ég væri að gera rétt. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá hvað það átti eftir að skila mér miklu. Ég gerði það sem hjartað sagði mér að gera. Það skilaði mér þeim árangri sem ég hef náð í dag.“ Hann viðurkennir að hann sjái örlítið eftir að hafa ekki lokið nám- inu á sínum tíma. Kannski mun hann gera það í framtíðinni. „Ég veit að ég gæti auðveldlega lært ef ég setti mér það markmið. Ég er líka orðinn rólegri í dag. Enda er ég næstum því 200 kíló!“ Fimm sinnum á verðlaunapall Körfuboltaferli Hafþórs lauk þegar hann var tvítugur og meiddist illa á ökkla. Hann þurfti að kveðja draum- inn um spilamennsku í NBA. Í stað- inn tók annað við. Hann hitti Magnús Ver Magnússon í líkamsræktarstöð og sagði hann Hafþór vera efni í afl- raunamann. „Þegar ég var í körfunni var ég alltaf á ferðinni enda vildi ég hafa gott þol og vera í góðu formi. Þannig að ég náði ekki að styrkjast eins mikið og stækka. En um leið og ég hætti í körfunni og byrjaði í lyft- ingum þá stökkbreyttist líkaminn,“ segir Hafþór. „Ég fékk brjálæðislegan áhuga og hef ekki stoppað eftir þetta. Ef ég set mér markmið þá get ég ekki hætt án þess að ná því.“ Hafþór hefur sex sinnum unnið titilinn Sterkasti maður Íslands og þrisvar sinnum hefur hann unnið keppnina um sterkasta mann Evrópu. Fimm sinnum hefur hann lent á palli í keppninni Sterkasti maður heims, ýmist í öðru eða þriðja sæti. Núna er hann orðinn óþreyju- fullur. Í ár verður það fyrsta sæti. „Ég er búinn að vera á palli í fimm ár án þess að vinna og núna er kominn tími á það. Ég er búinn að vera alveg nógu oft í öðru og þriðja sæti. Ég myndi gera hvað sem er til að vera sterkasti maður heims, enda ætla ég að vinna í ár. Ég hef aldrei verið í eins góðu formi og núna, og ég hef heldur aldrei verið eins ákveðinn, enda geri ég nákvæmlega ekkert ann- að þessa dagana en að borða, æfa og sofa. Ég vil koma heim með titilinn og gera mömmu og pabba, dóttur mína, og fjölskylduna stolta af mér.“ Erfið fjarvera frá dótturinni Hafþór varð faðir 21 árs. „Hún er algjört yndi, hún Theresa mín. Ég varð allt annar maður eftir að ég eignaðist hana. Ég varð miklu betri maður. Það breytir auðvitað öllu að eignast barn. Það breytti samt ekki þeirri stefnu sem ég var á lífinu, og ef eitthvað er þá gerði það mig enn ákveðnari í ná langt. Mig lang- aði að ná árangri og ná árangri í líf- inu – út af henni. Ég vil að hún horfi á pabba sinn og sjái hann sem fyrir- mynd. Og sé stolt af mér.“ Theresa er í dag átta ára og býr í Danmörku. Hafþór nýtir hverja ein- ustu stund sem hann fær með dóttur- inni og kveðst óska að þær væri fleiri. „Það er oft erfitt þegar of langur tími líður á milli. Söknuðurinn verður svo mikill. Helst vildi ég geta hitt hana miklu oftar. Ég reyni að heimsækja hana í Danmörku þegar ég get og þegar hún kemur til Íslands er aldrei dauð stund hjá okkur.“ Vill hitta Jón Pál Hafþór hefur undanfarin ár farið með hlutverk Gregors „The Mountain“ Clegane í hinum geysivinsælu sjón- varpsþáttum Games of Thrones „Það var engan veginn hægt að fá mig til að sitja kyrr og læra. Það bara gekk ekki. Ég þurfti alltaf að vera að gera eitthvað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.