Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Síða 38
38 fólk - viðtal Páskablað 11. apríl 2017 Alhliða veisluþjónusta Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir Gerðu daginn eftirminnilegan Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming og mörgum er í fersku minni atriðið þegar persóna hans sprengdi höfuð- kúpu Oberyns Martell með handafli. Einn af höfundum þáttanna lýsti því yfir að atriðið væri eitt það besta sem sést hefur í þáttunum frá upphafi. Fleiri hlutverk hafa boðist, sem og leikur í auglýsingum. Hann kann vel við sig fyrir framan myndavél- ina. „Ég er náttúrlega ekki lærður leikari en ég reyni eins og ég get að læra af fólkinu í kringum mig. Ég get orðið stressaður þegar kemur að því að læra línur þannig að þetta getur verið krefjandi, en samt svo ótrú- lega gaman. Ég er auðvitað þakklátur fyrir öll tækifærin sem ég hef fengið og ég veit að ég er að mörgu leyti hepp- inn en ég hef líka þurft að vinna fyrir þessum líkama. Ég veit ekki hvort ég væri að fá þessi tækifæri ef ég væri 80 kíló. Það eru ekki margir þarna úti eins og ég, 195 kíló og yfir 200 sentimetrar á hæð. Það þarf einhver að leika alla þessa stóru karla, og það eru ekki svo margir að velja úr.“ Hann veit sjálfur að Hafþór Júlíus er vörumerki. „Þetta er mín ímynd, að vera sterkur og stór. Og ég vil skapa vörumerki sem fólk fílar, það er að segja karakter.“ Hafþór sker sig úr hvert sem hann fer, enda gríðarstór og mikill maður sem gnæfir yfir fjöldann. Það er ekki að ástæðulausu að hann er kallaður Fjallið. Nú er svo komið að banda- rískir slúðurmiðlar eru farnir að elta hann á röndum. Hann kippir sér þó sjaldnast upp við athyglina. „Þetta er orðið þannig í dag að ég er nánast hættur að taka eftir því þegar fólk starir á mig úti á götu. Þeir sem eru í fylgd með mér taka hins vegar eftir því. Ég hef til dæmis verið innan um fólk sem ég er nýbúinn að kynnast og það fer allt í einu að taka eftir að allir í kring eru að horfa í áttina að okkur. Og skilja ekkert í því fyrr en þau að snúa sér við og sjá mig!“ Honum er oft líkt við annan kraftlyftingamann sem sigr- aði huga og hjörtu Ís- lendinga á árum áður, Jón Pál Sigmarsson. „Ég vissi auðvitað hver hann var þegar ég var yngri en ég myndi samt ekki beint segja að hann hafi verið fyrirmyndin mín þá. En í dag myndi ég ekki hafa neitt á móti því að fá að spjalla við hann og fá eitt eða tvö ráð. Hann var auðvitað einstakur maður, og þjóðhetja. Ég myndi samt ekki líkja mér við hann.“ Fjölskyldumaður Hann veit að hann verður ekki afl- raunamaður það sem eftir er. Það er annað með leiklistina. Hann hefur fengið tilboð frá kvikmyndaverum í Hollywood sem hann hefur þurft að hafna vegna skuldbindingar við Game of Thrones. Í framtíðinni sem er samt allt opið hvað varðar leik- listina. „Eins og er þá er ég með mín markmið í aflraununum og ætla að ná þeim. Ég veit samt að ég hef ekki endalausan tíma.“ Hvar heldurðu að þú verðir eftir tíu ár? „Þá verð ég orðinn 38 ára. Ég get alveg séð það fyrir mér að vera leik- ari eftir tíu ár. Búinn að koma mér vel fyrir og verð vonandi orðinn kvæntur maður,“ segir Hafþór. Honum finnst ekki leiðinlegt að dekra við konurnar í lífi sínu. „Þótt ég sé risa- stór og sterkur þá kem ég samt mjúk- lega fram við konur. Og ég reyni að vera kurteis við alla sem ég hitti. Mig langar líka að eignast stærri fjölskyldu. Helst að eignast fleiri börn,“ segir Hafþór. Tilhugsunin um lítinn Hafþór sem vill vera alveg eins og pabbi sinn er ekki afleit. Ertu mikill fjölskyldumaður? „Já, það er engin spurning. Ég hef líka svo gaman af börnum og hef alltaf haft. Mér finnst góð tilhugsun að eiga fjölskyldu og lifa þannig lífi í framtíðinni, enda heillar það mig ekkert að fara niður í bæ að djamma og drekka. Ég vil frekar þetta venju- lega líf. Þetta hefðbundna.“ n Föður- hlutverkið breytti öllu „Ég varð allt annar maður eftir að ég eign- aðist hana.“ Ótrúleg breyting Myndin er tekin árið 2006 þegar Hafþór var 17 ára. Líkt og sjá má hefur hann breyst mikið. Ætlar að vinna í ár Hafþór er staðráðinn í koma heim með titilinn Sterkasti maður heims. „Ég gerði það sem hjartað sagði mér að gera. Það skilaði mér þeim árangri sem ég hef náð í dag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.