Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Qupperneq 50
50 Fólk Páskablað 11. apríl 2017 8 Emma Stone Emma Stone er kannski ekki þessi dæmigerða leikkona sem horfir ekki á neina af þeim myndum sem hún leikur í. En hún hefur ekki enn horft á myndina sem kom henni á kortið, ef svo má segja, Easy A. Ástæðan er sú að henni fannst hún leiðinleg og skemmti sér ekki sérstaklega vel meðan á tökum stóð. „Þegar tökum lauk leið mér eins og heilu húsi hefði verið lyft af herðum mér,“ sagði Emma í viðtali og bætti við að á þessum tíma hafi hún verið í ákveðinni krísu í einkalífinu. Gylfaflöt 3 - Sími 567 4468 - www.gummisteypa.is 10 stjörnur sem horfa ekki á eigin bíómyndir n Sumum finnst skemmtilegra að leika en horfa n Johnny Depp, Joaquin Phoenix og fleiri E inhverjir kynnu að halda að stórleikararnir í Hollywood séu svo uppteknir af sjálfum sér að þeir liggi yfir eigin bíó- myndum. Kannski er raunin sú í einhverjum tilfellum en alls ekki öllum. Hér má sjá dæmi um tíu leik- ara sem margir hverjir reyna að forð- ast eins og heitan eldinn að horfa á eigin bíómyndir. n 1 Jared Leto Þessi bandaríski leikari hefur í mörg horn að líta enda er hann einnig rokkstjarna í hljómsveitinni Thirty Seconds to Mars. Leto fékk Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni Dallas Buyers Club árið 2014. Leto viðurkenndi í viðtali við New York Times eftir að hann fékk verðlaunin að hann hefði ekki séð myndina. „Ég hef aldrei horft á myndina. Ég mun gera það einhvern tímann en hún mun aldrei standa undir þeim væntingum sem ég geri til hennar,“ sagði hann. 2 Julianne Moore Óskarsverðlauna- leikkonan Julianne Moore hefur leikið í fjölmörgum frábærum myndum í gegnum árin, til dæmis The Big Lebowski, Still Alice og The Hours. Líklegt er þó að Moore hafi ekki séð neina þeirra, enda finnst henni ekki sérlega skemmtilegt að horfa á bíómyndir. „Ég hef ekki séð neina af mínum myndum. Mér finnst skemmtilegra að leika í myndum en að horfa á þær.“ 3 Joaquin Phoenix Joaquin Phoenix þykir nokkuð skrautlegur karakter þótt enginn efist um hæfileika hans á hvíta tjaldinu. Hann viðurkenndi, ekki alls fyrir löngu, að hann hefði aðeins séð tvær af myndum sínum. „Paul Thomas Anderson (leikstjórinn) fékk mig til að horfa á The Master og svo sá ég Her. Þetta eru einu tvær myndirnar sem ég hef séð. Ég hélt að ég væri orðinn nógu þroskaður til að geta horft á myndirnar, áttað mig betur á hvað ég gæti gert betur, en þetta er eitthvað sem ég á mjög erfitt með.“ 4 Angelina Jolie Þó að starfsframi leikara geti ákvarðast af ákveðnum hlutverkum sem þeir taka að sér hafa þeir í raun lítil völd þegar kemur að sjálfum myndunum. Angelina Jolie virðist ekki vera sérstaklega hrifin af því hvað hún hefur í raun lítil völd. „Sem leikari er svo margt sem þú getur ekki haft áhrif á. Oft hef ég verið grautfúl með þær myndir sem ég hef leikið í. Stundum hef ég séð þær og ekki upplifað neina tengingu við þær og stundum hef ég ekki einu sinni horft á þær,“ sagði Jolie við Telegraph. 5 Jesse Eisenberg Eisenberg hefur leikið í mörgum góðum myndum þrátt fyrir ungan aldur. Nægir í því samhengi að nefna Zombieland og The Social Network. En Eisenberg horfir ekki á þær myndir sem hann leikur í af einfaldri ástæðu. „Mér finnst ekki gaman að horfa á sjálfan mig. Mér finnst gaman að horfa á aðra leikara. Þetta er skrýtið,“ sagði hann í samtali við Moviepilot. 6 Johnny Depp Johnny Depp hefur leikið í ótal myndum á ferli sínum og er hann einn tekjuhæsti kvikmyndaleikari heims. En Depp horfir ekki á eigin myndir því hann telur að það gæti haft neikvæð áhrif á það hvernig hann túlkar ólík hlutverk í öðrum myndum. „Ég tók þá ákvörðun fyrir löngu að það væri betra fyrir mig að horfa ekki á myndirnar mínar. Það er synd því þá sérðu ekki heldur hvernig mótleikarar þínir og vinir standa sig. En ég held að það myndi bara skaða mig.“ 7 Reese Witherspoon Þessi flotta leikkona hefur leikið í fleiri tugum mynda á blómlegum ferli. Hún segist ekki horfa á eigin myndir af þeirri einföldu ástæðu að henni finnst skrýtið að sjá sig á hvíta tjaldinu. „Ég þjáist af algjöru minnisleysi varðandi þær myndir sem ég hef leikið í. Ef ég horfði á eigin myndir myndi ég fyllast sjálfshatri í hvert einasta skipti. Ég hef vissulega séð glefsur en man sjaldnast eftir atriðunum sem ég lék í.“ 9 Javier Bardem Javier Bardem segist ekki geta horft á sjálfan sig í sjónvarpi eða á hvíta tjaldinu. „Sú staðreynd að mér finnist gaman að skapa karaktera þýðir ekki að ég hafi gaman af því að horfa á þá karaktera. Ég get ekki horft á þetta nef, hlustað á þessa rödd eða horft á þessi fáránlegu augu. Ég get það ekki.“ 10 Meryl Streep Meryl Streep hefur leikið í hátt í hundrað myndum á ferli sínum og unnið til þrennra Óskarsverðlauna. Streep segist ekki horfa á eigin myndir vegna þess að hún sé meira fyrir að horfa fram á veginn en í baksýnisspegilinn. Þá segir hún að tíma hennar sé betur varið í annað en að horfa á myndir sem hún veit hvernig enda. Jared Leto Í myndinni Dallas Buyers Club frá árinu 2013. Mynd 2013 Focus Features, LLc.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.