Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 76
„ÁN EFA MEST
ÓGNVEKJANDI
ÁHEYRENDAHÓPUR
Á LANDINU“
Albert Guðmundsson (26) laganemi, flugþjónn hjá Icelandair
og varaþingmaður flutti jómfrúrræðuna sína á þingi:
ÞINGMAÐURINN UNGI Albert hefur nú flutt fyrstu ræðu sína á
Alþingi Íslendinga og margir
hugsa hvort þetta þetta sé
ekki afar stressandi tilfinning.
„Ég hef nú haldið ófáar ræður í
gegnum tíðina, og er almennt
ekkert sérstaklega stressaður
að fara upp í ræðustól, en í fullri
hreinskilni, þá er þetta klárlega
mest taugatrekkjandi ræða sem
ég hef haldið. Það var frekar
lítið sofið nóttina áður, og þegar upp var
staðið kláraði ég ekki að skrifa ræðuna
fyrr en klukkutíma áður en ég steig í
pontu. En ég var nú búinn að ákveða
efnið fyrir löngu og vissi upp hár hvað
ég vildi segja, enda málefni sem mér er
hugleikið. Ræðan heppnaðist svo bara
vel og ég fékk góð viðbrögð. Mamma
sagði reyndar að ég hefði talað of hratt,
en það er annað mál,“ segir Albert og
brosir.
Vill hlúa vel að foreldrum, ömmum og öfum
„Það má alltaf gera betur. Það er mjög
mikilvægt að hlúa vel að þessum mála-
flokki og búa þannig um að þeir sem
hafa gefið til samfélagsins alla ævi geti
lifað áhyggjulaust ævikvöld. Öll eigum
við foreldra, ömmur og afa. Þetta er
málefni sem snertir alla sem vilja eldast
á Íslandi, og því er þetta málefni alls
samfélagsins. Eins og ég talaði um í
ræðunni, þá finnst mér mikilvægt að
almannatryggingakerfið tryggi fólki
framfærslu og að hvatarnir séu réttir,
þannig að fólk sem hefur starfsgetu
sjái hag sinn í því að afla sér tekna og
leggja til samfélagsins. Í því samhengi
benti ég á að við ættum að ganga enn
lengra í að hækka frítekjumark og lækka
tekjuskerðingar. Ég vil halda áfram
að beita mér fyrir því,“ segir Albert
ákveðinn á svip.
Gott á fólk á þinginu
Hvernig ætli upplifunin sé að vera
kominn á þing? „Það var frekar
óraunveruleg tilfinning að taka sæti
á Alþingi, þessari merku stofnun, og
vera kominn inn í umhverfi sem maður
þekkir bara af sjónvarps skjánum.
Mér var reyndar einstaklega vel tekið
af samflokksmönnum, öðrum þing-
mönnum og starfsfólki þingsins. En
ég viðurkenni að þetta er sérstakur
vinnustaður og það að taka til máls í
þingsal er óneitan lega mjög stressandi.
Þetta er án efa mest ógnvekjandi
áheyrendahópur sem þú finnur á
landinu, svo ekki sé meira sagt. En
ég tek hins vegar fram að þetta er allt
mjög gott fólk.“
Stjórnmálavitund ungs fólks
hefur aldrei verið meiri
Albert segir að stjórnmálin
séu að breytast og fólkið
með. „Það er alveg ljóst að
við erum að upplifa mjög
áhugaverða tíma í stjórn-
málunum. Það mikil gerjun á
litrófi stjórnmálanna, til dæmis
hafa aldrei verið fleiri flokkar í
framboði en í síðustu alþing-
iskosningum. Fyrir mér virðist
sem pólaríseringin milli vinstri
og hægri sé að aukast, til að
mynda hefur upp á síðkastið
stofnun nýs sósíalistaflokks
verið mikið í umræðunni, sem
mér finnst sérstaklega athyglisvert.
En ef maður horfir á þetta í breiðara
samhengi þá endurspeglar þetta í
raun þá þróun sem er að eiga sér stað
í Evrópu, og raunar heiminum öllum.
Ég tel reyndar að stjórnmálavitund
fólks, sérstaklega ungs fólks, hafi aldrei
verið meiri, þó svo að hún birtist ekki
endilega í áhuga á flokkapólitík. Í þessu
samhengi er rétt að nefna t.d. fjöldann
allan af grasrótarhreyfingum sem hafa
staðið fyrir baráttu ótal réttlætismála
á síðustu árum. Það tel ég vera mikið
fagnaðarefni og mjög dýrmætt fyrir
lýðræðissamfélög.“
En hvernig ætli það sé með Albert
sjálfan, ætli hann sé kominn með skýra
framtíðarsýn? „Já og nei – það er klár-
lega minn draumur að geta látið gott
af mér leiða en á hvaða vettvangi það
verður er óráðið, tíminn einn getur leitt
það í ljós,“ segir Albert glaður á bragði.
Albert vakti mikla athygli þegar hann tók sæti Alþingi í síðustu viku en
hann er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi
norður. Þrátt fyrir að vera fulltrúi yngri kynslóðarinnar og yngsti einstak-
lingurinn til að taka sæti á yfirstandandi þingi tileinkaði Albert eldri borg-
urum jómfrúrræðu sína.
FÁGAÐUR
Albert er
glæsileikinn
uppmálaður og
kemur einstak-
lega vel fyrir.
lAGAneminn
Göngutúr er góður til að
hreinsa hugann.
meÐ ReiSn Hér flytur Albert
sína fyrstu ræðu á Alþingi Íslendinga.
HÁTíðLEG oPNUN
í GALLERí FoLD
Margt var um manninn þegar Elínborg Oster-
mann Jóhannesdóttir
opnaði málverkasýningu
sína í Gallerí Fold með
pomp og prakt á dögun-
um. Fjölmargir lögðu leið
sína þangað til að njóta
listarinnar og samfagna
með Elínborgu.
GlÆSileG
Ármann Reynis-
son og Bergþóra
voru ánægð
með verkin á
sýningunni.
FeRSK Jóhann Ágúst,
framkvæmdastjóri Gallerí Fold, og
Elínborg Ostermann Jóhannes dóttir
myndlistakona brostu sínu blíðasta
í tilefni dagsins.
HReSSAR
Ellen og Margrét voru
glaðar á bragði og nutu
sín í góðum félagsskap.
AlSÆll Tryggvi Páll
Friðriksson listmunasali var
ánægður með opnunina.