Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Side 30
Helgarblað 12.–15. maí 2017KYNNINGARBLAÐ4 Brot af því besta Málningarfyrirtækið Gæðamálverk er nú að vinna við nýbyggingu sem byggingafyrirtækið Mannverk hefur reist að Herjólfsgötu 32–34 í Hafnarfirði. Hér er um að ræða fjölbýlishús með 32 íbúðum og verkefni Gæðamálverks eru fólgin í því að sandspartla, gifsmúra, grunna, kítta, líma pappaborða í samskeyti og svo auðvitað að mála húsið. Þetta er dæmigert verk- efni hjá Gæðamálverki sem hefur unnið við fjölmargar vel heppnaðar nýbyggingar sem Mannverk hefur reist á undanförnum árum. „Mannverk leggur mikla áherslu á að fá okkur til liðs við sig,“ segir Gísli V. Eggertsson, eigandi Gæða- málverks, og hann er ánægður með samstarfið: „Það vinnur ákaf- lega gott fólk hjá Mannverki og sérstaklega er ég ánægður með Hildi Margréti verkefnastjóra sem er tengiliður minn hjá fyrirtæk- inu, en þessi frábæra kona stýrir hörðum iðnaðarmönnum af mikilli röggsemi.“ Annar þekktur og náinn samstarfsaðili Gæðamálverks er Flügger-litir en Gæðamálverk notar að mestu leyti efni frá þeim og gengur samstarfið afar vel. Sandspörtlun er eitt af sérsviðum Gæðamálverks en fyrirtækið státar meðal annars af því að hafa sandspartlað hæstu byggingu á Íslandi, fjölbýlishús í Skuggahverfi í Reykjavík. Auk sandspörtlunar sinnir Gæða- málverk allri málningarvinnu innanhúss og utan, þar á meðal þakmálningu; sem og léttum múr- viðgerðum utanhúss. Gísli V. Eggertsson er ungur að árum, 35 ára gamall, en hann hefur unnið við málun frá ung- lingsaldri. Hann er lærður málara- meistari og fyrirtækið hefur hann rekið í tíu ár: „Já, þetta er orðið tíu ára gamalt fyrirtæki en ég hef aldrei skipt um kennitölu. Satt best að segja þykir tíu ára kennitala í þessum bransa vera ansi gömul. En heiðarleiki er okkur mikilvægur og ég vil standa við mín orð,“ segir Gísli. Það er mikið að gera hjá Gæðamálverki nær allt árið en mest er að gera á vorin og sumrin þegar verkefnum í útimálun fjölgar mjög mikið. „En vegna vaxtarins í nýbyggingum þá get ég í raun- inni fengið eins mikla vinnu og ég vil. Ég vil hins vegar ekki stækka fyrirtækið of mikið því mér finnst mikilvægt að ég geti unnið áfram sjálfur við málun en þurfi ekki að færast yfir í stjórnunarstarf. Þetta er mitt fag og ég get ekki hugsað mér að hætta í því strax. Ég vil auk þess gera hlutina vel og vandlega og þetta má ekki verða of stórt,“ segir Gísli sem hefur unun af sínu fagi og nýtur þess að skila af sér góðum verkum sem viðskipta- vinurinn er ánægður með. Starfsmenn Gæðamálverks eru um sjö talsins að Gísla meðtöldum en á álagstíma fer hann í samstarf við undirverktaka sem er með annan eins starfsmannafjölda. Segja má að vinna við ný- byggingar Mannverks séu stærsti hlutinn af starfsemi Gæðamál- verks. Fyrirtækið tekur hins vegar að sér alls konar verkefni bæði stór og smá og málar til dæmis líka hús fyrir einstaklinga. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni gaedamalverk.is en síminn er 867-7010. Heimasíða Mannverks: mannverk.is. GæðAMálVERk VEitiR AlHliðA MálninGARÞJónuStu Sinnir nýbyggingum af miklum krafti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.