Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Síða 34
MÆÐUR Í BÍÓ é SNATCHED (2017)Mæður í kröppum dansi Nýjasta mynd Amy Schumer er frumsýnd föstudaginn 12. maí hér heima. Í henni leikur hún Emily, hressa og bráðláta konu á fertugsaldri. Þegar kærastinn sparkar henni ákveður hún að fá varkára móður sína, sem Goldie Hawn leikur, með sér í frí til Ekvador. Þar er mæðgunum rænt og spennandi ævintýri breytist snarlega í algjört klúður og það reynir á styrk og samstöðu þeirra mæðgna til þess að koma sér úr klandrinu og flýja úr frumskóginum. Schumer er ein sú fyndnasta í kvikmyndabransanum í dag og Hawn, sem er orðin 71 árs og á að baki margar frábærar gaman- myndir, snýr aftur á hvíta tjaldið eftir 15 ára hlé. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna 1980 fyrir hlutverk hennar í Private Benjamín og meðal annarra mynda hennar má nefna Death Becomes Her 1992 og The First Wives Club 1996. é BABY BOOM (1987) Athafnakona „erfir“ barn Diane Keaton leikur þrælupptekna athafnakonu sem „erfir“ barn frá fjarskyldum ættingja. Líf hennar snýst gjörsamlega á hvolf meðan hún reynir að ala barnið upp ein ásamt því að sinna yfirmannsstarfinu. Er hamingjan fengin í kapphlaupi viðskiptalífsins í stórborginni? 6,1 é ERIN BROCKOVICH (2000) Ein kona gegn stórfyrirtæki Julia Roberts leikur Erin Brockovich, einstæða atvinnulausa móður, sem tapar máli á hendur lækni í bílslysi sem hún lenti í. Hún þvingar lögmanninn sinn til að ráða sig í vinnu í sárabætur. Hún fer á eigin spýtur að rannsaka fasteignamál sem tengist risastóru orkufyrirtæki. Fyrirtækið losar úrgang með ólög- mætum hætti og hefur það áhrif á íbúa nærliggjandi bæjar. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. 7,3 Mæðradagurinn er á sunnu-dag, 14. maí, og það er því tilvalið fyrir mæður, mæðgur, vinkonur og frænkur að gera sér glað- an dag og eiga saman góða stund, fara út að borða og jafnvel í bíó eða horfa á eina góða mynd um mæður heima við. ç STEEL MAGNOLIAS (1989) Mæðradans, hlátur og grátur. Stjörnufans í mynd um dætur og mæður á öllum aldri. Dolly Parton, Julia Roberts, Shirley MacLaine, Sally Field og Daryl Hannah eiga allar sinn samastað á snyrtistofu í smábæ í Louisiana. Þar deila þær gleði og sorgum. Rauði þráðurinn í myndinni eru samskipti mæðgnanna Roberts og Field og veikindi dótturinnar, sem er með sykursýki. Þessi er skylduáhorf. 7,2 é MOTHERS DAY (2016) Fjölskyldufléttur á mæðradegi Myndin fjallar um fjórar mæður og fjölskyldur þeirra, fjórar að- skildar sögur sem fléttast svo saman í eina heild á sjálfum mæðradeginum. Jennifer Aniston, Julia Roberts og Kate Hudson eru í aðalhlutverkum. 5,6 ç STEP- MOM (1998) Börnin eignast stjúpmóður Vasa- klútamynd um móður tveggja barna, sem leikin er af Susan Sarandon, sem þarf að sætta sig við að stjúp- móðir er komin inn í líf barnanna, leikin af Julie Roberts. Stjúp- móðirin strögglar svo við sitt nýja hlutverk og samskiptin vð móður barnanna. Vasaklútur- inn fer svo á loft þegar móðirin greinist með krabbamein. 6,7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.