Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Qupperneq 36
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir (35) með námskeið fyrir konur: SKAPAÐU ÞITT DRAUMALÍF Í KARÍbAHAFINU Sigrún Lilja, sem oft er nefnd Gyðjan, býður í haust upp á glænýtt og spennandi nám- skeið fyrir konur. Námskeiðið fram fer í Karíbahafinu um borð í einu glæsilegasta skemmtiferðaskipi í heimi. „Eftir að hafa útskrifað á ann- að hundrað konur af námskeiðinu mínu hér heima, Konur til athafna, og haldið þó nokkur „retreat“ fyrir konur á Balí hef ég fengið ómetan- lega reynslu í að vinna með konum í að fylgja eftir sínum draumum og þrám,“ segir Sigrún brosandi. Ársfrí í sjálfsleit Sigrún Lilja er nýlega komin úr árs- fríi þar sem hún vann í sjálfri sér og sínum málum, sem hún talaði um í persónulegu forsíðuviðtali Séð og Heyrt í lok árs 2016. „Eftir að hafa tekið mér árshlé til að vinna í sjálfri mér og mínu, til að geta boðið upp á enn betri námskeið, hef ég nú þróað nýtt og spennandi „retreat“ fyrir konur sem byggir á fyrri reynslu, en stefnan er að sjálfsögðu alltaf að nýta reynsluna til að bæta sig fyrir komandi verkefni,“ segir Sigrún. Lúxusferð fyrir allar konur Því hefur hún sett saman Exclusi- ve Empower Women's Retreat sem fram fer á einu af stærstu og glæsilegustu skemmtiferðaskipum í heimi á Karíbahafinu í haust. Lúxus og dekur verður haft í fyrirrúmi á meðan þátttakendur, sem eru eins og nafnið gefur til kynna konur, byggja upp sjálfstraust til að fylgja sínum draumum til fulls, mynda sér stefnu og hanna sitt draumalíf. Siglt verður til Haítí, Jamaíku og Mexíkó á þessu glæsilega skipi en allur matur er innifalinn um borð sem Sigrún lýsir sem engu slori. Það eru fjölmargir veitingastaðir um borð, Starbucks-kaffihús, ísbarir og bistro. Ferðin verður vel skipulögð og munu þátttakendur njóta alls hins besta um borð. Má þar nefna veggjaklifur, kennslu og prufu á brimbretti og að skauta svo fátt eitt sé nefnt. Það eru 20 sundlaugar um borð ásamt Broad- way-sýningum á heimsmælikvarða. Á áfangastöðunum bíður svo VIP-meðferð kvennanna þar sem þær verða leiddar um staðinn og fá að njóta brots af því besta á hverjum stað fyrir sig. Aðspurð hvort svona ferð sé ekki dýr svarar Sigrún að reynt verði að halda verðinu sanngjörnu ásamt því að hægt verði að skipta niður greiðsl- um. „Mig langar að hafa þetta á færi sem flestra. Því þörfin er mikil fyrir svona ferð. Það verða líka mismunandi herbergi í boði og verð eftir því. Ég hef líka ákveðið að bjóða upp á mjög góðan afslátt við forpöntun þegar sala á ferðum hefst, sá afsláttur verður í boði í nokkra daga.“ Það er því um að gera fyrir konur að fylgjast vel með á Face- booksíðu ferðarinnar eða á Snapchat Sigrúnar til að geta nýtt sér afsláttinn. „Konur eiga að setja sjálfar sig í fyrsta sætið“ „Vinna í okkur sjálfum vill oft gleymast í amstri dagsins, svo líða dagar, vikur, mánuðir og ár og ekkert hefur breyst. Oft og tíðum, og þá sérstak- lega hjá konum, fara að koma fram svokölluð „burnout“-einkenni, sem ég þekki því miður mjög vel,“ segir Sigrún. „En að hafa farið í gegnum það sjálf og lært að vinna mig upp úr því og aftur inn í kraftinn minn hefur auðvitað verið mér dýrmætur lærdómur sem mun nú mögulega nýtast öðrum konum. Hvort sem það er til að fyrirbyggja að þetta gerist eða vinna sig upp úr því.“ Sigrún segir það geta tekið mánuði og jafnvel nokkur ár ef HÉR MÁ NJÓTA LÍFSINS Sól, strönd, sjór, hér má svo sannarlega njóta sín við sjálfsskoðun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.