Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Qupperneq 37
SKAPAÐU ÞITT DRAUMALÍF
Í KARÍbAHAFINU
ekki er unnið markvisst
í því að vinna sig upp úr
„burnout-i“. Einkennin eru
margvísleg en oft lýsa þau
sér í örmögnun með þeim
hætti að orkan einfaldlega
hverfur og úthaldið með.
Manneskja sem kannski
var vön að geta unnið
auðveldlega 10–12 tíma
á dag kemst varla fram
úr rúminu, og vinna í tvo
tíma er jafnvel virkilegt
átak. „Það er í raun skelfi-
legt að lenda í slíku en
það er hægt að komast
upp úr því og komast hjá
því líka með því að setja
sjálfa sig í fyrsta sætið,
sem vill gjarnan gleymast hjá okkur
konum.“
byggir á eigin reynslu
Sigrún segir að konur séu oft höf-
uðið, herðarnar og allt annað á sín-
um heimilum auk þess sem þær séu
margar hverjar að vinna gríðarlega
mikið. „Kröfurnar sem við gerum
til okkar eru ekki eðlilegar og þess
vegna er „burnout“ svo algengt á
meðal kvenna, því miður.“
Eftir eigin reynslu hefur hún
útbúið prógramm sem hún vill nú
miðla til annarra kvenna, bæði
þeirra sem standa í sömu sporum
og hún var fyrir ári og þeirra sem
eru að bugast undan skyldum
hversdagsins. „Í gegnum mína
uppbyggingu úr „burnout-i“ þurfti
ég að byrja algjörlega á byrjuninni,
hver dagur var áskorun en ég bjó
mér til prógramm til að vinna mig
upp. Það prógramm getur nýst
bæði konum sem eru með merki
um örmögnun og líka þeim sem
vilja ná tökum á lífi sínu; sameina
áhugamál, vinnu og svo auðvitað
framtíðaráform, en samt
án þess að vinna sig í kaf.
Það þarf að vera jafnvægi á þessu
og með réttum tækjum og tólum er
hægt að ná því,“ segir Sigrún.
„Lífið á að vera gefandi, ekki átök“
„Lífið þarf ekki að vera átök og tekið
á hörkunni, og það á ekki að vera
það. Lífið á að vera gaman, gefandi
og hamingjuríkt á hverjum degi.
Maður á að finna til tilhlökkunar
þegar maður vaknar á hverjum
morgni, ef svo er ekki þá þarf að
breyta einhverju,“ segir Sigrún
og brosir. „Og á þessu námskeiði
munum við gera breytingar til
betra og hamingjuríkara lífs, bæði í
smáum og stórum skrefum. Hverjar
breytingarnar eru er mismun-
andi hjá hverri og einni konu. En
sjálfsvinnan sem við förum í verður
gríðarleg.“
En ferðin verður ekki bara sjálfs-
vinna, konurnar munu einnig hafa
nægan tíma til að slaka á og njóta
sólarinnar og hugsa um það sem
farið verður yfir. „Þetta
verður mikið andlegt
ferðalag fyrir alla þátt-
takendur og gríðar-
lega gefandi. Við för-
um djúpt í hvað konur
raunverulega langar
að fá í lífinu, hver og
ein fær það upp á
yfirborðið hjá sér með
ákveðinni tækni sem
ég hef notað lengi.
Konurnar munu svo
búa til markmið og
plön, tæki og tól
til að fylgja þessu
eftir þegar heim er
komið,“ segir Sigrún
sem bíður spennt
eftir að miðla af sinni
reynslu til kvenna í haust. „Settu
sjálfa þig í fyrsta sætið! Því þú átt
það skilið.“
Dagsetningar og áfangastaðir
fyrir þetta spennandi námskeið,
Exclusive Empower Women's Retr-
eat, sem haldið verður í Karabíska
hafinu í haust verður tilkynnt um
mjög fljótlega en áhugasömum
konum er bent á að fylgjast með á
Facebook síðunni og á snapchat.
GYÐJAN NÝTUR LÍFSINS
Sigrún naut þess í botn að vera á Balí og
býður nú öðrum konum kost á því sama.
FAGURT FLEY
Um borð í þessu
skipi er allt sem
hugurinn og líkaminn
þurfa á að halda.