Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Side 45
Helgarblað 12.–15. maí 2017 KYNNINGARBLAÐ Brot af því besta 7
Gæði án viðhalds
Primo gluggar og hurðir
Plastgluggar, álplastgluggar, áltrégluggar og hurðir úr sama efni frá danska fram-
leiðandanum Primo hafa reynst
afar vel hér á landi. Þetta eru allt
viðhaldsfríir gluggar og hurðir sem
þola afskaplega vel íslenska veðr-
áttu. Átrégluggar eru áhugaverð-
ur kostur fyrir þá sem vilja hafa
náttúrulegt efni án þeirra ókosta
sem fylgja veðrun þess:
„Áltrégluggarnir okkar eru líka
viðhaldsfríir vegna þess að eftir
uppsetningu þeirra snýr hvergi tré
að útilofti. Það er því engin veðrun
á tré því það er allt að innanverðu,
en allt sem snýr að veðurkápu og
einangrun er úr áli og PVC,“ segir
Jóhann Freyr Jóhannsson, eig-
andi og framkvæmdastjóri Orgus
ehf., sem flytur inn Primo glugg-
ana og hurðirnar.
„Plastgluggarnir eru mjög
vinsælir enda frábær lausn fyrir
þá sem vilja sleppa við alla máln-
ingarvinnu. Sumir kjósa að hafa
gluggana í öðrum lit en hvítum og
með aðra áferð en plast á ytra
byrði glugganna, og þar koma
álplastgluggarnir sterkir inn enda
fást þeir í mörgum litum,“ segir
Jóhann jafnframt og víkur síðan
að því hve vel gluggarnir standast
veðráttuna á Íslandi:
„Það er komin 16 ára reynsla af
þessum gluggum í Vestmannaeyj-
um og ef það er einhvers staðar
slagveðursrigning þá er það þar.
Þar hafa gluggarnir reynst afar
vel, í íslensku veðurfari eins og það
gerist verst.“
Danska fyrirtækið Primo
var stofnað árið 1959 og hef-
ur margra áratuga reynslu af
hönnun glugga og hurða: „Það er
dönsk framleiðsla á prófílunum
og gluggunum. Keppst er við að
ná fram skandinavísku útliti með
grönnum og penum prófílum, en
þetta útlit er talið mjög eftir-
sóknarvert,“ segir Jóhann.
Primo gluggar og hurðir henta
fyrir heimili, hótel, iðnaðarhúsnæði
og raunar hvar sem er, að sögn
Jóhanns: „Við erum til dæmis með
verslunarfront hérna sem er úr
þessu, sem fólk getur séð þegar
það kemur til okkar.“ Orgus ehf. var
stofnað árið 1999 en auk glugga
og hurða frá Primo sinnir fyrirtæk-
ið meðal annars innflutningi á og
framleiðslu úr DuPont™ Corian®
en það er gegnheilt steinefni sem
notað er í borðplötur í innréttingar
fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.
Orgus ehf. er vaxandi fyrir-
tæki og að sögn Jóhanns aukast
umsvifin jafnt og þétt. Orgus er til
húsa að Axarhöfða 18, 110 Reykja-
vík. Opið er virka daga frá kl. 8.30
til 17.00. Símanúmer er 544-4422.
Nánari upplýsingar eru á heima-
síðunni www.orgus.is.