Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Síða 46
Helgarblað 12.–15. maí 2017KYNNINGARBLAÐ8 Brot af því besta Afi minn stofnaði fyrir-tækið þann 7. júlí árið 1947, var fyrstu tvö árin til húsa að Barónsstíg en fluttist síðan niður á Laugaveg og var þar þar á tveimur stöðum fram til ársins 1985. Foreldrar mínir, Björn Árni Ágústsson og Þuríður Magnúsdóttir, voru þá komin inn í reksturinn en þau keyptu sig inn í reksturinn árið 1977. Árið 1985 voru komin drög að Kringlunni sem var síðan formlega opnuð tveimur árum síðar. Pabbi tók aldrei annað í mál en að flytja þangað og eftir nokkrar fortölur tókst honum að telja afa hughvarf. Pabbi vissi að þetta var framtíðin. Í millitíðinni var fyrirtækið staðsett á Lang- holtsvegi, 1985–1987.“ Þetta segir Unnur Eir Björns- dóttir hjá Meba sem í dag er með verslun í Kringlunni og Smáralind og státar af merkilegri 70 ára sögu. Fyrirtækið hét í upphafi Magnús E. Baldvinsson – Úr og skartgripir en við flutninginn í Kringluna var tekið upp nafnið Meba en það var sett saman úr nöfnum þáverandi að- aleigenda, afa og föður Unnar, þeirra Magnúsar Baldvinssonar og Björns Árna. „Þeir töldu að nafnið þyrfti að vera stutt og laggott eftir að verslunin var komin inn í stóra verslunarmiðstöð,“ segir Unnur. Nafnið breyttist hins vegar í Meba/Rhodium all- mörgum árum síðar, forsagan er þessi: „Við opnuðum Rhodium 1998 þegar Borgarkringlan var að sameinast Kringlunni, en hún var ætluð meira fyrir yngra fólk. Á þeim árum héldum við að Kringlan og Borgarkringlan myndu skiptast hvor í sinn hlutann. Síðan rann þetta saman og því ákváðum við núna um áramótin að sameina verslan- irnar þannig að núna erum við aftur komin í gamla góða Meba. Rhodium hefur samein- ast okkur hérna niðri og verslunin í Smáralind heitir Meba.“ Afmælishátíð verður hins vegar haldin í júlí, í stofn- mánuði fyrirtækisins. Sömu áherslurnar í 70 ár Meba hefur alltaf kapp- kostað að veita góða þjónustu og selja eingöngu gæða- vörur. „Við erum með mikið úrval af úrum og skartgripum á breiðu verðbili. Okkar megináherslur eru góð þjónusta og gæðavörur og við kappkostum að viðhalda þeim. Þegar fólk verslar hér veit það að það er að kaupa hluti sem eru í ábyrgð og hafa til að bera gæði,“ segir Unnur. Á verkstæði okkar eru gullsmiðir, úrsmiðir og áletr- unarþjónusta og reynum við að fullnægja óskum viðskiptavina okkar sem best við getum. Meba er fyrirtækið sem hefur lifað af hinar ýmsu sveiflur í efna- hagslífinu og miklar þjóðfélags- breytingar í 70 ár. Sannkallað fjöl- skyldu- og ættarfyrirtæki – sem hefur aldrei skipt um kennitölu. Til gamans er hér samantekt um staðsetningar fyrirtækisins í gegnum árin: 1947–1949 Baróns- stígur, 1949–1975 Laugavegur 12, 1975–1985 Laugavegur 8, 1985–1987 Langholtsvegur 111, 1987 til dagsins í dag; Kringlan og 2001 til dagsins í dag, einnig í Smáralind. Meba fagnar 70 ára afmæli Megináhersla á góða þjónustu og gæði Fallegt úrval skartgripa, en hér má sjá hringa eftir Evu. Mikið og vandað úr- val úra. Hér má smá Raymond dömuúr. Verslun Meba Magnús E. Baldvinsson á Laugavegi. Unnur Eir að störf- um. Meba Smáralind Meba Kringlunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.