Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Qupperneq 62
42 menning Helgarblað 12.–15. maí 2017 Allt sem þú vildir vita um Feneyjatví- æringinn en þorðir ekki að spyrja um Þekktasta myndlistarhátíð heims hefst í Feneyjum á laugardag Hvað er Feneyjatvíæringur? La Biennale de Venezia, eða Feneyjatvíæringurinn, er ein elsta, stærsta og þekktasta nútímalistahátíð heims. Hún var haldin í fyrsta skipti árið 1895 með það fyrir augum að draga listunnendur til Feneyja og sýna þeim að borgin væri enn lif- andi og blómleg listamiðstöð. Sýningin gekk vel og var því ákveðið að halda hana framvegis, eins og nafnið gefur til kynna, á tveggja ára fresti. Hátíðin í ár er sú fimmtugasta og sjöunda og stendur hún yfir frá 13. maí til 11. nóvember. Í upphafi var aðeins haldin ein alþjóðleg sýning í kastalagarði borgarinnar, Giardini, en fljótlega var farið að bjóða einstaka þjóðum að senda fulltrúa sína til að taka þátt í hátíðinni. Á fyrsta áratug 20. aldarinnar hófu nokkrar þátttökuþjóðir að byggja sérstaka sýningarskála til að sýna list frá eigin landi við hlið aðalhátíðarinnar. Í dag eru fjölmargir slíkir sýningarskálar merktir tilteknum þjóðríkjum á sýningarsvæði hátíðarinnar. Þjóðir sem eiga ekki slíka skála en vilja engu að síður taka þátt í hátíðinni finna sér sýningarhúsnæði víðs vegar um borgina. Í ár eru 87 þjóðir sem senda fulltrúa sína á hátíðina en nokkrir skálanna eru samstarfsver- kefni fleiri en eins ríkis. Í seinni tíð hefur fjöldi sýninga sem fer meðfram alþjóðlegu aðalsýningunni og þjóðarsýningunum aukist gríðarlega og nú verður ekki þverfótað fyrir fjölbreyttum listasýningum í borginni yfir sýningartímann. Þegar allt er talið saman fara fram hundruð sýninga í Feneyjum á og meðfram tvíæringn- um, mörg hundruð listamenn sýna verk sín og hundruð þúsunda gesta heimsækja borgina gagngert til að virða listaverkin fyrir sér. Af hverju er talað um hátíðina sem Ólympíuleika í listum? Hátíðinni hefur oft verið líkt við Ólympíuleikana í myndlist enda er hún eina stóra myndlistarhátíðin þar sem þjóðir velja sér fulltrúa sem gerir list fyrir hönd landsins og einn þeirra fer með verðlaun heim með sér. Fimm manna dómnefnd sem valin er af sýningarstjóra hátíðarinnar veitir nokkrum listamönnum verðlaun strax á opnunarathöfninni. Gullljónið er veitt fyrir besta þjóðarskálann og besta listamanninn í alþjóðlegu aðalsýningunni. Silfurljónið er veitt einum listamanni undir fertugu sem tekur þátt í aðalsýningunni, auk þess sem einn listamaður hlýtur heiðursviðurkenningu hátíðarinnar, en í ár er það bandaríska listakonan Carolee Schneemann. Hvað er aðalsýning Feneyjatvíæringsins í ár? Alþjóðlega sýningin í ár nefnist „Viva Arte Viva“ og fer fram á báðum aðalsýningarsvæðum hátíðarinnar, kastalagarðin- um Giardini og gamla vopnabúrinu Arsenale. Sýningunni verður stýrt af Christine Macel, safnstjóra nútímalistadeildar Pompidou-safnsins í París. Hún hefur sagt að sýningin muni fjalla um listina og hlutverk listamannsins í dag. Hún sé hönnuð með listamönnun- um, fyrir listamennina og af listamönnunum. Sýningunni verður skipt upp í níu skála, eða „kafla“, og mun hver þeirra snúast um ákveðin þemu, þarna verður skáli gleði og ótta, skáli jarðarinnar, skáli tíma og eilífðar og svo framvegis. Meðal þeirra 120 listamanna sem eiga verk á sýningunni er Ólafur Elíasson sem mun setja upp vinnustofu og skapa vettvang fyrir innflytjendur til að búa til hluti, meðal annars sérstaka lampa úr endurunnum efnum. Aðrir þekktir eða efni- legir listamenn sem munu eiga verk á sýningunni eru meðal annars Bas Jan Ader, Franz West, Rachel Rose, Dawn Kasper og Kader Attia, Philippe Parreno, Anri Sala, Edi Rama, Frances Stark, Alicja Kwade, Kiki Smith og kvikmyndagerðarmaður- inn John Waters. Hvenær sendi Ísland fulltrúa í fyrsta skipti? Ísland tók fyrst þátt árið 1960 en þá fóru Jóhannes Sveinsson Kjarval og Ásmundur Sveinsson og sýndu fyrir hönd Íslands. Það var ekki fyrr en tólf árum seinna sem Íslendingar sendu aftur fulltrúa þegar Svavar Guðnason og Þorvaldur Skúlason sýndu. Sigurður Guðmundsson sýndi á Feneyjatvíær- ingum áranna 1976 og 1978 en í hvorugt skipti sem opinber fulltrúi fyrir Íslands hönd. Síðan þá hafa eftirfarandi listamenn sýnt á hátíðinni sem opinberir fulltrúar Íslands: Magnús Pálsson (1980), Jón Gunnar Árnason, Kristján Guðmundsson (1982), Kristján Davíðsson (1984) Erró (1986) Gunnar Örn (1988), Helgi Þorgils Friðjónsson (1990), Birgir Andrésson (1995), Steina Vasulka (1997), Sigurður Árni Sigurðsson (1999), Finnbogi Pétursson (2001), Rúrí (2003), Gabríela Friðriksdóttir (2005), Steingrímur Eyfjörð (2007), Ragnar Kjartansson (2009), Libia Castro og Ólafur Ólafsson (2011), Katrín Sigurðar- dóttir (2013) og Christoph Büchel (2015).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.