Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Side 64
44 menning Helgarblað 12.–15. maí 2017 Hver tekur þátt fyrir hönd Íslands í ár? Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson sýnir í þjóðar- skála Íslands í ár. Hin þýska Stephanie Böttcher, sem er safnstjóri listasafnsins Kunsthalle Mainz, verður sýningarstjóri íslenska skálans. Verkefni Egils var valið úr tuttugu og níu tillögum sem sendar voru til Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar í vor, en þrjár þeirra komust í aðra umferð þar sem þær voru unnar áfram. Að lokum var verkefni Egils og Stephanie valið til þátttöku. Egill hefur reyndar lýst því yfir að það verði ekki hann sjálfur heldur tröllin Ūgh og Bõögâr sem muni skapa listaverk og sýna í íslenska skálanum. Hver er Egill Sæbjörnsson? Egill Sæbjörnsson er fæddur árið 1973 í Reykjavík, byrjaði að sýna list sína opinberlega á fyrri hluta tíunda áratugarins. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann og háskólann í París – St.Denis. Frá árinu 1998 hefur hann verið búsettur í Berlín en haldið einkasýningar og sýnt verk sín víða um heim. Egill hefur fengist við myndlist, gjörningalist og gert myndbandsinnsetningar, auk þess að njóta töluverðra vinsælda fyrir tónlist sína, sem hefur toppað íslenska vinsældalista og fengið góða spilun erlendis. Það sem einkennir listaverk Egils er oftar en ekki mikill leikur og spaugsöm uppátektarsemi, þar sem hinum ólíkum miðlum er blandað saman til að búa til líf og skemmtun í annars líflaus- um hlutum. Hvað ætlar Egill Sæbjörnsson að sýna í Feneyjum? Egill hefur lýst því yfir að það verði ekki hann sjálfur heldur tvær þrjátíu og sex metra háar tröllskessur, Ūgh og Bõögâr, sem muni skapa listaverk og sýna í íslenska skálanum sem verður staðsettur í Spazio Punch á eyjunni Giudecca, syðst í borginni. Sýningin nefnist Out of controll og gefur orðaleikurinn einmitt til kynna að það séu tröllin sem sitji nú við stjórnvölinn. Með þessu má segja að Egill haldi áfram með þá óformlegu hefð að fulltrúar Íslands fáist á einn eða annan hátt við íslenska þjóðarímynd, náttúru eða menningararf. Skálinn verður ekki opnaður fyrr en á laugardag en samkvæmt nýlegri tilkynningu munu tröllin meðal annars gefa út 13 laga plötu, gera ilmvatn sem er unnið í samvinnu við ilmvatnsgerðarmanninn Geza Schön, hanna fata- línu í samstarfi við fatahönnuðinn Eygló, auk þess sem þau munu sýna hina ýmsu skúlptúra, bæði stóra og smáa og úr ýmsum efnum, í skálanum. Undanfarnar vikur hafa tröllin verið sérstaklega virk á internetinu og nýtt sér samfélagsmiðla til að skrásetja sköpun sína. Þau eru bæði með Facebook- og Instagram-reikninga, þau hafa birst í internetbók með teikningum Egils Sæbjörnssonar, í stuttum myndbrotum á Youtube, þar sem þau eru teiknuð inn á myndbönd frá Feneyjum, þau hafa gefið út lag á Soundcloud, birst á barmmerkjum og taupokum, og þá hafa þau stofnað Karolina fund-síðu til að safna fyrir ilmvatnsgerðinni. Hvað annað er þess virði að sjá á Feneyjatvíæringnum í ár? Það eru hundruð ólíkra sýninga sem fara fram í Feneyjum á sýningartímanum og mörg hundruð listamenn sem taka þátt. Það fer því allt eftir smekk hvers og eins. Góð leið til að finna það áhugaverða er að spyrja sérfræðingana. Listafréttasíðan Artnet nefnir til dæmis breska skálann, þar sem hin 73 ára listakona Phyllida Barlow sýnir, þýska skálann þar sem hin rísandi stjarna Anne Imhof sýnir, japanska skálann þar sem Takahiro Iwasaki sýnir verkið „Turned upside down, It‘s a forest,“ svissenska skálann þar sem sýnd eru verk eftir Teresa Hubbard, Alexander Birchler, and Carol Bove, ítalska skálann sem er stýrt af sýningarstjóranum Cecilia Alemani, skála Sameinuðu arabísku furstadæmanna, sem er stýrt af Hammad Nasar og nígeríska skálann – en þetta er í fyrsta skipti sem landið tekur þátt í hátíðinni. Í sinni úttekt nefnir The Art Newspaper meðal annars bandaríska skálann þar sem verk Marks Bradford, „Tomorrow is another day“, verður sýnt, franska skálann þar sem Xavier Veilhan sýnir, íraska skálann þar sem nútímalistaverk verða sett við hlið ævafornra íraskra menningarminja, rúmenska skálann þar sem hin 91 árs gamla Geta Bratescu sýnir gömul og ný verk, taívanska skálann þar sem sýndar verða heimildir um gjörningaverk Teching Hsieh, tyrkneska skálann þar sem sýnd veða verk eftir Cevdet Erek og sýrlenska skálann þar sem áhersla er lögð á hina fornu borg Palmyra sem liðsmenn ISIS hafa lagt í rúst á undanförnum árum. Sú hliðarsýning sem er strax orðin hvað umtöluðust er sýningin Treasure from the wreck Incredible, nýjasta sýning eins þekktasta listamanns heims, Bretans Damien Hirst. Í sýningunni, sem fer fram í Palazzo Grassi, er uppdiktaður ævintýraheimur og sýndar eru „fornar“ styttur og listaverk sem sögð eru hafa legið á hafsbotni í þúsundir ára. Meðal annars 18 metra há stytta af hauslausum demón. Sýningin fær ýmist fullt hús stiga eða er gjörsamlega slátrað af gagnrýnendum. Að lokum má benda á að myndlistar- og gjörningalistamaðurinn Styrmir Örn Guðmundsson mun koma fram í litháska skálanum á föstudag, en það er þó listamaðurinn Žilvinas Landzbergas sem er fulltrúi Litháen. Styrmir kveðst ætla að standa fyrir rappgjörningnum „What Am I Doing With My Life?“ með aðstoð Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur, Indriða Arnar Ingólfssonar og JokŪbas Ūižikas.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.