Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 20
20 umræða Helgarblað 26. maí 2017 Þ egar rætt er um hvort velja skuli opinberan rekstur eða einkarekstur þá er al- gengt að umræðan litist af einhvers konar pólitískum trúarbrögðum – menn lengst til hægri hafa fyrir testament eða hug- sjón að flest skuli einkavætt, en lengst úti á vinstri kantinum eru margir sem trúa á ríkisrekstur eða þjóðnýtingu á nær öllum sviðum. Oft heyrir maður reiðilegar raddir sem tala af mikilli hneykslan um að hinir og þessir eigi ekki að fá að græða á einhverju, til að mynda veikindum fólks, á meðan hin lógíska spurning hlýtur að snúast um það hvaða rekstrarform kemur best út þegar á heildina er litið. Einhvern tímann ekki fyrir löngu var því hreyft í umræðum hér á landi um skort á hreinlætis- aðstöðu á vinsælum ferðamanna- stöðum hvort rétt væri að fela einkaaðilum að sjá um slíkt, og þá reis upp töluverður kór fólks sem fannst fráleitt að tilteknir einstak- lingar færu að græða á kömrum. En þá var mér hugsað til þess að einhver best lukkaða einkavæðing sem maður hefur upplifað snýst einmitt nákvæmlega um þannig mál. En ég man að þegar maður í gamla daga bjó í Kaupmannahöfn þá var eitt af því sem manni bar að forðast að fara á almennings- salerni eins og á aðaljárnbrautar- stöðinni; Hovedbanegården. Því að í fyrsta lagi var þar slíkur sóða- skapur að ekki var hægt að afbera hann, og svo var hitt að þannig staði höfðu dópistar og dópsalar gert að sínum, og það gerðist reglu- lega að menn komu þar að dauðum óverdósuðum heróínistum. Og sama gilti um aðrar brautarstöðvar og sambærilega staði í Danmörku, Svíþjóð og þar sem maður kom t.d. í Norður-Þýskalandi. Núorðið er þetta víða gjörbreytt; þær nauðsyn- legu stofnanir almenningssalerni á brautarstöðvum hafa t.d. í Þýska- landi flestar verið einkavæddar; fyrirtæki sem heita nöfnum eins og Mc Clean hafa tekið þau pláss yfir, maður borgar að vísu eitthvað eins og hálfa evru en fær fyrir vikið upp- lýsta og tandurhreina og vaktaða þannig staði, sem minna helst á hafnarkamrana í Reykjavík þegar Eftirlitsmaðurinn hafði tekið yfir rekstur þeirra, eins og segir frá í Brekkukotsannál. Austurþýsku sjoppurnar Auðvitað er það sumt sem jafn- vel strangtrúuðustu sósíalistum dettur ekki í hug að hafa í opin- berum rekstri, mætti þar til dæmis nefna leigubíla eða sjoppur. Þó minnist ég umræðu sem kom upp í tíð hins þá óvænta og skammlífa vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur 1978–82. Þá var verið að byggja biðstöð strætisvagnanna við Hlemm, og einhvern veginn sjálfgefið að einhverjum yrði þar falinn sjoppurekstur. En Alþýðu- bandalagsfólk í borgarstjórninni fór að verða tortryggið á þannig einkarekstur, að einhver sjoppu- kaupmaður ætti að græða á því að selja strætófarþegum öl, dag- blöð og sælgæti, og talað var um að borgarstjórn sjálf hefði þann rekstur á hendi, og fengi fyrir vikið þann hagnað sem slíkt gæti skilað. Manni koma í hug hinar dapurlegu sjoppur sem opinber yfirvöld ráku í Austur-Berlín á DDR-tímanum, og hafa sem betur fer verið friðað- ar sumar sem safn-sýningargripir. Sjálfur aðhyllist ég jafnaðar- mennsku eða sósíaldemókratisma sem er ákaflega skýr stjórnmála- stefna og hefur reynst vel, og geng- ur út á að afl kapítalismans sé notað til að drífa áfram framleiðsluna og efnahagslífið en að sköttum og ríki sé beitt til að jafna út stöðu þegn- anna og tryggja öllum grunnþarfir Einkarekstur og Kerfið Kostir og gallar Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Hovedbanegården „Það gerðist reglulega að menn komu þar að dauðum óverdósuðum heróínistum.“ Tony Blair „Sá um margt ágæti stjórnmálamaður hefur sumpart að ósekju fengið verri eftirmæli en efni standa til.“ „En Alþýðubanda­ lagsfólk í borgar­ stjórninni fór að verða tortryggið á þannig einkarekstur, að einhver sjoppukaupmaður ætti að græða á því að selja strætófarþegum öl, dag­ blöð og sælgæti, og talað var um að borgarstjórn sjálf hefði þann rekstur á hendi, og fengi fyrir vikið þann hagnað sem slíkt gæti skilað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.