Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 32
Fædd og uppalin? Fædd í Reykjavík og uppeldisárin í Breiðholti, Ósló og með vinum í FRAM í Safamýr- inni mótuðu mann. Mér Finnst gaMan að … vera í góðum félagsskap úti á golfvelli eða á góðu felli/fjalli. síðasta kvöldMáltíðin: Sushi-ið frá Mr. Hai í Berlín. Dagur Sig og Ingibjörg kona hans komu okkur á bragðið. Hélt ég félli í yfirlið við hvern bita. Brennd eða graFin? Brennd, minna pláss, ekkert ormaát takk. Forn- leifafræðingarnir verða að finna önnur bein en mín í framtíðinni. Hvað gerirðu Milli kl. 17–19? Horfi yfir Hádegismóa úr útsendingarhljóðveri K100 og klára vinnudaginn með Hvata í útsendingu kl. 16–18 áður en ég held heim. saMFélagsMiðlar eða dagBlöðin? Hvort tveggja. Hvað ertu Með í vinstri vasanuM? Er ekki með vasa, en væru þeir til staðar þá væri glossið klárlega þar. Bjór eða Hvítvín? Stundum bjór og stundum hvítvín. Hvort tveggja þarf þó að vera ískalt þegar ég renni því niður. Hver stjórnar Fjarstýr- ingunni á þínu HeiMili? Ef ekki húsbóndinn þá krakkarnir. Er frekar léleg í sjónvarpsáhorfinu nema þegar kemur að fréttum og fréttatengd- um þáttum. Hvernig var Fyrsti koss- inn? Ekki það eftirminnilegur að hann rati á prent. Hver væri titill ævisögu þinnar? Fyrirmyndin og villingur- inn. Hver er drauMaBíllinn? Mercedes Benz-jeppi sennilega. Annars væri ég mest til í svona dróna- bíl sem Airbus kynnti fyrir skömmu. Fyrsta starFið? Fyrsta alvöru starfið var hjá Sóma. Byrjuðum um miðjar nætur að smyrja og taka utan af eggjum. Systir mín var að vinna þar og reddaði mér vinnu. Annars var það sjoppustarf í Breiðholtskjöri í gegnum mömmu og humarvinnsla. Byrjaði svo í fyrsta fjölmiðlastarfinu samhliða fjölmiðlabraut í Fjölbraut í Breiðholti. Þá að skrifa um íþróttir í Sportlífi sem var og hét, síðar sem sumarstarfsmað- ur á Pressunni sálugu hjá Karli Th. Birgissyni. Fallegasti staður á landinu? Það er ólýsanlega fallegt að fá 360 gráðu sýn frá golfvellinum á Seltjarnarnesi á góðu sumarkvöldi. En ef ég fer út fyrir höfuðborgina þá gleymist seint sú sýn þegar Þórsmörk tekur á móti manni í heiðskíru veðri eftir göngu af Fimmvörðuhálsi eða fjöllin þar í kring. Allir sem geta farið þessar leiðir ættu að veita sér þá upp- lifun. Eins er mér minnisstætt er ég flaug í þyrlu yfir Vestmannaeyjar. Allir litir náttúrunnar – þvílíkt undur. Svo ég tali nú ekki um fólkið sem þar býr. Hvaða oFurkraFt værir þú til í að vera Með? Að taka Jane á móti Tarzan í einn dag eða breyta fýlupúkum í gleðigjafa. gist í FangakleFa? Nei. sturta eða Bað? Sturta. Nýti þetta baðkar mitt tvisvar á ári. HúðFlúr eða ekki? Aldrei fundið þörfina en finnst það töff á flottum týpum. Hvaða leynda HæFileika HeFur þú? Ég get glatt börn með því að leika eftir apa. Hvað Fékk þig til að tár- ast síðast? Ég tárast yfir mörgu. Nú síðast í fimmtugsafmæli vinkonu minnar þar sem Gunnar Þórðarson flutti sjálfur lagið Vetrarsól ásamt syni sínum. Í fyrsta lagi svo þakklát að upp- lifa stundina og svo, þú veist textinn og þetta fallega lag. FyrirMynd í líFinu? Vigdís Finnbogadóttir er og verður alltaf fyrirmynd. Annars lít ég mest til lifandi fyrirmynda sem maður ber gæfu til að umgangast, kynnast og læra af. Jafnt karlmenn sem konur. Hvaða sögu segja For- eldrar þínir endurtekið aF þér? Þegar ég var í frekjukasti og fékk ekki mínu framgengt um 6–7 ára aldur- inn. Þá var ég að öskra úr mér lungun af reiði og náði í band og batt mig við eldhússtólinn vel og rækilega og sagðist aldrei ætla að losa mig. Það er til mynd af mér þar sem ég sit enn nokkrum stundum síðar í bikini-inu og með útgrátið andlit en enn í þrjóskukasti. Þetta er sagan af þrjósku minni og stjörnumerki, ég er sem sé hrútur. ertu Haldin sjúklegri Hræðslu varðandi eittHvað? Alveg laus við það. Hver er Besta ákvörðun seM þú HeFur tekið? Allar þær ákvarðanir þar sem ég hef notað eigið hyggjuvit, þær tel ég bestar er ég lít til baka. Furðulegasti Matur seM þú HeFur Borðað? Tunga og auga úr sviðum og pungur af alíslenskum hrút. Hvað er neyðarlegasta atvik seM þú HeFur lent í? Svo margt. En ég man enn vel hve neyðarlegt það var að þurfa að fara með mömmu til búðareiganda, sex eða sjö ára, og skila svona Jell-o-hlaupdufti sem ég hafði stolið með því að renna því inn undir joggingbuxurnar. Það voru fleiri sekir, en ég man að það þurftu ekki allir að skila skömminni. klukkan Hvað Ferðu á Fætur? Upp úr 7. leigirðu eða áttu? Á. Hvaða Bók er á nátt- Borðinu? Norðurslóðasókn eftir Heiðar Guðjónsson – er að klárast. Með HverjuM líFs eða liðn- uM Myndir þú vilja verja einni kvöldstund? Ég myndi vilja eiga eina góða gæðakvöldstund með Vigdísi. Hver er Fyrsta endur- Minning þín? Þegar ég festi mig við stólinn í frekjukastinu! líFsMottó? Don't take life too seriously … It's not líke you're going to get out alive. uppáHaldsútvarpsMað- ur/-stöð? Allt staffið á K100 að sjálfsögðu! uppáHaldsMatur/-drykk- ur? Gott grill heima á sunnudögum. uppáHaldstónlistar- Maður/-HljóMsveit? Alicia Keys enn í miklu uppáhaldi eftir tónleika með henni. Þori ekki að byrja á íslensku senunni þá móðga ég einhvern. uppáHaldskvikMynd/- sjónvarpsþættir? Ég man þig! Myndin ekki síðri en bókin hennar Yrsu. Annars hafa mér þótt þessir íslensku þættir hafa virkað vel. Það er allavega verið að framleiða heilan helling. uppáHaldsBók? Síðasta bók Åsne Seierstad, Einn af okkur, fannst mér mjög merkileg. uppáHaldsstjórnMála- Maður? Allir sem sýna staðfestu, fylgja sínum hugðarefnum og vinna vel. Hulda Bjarnadóttir er forstöðumaður þróunar- sviðs Árvakurs. Hulda hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri Alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands og FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu. Hulda hefur einnig víðtæka reynslu úr fjölmiðlum og næstu mánaðamót mun hún snúa aftur í útvarp á K100 með nýjan síðdegisþátt, ásamt Sighvati „Hvata“ Jónssyni. Hulda svarar spurningum vikunnar. Til í að breyTa fýlupúkum í gleðigjafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.