Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 37
Skúrkurinn Upphaflega var hlutverk glæpamannsins skrifað fyrir karlmann, en það var umskrifað eftir að hin gullfallega og hæfileika- ríka Priyanka Chopra (fædd 18. júlí 1982) fékk hlutverkið. Chopra er þekktasta og hæstlaunaða leikkona Indlands og hlutverk hennar í Bollywood-kvikmyndum fjölmörg. Hún var valin Ungfrú Heimur árið 2000, er mikill mannúðarsinni og hefur starfað fyrir UNICEF í fjölda ára. Hún hefur gefið út þrjú lög og árið 2015 var hún fyrsti Asíubúinn til að leika aðalhlutverk í banda- rískri þáttaröð, en hún leikur njósnara FBI í þáttunum Quantico, en nýlega var afráðið að taka upp þriðju þáttaröð þeirra. Var ekki Valinn Einn af þeim sem þreytti áheyrnar- prufur fyrir þættina var Leonardo DiCaprio, en Hasselhoff þótti DiCaprio, sem þá var 15 ára gamall, of gamall til að leika son hans og láta Hasselhoff líta út fyrir að vera eldri. Það var því hinn 11 ára gamli Jeremy Jackson sem landaði hlutverkinu. Það er þó óhætt að segja að þessi höfnun hafi ekki haft áhrif á glæstan feril Óskarsverðlaunahafans sem lék í misgóðum hlutverkum í bæði sjónvarpsþáttum og kvikmynd- um, þar til hann átti fyrsta stórleikinn í mynd Lasse Hallstrom, What's Eating Gilbert Grape 1993. The hoff Þekktasti leikari þáttanna er sjálfur David Hasselhoff (fæddur 17. júlí, 1952), sem gengur undir gælunafninu The Hoff, en hann leikur Mitch Buchannon. The Hoff er skráður í Heimsmetabók Guinness sem sá karl- maður sem fengið hefur mest áhorf í sjónvarpi. Hasselhoff hefur reynt fyrir sér í fjölda kvikmynda og sjónvarps- þátta, bæði fyrir og eftir Baywatch- ævintýrið, og þá margoft komið fram sem hann sjálfur, enda best þekktur sem slíkur. Hann hefur reynt fyrir sér á tónlistarsviðinu, með frekar slökum árangri, með raunveruleikaþáttaröð, The Hasselhoffs, ásamt dætrum sínum tveimur sem hætt var með í sýningu eftir aðeins tvo þætti, og ævisaga hans, Making Waves (nema hvað!), kom út árið 2006. Sú floTTaSTa Pamela Anderson (fædd 1. júlí, 1967) er þekktust þeirra kvenna sem léku í Baywatch, en hún lék í þeim frá 1992–1997, í alls 110 þáttum. Anderson á einnig metið sem forsíðufyrirsæta tímaritsins Playboy, alls 14 skipti. Einkalífið var löngum stormasamt og sem dæmi má nefna að hún giftist Tommy Lee, trymbli þungarokkhljómsveitarinnar Mötley Crue eftir aðeins fjögurra daga kynni. Ferill hennar hefur ekki verið mikill eftir Baywatch, en Anderson kemur þó reglulega fram bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þá oftast í gestahlutverki. Anderson er mikill dýra- verndunarsinni og virkur meðlimur PETA-samtakanna. SamningSákVæði um kjör- þyngd Eitt aðaleinkenni þáttanna eru hlaup aðalleikara um ströndina í sundfatnaði í „slow motion.“ Það kemur því kannski ekki á óvart að í samning- um þeirra var ákvæði um að þau mættu ekki þyngjast á meðan þau léku í þáttunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.