Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 60
36 menning Helgarblað 26. maí 2017 T uttugu nýjar myndir verða frumsýndar á heimilda- myndahátíðinni Skjaldborg sem fer fram í ellefta sinn á Patreksfirði um hvítasunnu- helgina í byrjun júní. Viðfangsefnin eru jafn fjölbreytt og myndirnar eru margar: þjóðbúningar og flótta- menn, afreksfólk og venjulegir Ís- lendingar, sjálfbærni og smábæjarlíf. „Það var algjör metaðsókn í að fá að sýna á hátíðinni í ár – við höfum aldrei þurft að hafna svona mörg- um myndum. Það er magnað að sjá gróskuna, bæði í nálgun og efnistök- um,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir, kvikmyndagerðarkona og einn skipuleggjenda hátíðarinnar sem verður sérstaklega vegleg í ár og upp- full af nýjungum. Einstök stemning Skjaldborg var fyrst haldin árið 2007 þegar hópur áhuga- og kvikmynda- gerðarfólks úr Reykjavík hafði frum- kvæði að því að halda heimilda- myndahátíð í Skjaldborgarbíóinu á Patreksfirði. Heimamenn tóku vel í framtakið og hafa alla tíð tekið virk- an þátt, meðal annars hefur kvenfé- lagið alltaf boðið í plokkfiskveislu og Lionsklúbburinn í bænum tók sig til og safnaði fyrir fullkomnu stafrænu sýningakerfi fyrir Skjaldborg. „Þetta er mjög falleg hátíð. Það er svo góð stemning og mikil sam- vinna milli heimamanna og að- komumanna úr 101 Reykjavík,“ segir Helga Rakel sem hefur sjálf mætt ár- lega frá árinu 2008 þegar hún frum- sýndi heimildamynd sína Kjötborg á hátíðinni. „Þetta er eins og ættarmót eða uppskeruhátíð heimildamynda- gerðarmanna. Fólk miðar við að frumsýna myndina sína á Skjaldborg áður en það reynir að koma henni lengra. Fólk úr öðrum kimum kvik- myndagerðar kemur svo líka til að fá innblástur.“ Þó að heimildamyndirnar séu aðal atriðið þá er það þó ekki síst náin og persónuleg stemningin með öllum sínum föstu liðum og sérkennilegu hefðum sem gerir það að verkum að fólk kemur aftur og aftur á Skjald- borg: fiskveisla, sundlaugarferðir, skrúðganga, limbókeppni og lokaball – en í ár verður það hljómsveitin FM Belfast sem leikur þar fyrir dansi. Blinda, þjóðbúningar og smábær Meðal lengri mynda sem verða frumsýndar á hátíðinni í ár má nefna mynd Kristjáns Loðmfjörðs Blindrahundur, sem fjallar um vin hans og kollega Birgi Andrésson myndlistarmann. Báðir foreldrar Birgis voru blindir og ólst hann því upp við ansi sérstakar aðstæður og átti þessi bakgrunnur eftir að hafa mikil áhrif á myndlistarsköpun hans síðar á lífsleiðinni. Önnur mynd sem margir hafa beðið eftir er Vopna- fjörður eftir Körnu Sigurðardóttur, en undanfarin ár hafa hún og samstarfs- maður hennar, Sebastian Ziegler, fylgst náið með daglegu lífi og sam- félagi fólks á Vopnafirði. Þá frumsýn- ir Ásdís Thoroddsen nýja mynd um íslensku þjóðbúningana, en myndin nefnist Skjól og skart - handverk og saga íslensku búninganna. Í ár verða í fyrsta skipti veitt sérstök dómnefndarverðlaun á hátíðinni en hingað til hafa aðeins verið veitt áhorfendaverðlaunin Einarinn þar sem gestir hátíðarinnar hafa valið sig- urvegarann í lýðræðislegri kosningu. „Við viljum að þetta sé bæði hátíð fyrir al- menning og hátíð fyrir fag- fólk. Þetta á að endurspegl- ast í þessum tveimur ólíku verðlaunum,“ segir Helga Rakel. Auk hinna tuttugu full- búnu heimildamynda verða níu verk í vinnslu sýnd en þann lið segir Helga vera sérstaklega mikilvægan. „Þarna fær fólk viðbrögð við því sem það er að gera. Það eru engir fjárfestar þarna, þetta er bara samtal við kollega og fyrst og fremst hvatning. Það er líka þannig fólk sem mætir, að það hafa allir áhuga á því sem hinir eru að gera.“ Heiðra frumkvöðla í vídeólist Heiðursgestir hátíðarinnar í ár eru Vasulka-hjónin, Steina og Woody, en í um hálfa öld hafa þau unnið brautryðjandastarf í myndbanda- og margmiðlunarlist. Áhrif þeirra og mikilvægi í myndlistarheiminum eru óumdeild, en af hverju er heimilda- myndahátíð að heiðra þetta fólk sem kemur úr heimi myndlistarinnar? „Í fyrsta lagi gerði Woody nokkrar heimildamyndir á Íslandi, en þessar myndir munum við sýna á hátíðinni, til dæmis eina um Hvalstöðina. Ef þær hafa einhvern tímann verið sýndar opinberlega á Íslandi þá er að minnsta kosti orðið mjög langt síðan! Í öðru lagi þá nærast ólík listform hvert á öðru og það mætti svo sannar- lega vera meira samtal, til dæmis milli myndlistar og kvikmyndagerðar. Ég held að ein ástæðan fyrir of litlu sam- tali þarna á milli sé að þetta er ekki kennt við sama skóla, ef við værum með litla kvikmyndadeild við Lista- háskólann myndi þetta vafalaust smitast á milli. Margir íslenskir kvik- myndagerðarmenn hafa hins vegar ekki hugmynd um hver Steina og Woody eru, hafa ekki haft vit á því eða hreinlega yfirsést að opna augun fyrir þeim og gera þau að okkar arf- leifð líka. Því það sem þau hafa ver- ið að gera er nefnilega alveg jafn mikil grasrótarkvikmyndagerð og grasrótar myndlist.“ Auk sýninga á myndum eftir Vasulka-hjónin í Skjaldborgarbíói og masterclass í kjölfarið verða fleiri myndbandsverk þeirra sýnd í nýju listamannarými sem tilheyrir húsinu Merkisteini – en rýmið nefnist ein- faldlega Húsið og er í eigu Arons Inga Guðmundssonar og Julie Gasiglia. n Aldrei fleiri viljað sýna á Skjaldborg 20 nýjar heimildamyndir frumsýndar á Patreksfirði í júní Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Frumsýningar á Skjaldborg 2017 n Goðsögnin FC Kareoke eftir Herbert Sveinbjörnsson n Þar sem þú hefur alltaf verið eftir Atla Sigurjónsson n Sveinn á Múla, Íslendingurinn sem varð bensínlaus eftir Marine Ottogalli n Blóð, sviti og derby eftir Ingu Óskarsdóttur n Blindrahundur eftir Kristján Loðmfjörð n Stökktu eftir Önnu Sæunni Ólafsdóttur n Skjól og skart - handverk og saga íslensku búninganna eftir Ásdísi Thoroddsen n Borða, vaxa, elska eftir Þórð Jónsson og Heather Millard n Í kjölfar feðranna eftir Ingvar Ágúst Þórisson og Margréti Jónasdóttur n Ormurinn eða minningarmynd um veröld sem var og áróðurs- mynd fyrir betri framtíð eftir Garðar Þór Þorkelsson n Lesbos eftir Lúðvík Pál Lúðvíksson n Ég fer bráðum að koma eftir Örvar Hafþórsson n Vopnafjörður eftir Körnu Sigurðardóttur n Jói eftir Höllu B. Randversdóttur og Bergþóru Snæbjörnsdóttur n Rósa eftir Maríu Worms n Jörð og himinn eftir Rúnar Reynisson n A Portrait of Reykjavik eftir Juan Albarran n Siggi's Gallery eftir Mahesh Raghavan n Bonjour Mammon eftir Elfar Þór n Raise the Bar eftir Guðjón Ragnarsson Heiðursgestirnir Woody og Steina Vasulka eru sannkallaðir frumkvöðlar í myndbands- og margmiðlunarlist og verða þau heiðruð sérstaklega á Skjaldborg í ár. Vopnafjörður Kvikmynd Körnu Sigurðar- dóttur um Vopnafjörð verður frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni í ár. Mynd KARnA SiGuRðARdóttiR Helga Rakel Rafnsdóttir Metsölulisti Eymundsson 18.–24. maí 2017 Allar bækur 1 Litla bakaríið við Strandgötu Jenny Colgan 2 Ljótur leikurAngela Marsons 3 Stofuhiti Bergur Ebbi Benediktsson 4 Sagan af barninu sem hvarf Elena Ferrante 5 Íslensk öndvegisljóð Páll Valsson tók saman 6 Iceland flying highÝmsir höfundar 7 LögganJo Nesbø 8 Sagas Of The Icelanders Ýmsir höfundar 9 Ég man þigYrsa Sigurðardóttir 10 Gæfuspor - Gildin í lífinu Gunnar Hersveinn Ljóðabækur 1 Íslensk öndvegis-ljóð Ýmsir höfundar 2 Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna Silja Aðalsteinsdóttir valdi 3 Dvalið við dauða-lindir Valdimar Tómasson 4 Ljóð muna röddSigurður Pálsson 5 Marrið í sandinumSvandís Ívarsdóttir 6 Ástarljóð Davíðs Stefánssonar Davíð Stefánsson 7 Birtan yfir ánniÝmsir höfundar 8 Snorri Hjartarson Kvæðasafn Snorri Hjartarson 9 Íslensk kvæðiFrú Vigdís Finnbogadótt- ir valdi 10 Davíð Stefánsson Ljóðaúrval Davíð Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.