Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 6
6 Helgarblað 26. maí 2017fréttir H jónin Marta og Úlfur Ingi Jónsson hafa farið þess á leit við borgar yfirvöld að þau úthluti fyrir- tæki hjónanna, Reykja- vik Eye Projects, viðeigandi lóð undir Reykjavík Eye – parísarhjól sambærilegt því sem er orðið eitt af kennileitum Lundúna. Hjónin sendu Degi B. Eggertssyni borgar- stjóra formlegt erindi þann 9. maí síðastliðinn þar sem verkefnið var kynnt. Í umsókninni kemur fram að parísarhjólið gæti orðið hjarta- laga og nefnst „Hjarta Reykjavík- ur“. Nokkrar staðsetningar koma til greina, þar á meðal í Laugardal. Samhliða er reiknað með að byggð- ur verði upp skemmtigarður sem byggist á íslenskum þjóðsögum og hjátrú. Erindinu var vísað til um- sagnar umhverfis- og skipulags- sviðs Reykjavíkurborgar. 16 ára drengur með svipaða sýn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar hugmyndir kvikna. DV fjallaði um tíu athyglisverðustu hugmyndirnar í hugmyndasöfnun á vef Reykjavíkur- borgar. Þar kom Tómas Helgi Bergs, 16 ára, með þá hugmynd að reisa parísarhjól sem einmitt yrði nefnt Reykjavík Eye. Sýn Tómasar Helga var sú að parísarhjólið mundi rísa við Hallgrímskirkjuturn og þannig væri hægt að fá meiri yfirsýn og taka betri myndir úr hjólinu en úr turnin- um fræga. Með því myndu skapast betri aðstæður til ljósmyndunar fyr- ir erlenda ferðamenn og Íslendinga. Útsýnishjól og skemmtigarður Verkefnið sem Marta og Úlfur Ingi hafa í huga er talsvert viðameira en hugmynd Tómasar Helga. Verkefnið er í raun tvíþætt. Annars vegar að reisa og reka stórt útsýnis hjól á landi inn- an borgarmarka Reykjavíkur. Sam- hliða rekstri hjólsins er fyrir hugað að setja upp og starfrækja skemmtigarð sem höfða mun til allra aldurshópa. Meginþema skemmtigarðsins verður íslenskar þjóðsögur og hjátrú. Í um- sókn hjónanna kemur fram „að þar verði boðið upp á líflega leiki, íþrótt- ir og aðra afþreyingu sem öll fjölskyld- an getur haft gagn og gaman af.“ Hugs- anleg staðsetning hjólsins er óráðin en fjórar tillögur fylgdu með umsókn Reykjavik Eye Projects. Meðal annars að hjólið myndi rísa í Laugardalnum á því svæði sem Fjölskyldu- og Hús- dýragarðurinn er. Reykjavik Eye Projects hefur þegar tryggt sér einkarétt fyrir Ís- land á samvinnu við fyrirtækið Saloria Architects Ltd. í Lundúnum en það vinnur að yfirhönnun sam- bærilegra verkefna í Asíu og Mið- Austurlöndum. Þá hefur Reykja- vik Eye Projects einnig tryggt sér samstarf við fyrirtækið Starneth sem sérhæfir sig í hönnun, byggingu og upp- setningu útsýnis hjóla. Þekktasta verkefni Starneth er einmitt London Eye sem flestir geta verið sammála um að hafi heppnast einstak- lega vel. Gæti orðið hjartalaga og heitið „Hjarta Reykjavíkur“ Lesendur sjá eflaust fyrir sér hringlaga parísarhjól en í umsókn Mörtu og Úlfs Inga kemur fram að svo þurfi alls ekki að vera. Ýmiss konar lögun önnur en hringur er í boði „sem gæti gefið Reykjavik Eye ákveðna sérstöðu og gert einkenni þess enn sterkara. Við höfum fengið staðfest frá fyrrnefndum samstarfsaðilum að hægt sé að setja upp hjartalag hjól, svo dæmi sé tekið. Slíkt hjól gæti orðið eitt af framtíðartáknum Reykjavíkur – „Hjarta Reykjavíkur“,“ segir í umsókn hjónanna. Þá kemur fram að Reykjavik Eye yrði fyrsta stóra útsýnishjólið á Norður löndum og það nyrsta í heim- inum. Hæð hjólsins er ráðgerð þrír fjórðu hlutar af hæð London Eye. Gert er ráð fyrir lokuðum hylkjum á hjólinu sem verja mun gesti fyrir veðri og vindum. Hver hringur mun taka um 30 mínútur og standa vonir Mörtu og Úlfs Inga til þess að glæsi- legt útsýni verði helsta aðdráttar- aflið. Hjónin Marta og Úlfur Ingi Jóns- son hafa verið búsett í Lundúnum í tæp 25 ár. Þann tíma hafa þau verið í verslunarrekstri og ýmsu sem við- kemur nýtingu fasteigna. Þá hafa þau framleitt skó fyrir stóra tískurisa eins og Top Shop og Next. Í um- sókn þeirra kemur fram að þessi bakgrunnur hafi verið kveikjan að Reykjavik Eye-verkefninu. „Þrátt fyrir búsetu erlendis erum við fyrst og fremst Ís- lendingar, stolt af okkar heimalandi og viljum taka þátt í að byggja upp innviði á Íslandi þannig að sem flestir geti notið góðs af,“ segir í umsókn- inni. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is n „Hjólið“ verður mögulega hjartalaga n „Hjarta Reykjavíkur“ Reykjavik Eye Í umsókn Mörtu og Ulli Jónsson kemur fram að par- ísarhjólið gæti orðið hjartalaga og fengið nafnið: „Hjarta Reykjavíkur“.Sækja um lóð fyRiR paRíSaRHjól Marta Jónsson Hefur búið og starfað í London í aldarfjórðung. Fyrirtæki hennar og eiginmannsins, Úlfars Inga Jónssonar, hefur óskað eftir lóð undir glæsilegt parísarhjól innan borgarmarka Reykjavíkur.Sundaborg 1, reykjavík / Sími 777 2700 / xprent@xprent.iS Gerum föst tilboð og veitum faglega ráðgjöf um hvaða styrkleiki og tegund hentar þínum gluggum. Hafðu samband og við mætum til þín. Sólarfilmur með hækkandi sól, hækkar hitinn! xprent er með lausnina fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Sólarfilmurnar eru frá SunTek og eru til í mismunandi tegundum og styrkleikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.