Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 12
12 Helgarblað 26. maí 2017fréttir Bæjarstjórar á ráðherralaunum n Tveir bæjarstjórar á hærri launum en forsætisráðherra n Nokkrir þiggja líka full laun sem bæjarfulltrúar n Launakostnaður vegna bæjarstjóra og stjórna hækkað um allt að 44% milli ára L aunahæstu bæjarstjórar lands­ ins þéna á við forsætisráð­ herra Íslands og gott betur. Oft virðist lítið samræmi á milli launa bæjar stjóra og stærð­ ar sveitarfélagsins. Þeir launahæstu þiggja flestir bæði full laun fyrir að vera bæjarstjórar og kjörnir bæjar­ fulltrúar sem ýtir þeim launalega upp að hlið borgarstjóra Reykjavíkur og nokkurra æðstu ráðamanna þjóðar­ innar. Meðal laun bæjarstjóra í dag eru um 1,6 milljónir króna á mánuði. Launahæstur allra er bæjar stjórinn í Kópavogi sem fær rúmar 2,2 milljón­ ir á mánuði. Þetta kemur fram í úttekt DV á laun­ um bæjarstjóra þar sem óskað var eftir upplýsingum um laun og hlunn­ indi fjórtán bæjarstjóra víðs vegar um landið. Tilefnið er að undanfarið hafa sveitarfélög verið að birta ársreikninga sína þar sem lítið gagnsæi er í uppgefn­ um upplýsingum um laun og hlunnindi æðstu stjórnenda. Laun bæjarstjóra og bæjarstjórna eru ekki sundurliðuð sér­ staklega í reikningunum. DV óskaði því eftir þessum upplýsingum hjá hverju þessara sveitarfélaga fyrir sig. Óskað var eftir upplýsingum um heildarmánaðar­ laun bæjarstjóra á mánuði í dag, spurt hvort þeir nytu hlunninda, svo sem bif­ reiðarhlunninda eða annars, hvort bæj­ arstjórinn fengi laun fyrir setu í nefnd­ um eða ráðum á vegum sveitarfélagsins og ef svo væri um hvað væri að ræða og hversu háar greiðslur hann fengi fyrir setuna. Þá var spurt út í heildarárslaun og hlunnindi bæjarstjóra árin 2016 og 2015. DV greindi nýverið ítarlega frá sundurliðuðum launakjörum Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, eftir að hafa óskað eft­ ir þeim upplýsingum frá Reykjavíkur­ borg, sem leiddi í ljós að borgarstjór­ inn er með ríflega tvær milljónir króna á mánuði þegar seta í stjórnum og nefndum er tekin með. Ármann Kr. launahæstur Tveir bæjarstjórar eru launahærri en borgarstjóri Reykjavíkur og raun­ ar launahærri en forsætisráðherra Ís­ lands. Sá launahæsti er Ármann Kr. Ólafsson sem fær alls rúmlega 2,2 milljónir króna á mánuði í Kópa­ vogi; full laun sem bæjarstjóri upp á rúmlega 1.900 þúsund krónur með bifreiðastyrk og rúmar 317 þúsund krónur sem bæjarfulltrúi. Hafa ber í huga að Kópavogur er næststærsta bæjarfélag landsins með ríflega 34 þúsund íbúa. Hæstu launin í Garðabæ Fast á hæla Ármanni kemur Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sem fær hæstu föstu launin fyrir bæjar­ stjórastarfið af öllum, rúmlega 2,1 miljón króna á mánuði. Munurinn er hins vegar sá að Gunnar náði ekki inn sem aðalmaður í bæjarstjórn í síðustu sveitarstjórnarkosningum og er því varamaður og fær aðeins greitt auka­ lega þegar hann tekur sæti á fund­ um bæjarstjórnar. Væri hann á fullum bæjarfulltrúalaunum líka væri hann því án vafa launahæsti bæjarstjóri landsins í bæjarfélagi sem telur tæplega 15 þúsund manns. Mosfellsbær greiðir vel Þriðji á lista yfir launa­ hæstu bæjar stjórana er Haraldur Sverris son, bæjarstjóri Mosfells­ bæjar, með alls 1.945 þúsund krónur á mánuði í dag. Hann fær tæpar 1,7 millj­ ónir króna á mánuði sem bæjarstjóri og tæplega 250 þúsund krónur því til viðbótar sem bæjarfulltrúi. Þar að auki hef­ ur hann bifreið í eigu bæjarins til afnota. Rúmlega 9.400 manns búa í Mosfellsbæ. Flott laun í fámennum bæ Rétt fyrir neðan Harald kemur bæjar­ stjóri Seltjarnarnesbæjar, Ásgerður Halldórsdóttir, með 1,9 milljón­ ir á mánuði; tæpar 1,7 milljónir fyrir að vera bæjar stjóri og rúmar 200 þúsund krónur á mánuði sem bæjarfulltrúi að auki. Þá fær Ás­ gerður greitt fyrir hvern fund í veitu­ stjórn sem fundar þrisvar til fjórum sinnum á ári og hefur Skoda Octavia­bifreið til umráða frá bæjarfélaginu. Í árslok 2016 bjuggu 4.415 á Seltjarnarnesi og ef við miðum við höfðatölu þá jafn­ Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Svona eru ráðherralaun Samkvæmt umdeildum úrskurði kjararáðs frá því í nóvember 2016 eru laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands eftirfarandi, til samanburðar við laun bæjarstjóranna: n Laun forseta Íslands: 2.985.000 kr. á mánuði. n Laun forsætisráðherra: 2.021.825 kr. á mánuði n Laun annarra ráðherra: 1.826.273 kr. á mánuði. n Þingfararkaup alþingismanna: 1.101.194 kr. á mánuði. 1 Kópavogur Bæjarstjóri: Ármann Kr. Ólafsson Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 1.908.913 kr. Laun sem bæjarfulltrúi: 317.272 kr. Alls á mánuði: 2.226.185 kr. Annað: Bæjarstjóri þiggur ekki laun fyrir að vera hafnarstjóri og situr ekki í öðrum nefndum og ráðum. Hann situr fundi bæjarráðs sem bæjarstjóri en er ekki kjörinn í bæjarráð og þiggur þar af leiðandi ekki laun fyrir setuna þar. Heildarárslaun 2016: 22.722.802 kr. Heildarárslaun 2015: 21.460.447 kr. Bifreiðastyrkur innifalinn í upphæðum 9 Ísafjarðarbær Bæjarstjóri: Gísli H. Halldórsson Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 1.510.209 kr. Annað: Laun fyrir setu í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins innifalin í heildarlaun- um. Engin önnur hlunnindi. Heildarárslaun 2016: 16.755.712 kr. Heildarárslaun 2015: 15.467.783 kr. 14 Stykkishólmur Bæjarstjóri: Sturla Böðvarsson Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 1.412.681 kr. Annað: Sturla hefur afsalað sér launum sem hann á rétt á fyrir setu í bæjarstjórn sem kjörinn bæjarfulltrúi. Heildarárslaun 2016: 16.122.286 kr. Heildarárslaun 2015: 14.414.112 kr. 2 Garðabær Bæjarstjóri Gunnar Einarsson Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 2.117.860 kr. Annað Bæjarstjóri er varamaður í bæjarstjórn Garðabæjar og þiggur laun fyrir fundi þar sem hann tekur sæti. Ekki er greitt fyrir aðra fundarsetu. Garða- bær leggur bæjarstjóra til Land Cruiser-jeppa. Heildarárslaun 2016: 25.870.935 kr. Heildarárslaun 2015: 23.950.213 kr. Laun fyrir setu á bæjarstjórnarfundum í fyrra námu 1.495.635 kr. Gunnar sat sem bæjarfulltrúi fyrir Almar Guðmundsson sem var í tímabundnu leyfi árið 2016. 4 Seltjarnarnes Bæjarstjóri: Ásgerður Halldórsdóttir Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 1.698.055 kr. Laun sem bæjarfulltrúi: 202.332 kr. Alls á mánuði: 1.900.387 kr. Annað: Greitt fyrir setu í veitustjórn, greitt fyrir hvern fund: 32.066 kr., yfirleitt 3–4 fundir á ári. Bæjarstjóri hefur Skoda Octavia-bifreið til umráða. Heildarárslaun 2016: 21.470.880 kr. Heildarárslaun 2015: 18.869.399 kr. 7 Reykjanesbær Bæjarstjóri: Kjartan Már Kjartansson Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 1.569.340 kr. Annað: Fær ekki greitt sérstaklega fyrir fundarsetu. Heildarárslaun 2016: 19.172.750 kr. Heildarárslaun 2015: 17.983.080 kr. Bæði árin átti sér stað afturvirk launaleiðrétting. gildir það að hvert mannsbarn á Sel­ tjarnarnesi sé að greiða 430 krónur á mánuði í laun til Ásgerðar. Hæstu laun miðað við höfðatölu Ekki þiggja þó allir bæjarstjórar í út­ tekt DV bæjarfulltrúalaun ofan á bæjarstjóralaunin sín. Sturla Böðvars­ son, bæjarstjóri Stykkishólms­ bæjar, hefur afsalað sér launum sem hann á rétt á fyrir setu í bæjarstjórn sem kjör­ inn fulltrúi. Þetta gerir að verkum að hann er með launalægri bæjar stjórum í úttekt DV. Á móti kemur að í Stykkis­ hólmi búa aðeins 1.113 manns og fær enginn bæjarstjóri hærri laun miðað við höfðatölu en Sturla, en þau jafn­ gilda því að hvert mannsbarn í bæn­ um greiði honum 1.269 krónur á mánuði. Dýrir fulltrúar í Kópa- vogi DV tók einnig saman heildar­ launakostnað sveitarfé­ laganna vegna bæjarstjóra og bæjarstjórna þeirra, miðað við uppgefnar upplýsingar í árs­ reikningum þeirra. Í Kópavogi er ekki aðeins bæjarstjórinn dýr því ef litið er á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð­ inu þá eru kjörnir fulltrúar dýrastir í rekstri þar, að Reykjavík undanskil­ inni. Í Kópavogi nam launakostnaður kjörinna fulltrúa 95 milljónum króna í fyrra. Garðabær og Hafnarfjörður, með um og yfir 70 milljónir í launakostnað á síðasta ári, fylgja þar í kjölfarið. Eins og sjá má meðfylgjandi töflu hefur launakostnaður aukist mest milli ára í Hafnar firði, af sveitarfélögum á höf­ uðborgarsvæðinu, um tæp 17 prósent. Á landsbyggðinni, til samanburð­ ar, nam launakostnaður vegna bæjar­ stjóra og bæjar stjórnar Reykjanes bæjar 58 milljónum í fyrra, Árborg 54 millj­ ónum og Fjarða­ byggð 53,6 milljón­ um. Hvergi hækkaði þessi launakostnaður meira milli ára en hjá Stykkishólmsbæ, eða um 44 prósent. n 6 Hafnarfjörður Bæjarstjóri: Haraldur L. Haraldsson Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 1.670.725 kr. Annað: Inni í mánaðarlaunum er innifalinn bifreiðastyrkur upp á 55 þús. kr. á mánuði. Bæjarstjóri fær ekki greitt fyrir setu í nefndum eða ráðum. Heildarárslaun 2016: 20.664.947 kr. Heildarárslaun 2015: 17.878.808 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.