Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 22
22 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri: Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson Fréttastjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Sigurvin Ólafsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 26. maí 2017 Það sem má ekki gleymast O kkur er sagt að hryðju­ verkamenn vilji með morð­ um sínum skapa glund­ roða í samfélögum sem alla jafna eru fremur frið­ samleg. Okkur er líka sagt að við eig­ um ekki að breyta háttum okkar í of miklum mæli því um leið og við ger­ um það hafi hryðjuverkamenn náð ákveðnum árangri. Þetta er bæði satt og rétt. Það er hins vegar illmögulegt að láta eins og ekkert sé. Hryðjuverkin í vestrænum lýðræðislöndum hafa breytt of mörgu. Öryggisgæsla er á stöðum sem áður voru taldir öruggir og vopnuð lögregla sést oftar á ferli en áður. Hættan á hryðjuverkum er staðreynd. Þjóðir heims þurfa að lifa með þeirri vitneskju og um leið getur verið erfitt að vera óttalaus. Í einfeldni hafa margir eflaust talið að hryðjuverkamenn myndu ekki láta til skarar skríða á stöðum þar sem börn og ungmenni koma saman, eins og á tónleikunum í Manchester. Nú vitum við að þessum mönnum er ekkert heilagt, líf barna þykja þeim jafn lítils virði og líf annarra. Allt þykir leyfilegt í barátt­ unni við hin frjálslyndu þjóðfélög. Ef vestræn gildi eru okkur kær, sem þau hljóta að vera, þá stöndum við vörð um þau. Við viljum búa í frjálslyndu samfélagi sem hefur mannréttindi í heiðri. Þess vegna skiptir máli hvernig einstaklingar bregðast við hryðjuverkum. Það er merkilegt að um leið og illskan sýnir andlit sitt þá birtist hið góða sam­ stundis í öllu sínu veldi. Þetta höfum við ítrekað séð og nú síðast í Man­ chester. Eftir hina skelfilegu hryðju­ verkaárás þar opnuðu bæjarbúar heimili sín fyrir tónleikagestum sem ekki komust heim og hið sama gerðu hóteleigendur. Leigubílstjórar komu til aðstoðar og keyrðu fólk heim án þess að taka gjald fyrir. Útigangs­ menn hlúðu að særðum börnum og töluðu máli mennsku og mannúðar við fréttamenn. Hjúkrunarfólk sem var ekki á vakt hraðaði sér á vinnu­ stað sinn. Enn á ný urðum við vitni að samstöðu einstaklinga sem stóðu frammi fyrir þeirri skelfilegu stað­ reynd að tugir manna höfðu látið lífið í hryðjuverkaárás. Eðlislæg við­ brögð voru að koma náunganum til aðstoðar. Það skiptir máli og má ekki gleymast. Það er mikilvægt að muna að hið góða má sín langoftast allnokkurs í baráttunni við illskuna. Ef við trúum því að til séu gildi sem eiga alltaf við þá höldum við okkar striki og lifum okkar venjulega lífi um leið og við vitum af hættunum. Samstaða er örugglega eitt mikilvægasta tæki okk­ ar í baráttu við hryðjuverkaógnina. Við Íslendingar búum í nokkuð öruggu samfélagi, en við getum ekki látið eins og það komi okkur ekki við þegar saklaust fólk er stráfellt í hryðjuverkaárás. Við fáum stöðugt fleiri fréttir af Íslendingum sem verða vitni að slíkum árásum erlendis. Heimurinn er þegar allt kemur til alls ekki svo ýkja stór staður. Við sem í honum búum eigum að lifa og starfa í nafni kærleika og mannúðar. n Það fer allt það mannlega af einstaklingnum við drykkjuna Þórarinn Tyrfingsson. – DV Costco og heilsuleysið Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, hefur viðrað áhyggjur af því að Costco muni flytja til landsins ófrosið kjöt og það gæti valdið sýkingarhættu. Þessi orð hennar kalla fram í hugann áhyggjur Sigmundar Davíðs Gunnlaugs­ sonar af sýkingarhættu af erlendu kjöti. Hann sagði í útvarpsviðtali: „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsak­ að hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna.“ Nú er að sjá hvað Costco gerir og hvort innflutningur þess á erlendu kjöti muni valda heilsuleysi meðal þjóðarinnar. Formaður á ný? Óróinn í Framsóknarflokknum er svo mikill að fastlega er búist við að Sigurður Ingi Jóhannsson muni víkja úr formannssæti og láta Lilju Alfreðsdóttur eftir stólinn. Svo virðist sem það sé eina leiðin til að friða ólíkar fylk­ ingar innan flokks. Stór hluti af Sigmundar­arminum er talinn líklegur til að sætta sig við þessa niðurstöðu, með semingi þó. Ekki er samt víst að það eigi við um Sigmund sjálfan sem telur illa hafa verið að sér vegið inn­ an flokks og utan. Honum er mikið í mun að rétta sinn hlut og þáttur í því er stofnun félags, Framfarafélagsins. Margir spyrja sig hvort Sigmundur ætli sér í fyllingu tímans að gera félagið að stjórnmálaflokki þar sem hann gegnir formannsembætti. Þvættingur Sitjandi ríkisstjórn er að sönnu sundurtætt og vart hafa sést við­ líka flokkadrættir og nú, nema ef vera skyldi í tíð vinstri stjórnar­ innar sem lafði óstarfhæf út kjör­ tímabilið. Þing­ menn stjórnar­ liðsins tala hver gegn öðrum og andæfa stefnumálum ríkis­ stjórnarinnar. Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, lapti það upp eftir ónafngreind­ um heimildum að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hyggist ekki samþykkja ríkisfjármálaáætlun. Morgunblaðið var rekið til baka með staðlausa frétt sína og for­ maður fjárlaganefndar, Haraldur Benediktsson, gekk svo langt að kalla hana þvætting. Þú vinnur frábært starf Donald Trump er hæstánægður með Duterte, forseta Filippseyja. – ruv.is Við verðum að leita allra leiða til þess að standa saman Guðni Th. Jóhannesson um baráttuna gegn hryðjuverkum. – Stöð 2 Afhentu undirskriftir Stjórn ungliðahreyfingar Amnesty International afhenti á miðvikudagsmorgun Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, 5.395 undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka á móti fleira flóttafólki og setja sér nú þegar markmið í þeim efnum. MynD SIGTryGGur ArIMyndin „Eðlislæg viðbrögð voru að koma náunganum til aðstoðar. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.