Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 21
umræða 21Helgarblað 26. maí 2017
– þessi stefna hefur mótað samfélög
Norður- og Vestur- Evrópu undan-
farna öld og gert þau sæmilega
mannúðleg, og hefur ekki eingöngu
verið útfærð af jafnaðarmanna-
flokkum heldur líka að nokkru leyti
af borgaral egum hægriöflum, eins
og Sjálfstæðisflokknum íslenska.
Stefna kommúnista er á sinn hátt
jafn skýr, og gengur út á að öllu sé
miðstýrt af ríkisvaldinu, en reynslan
af þeirri stefnu er mun lakari, eins
og sést á sjötíu ára tilraun með hana
í Austur- Evrópu, sem endaði hrak-
lega.
Heilbrigðismál og prívatísering
Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu
og einkarekstri á því sviði hrökkva
menn gjarnan í kút og vilja fara
mjög varlega, sem vonlegt er. Og al-
veg án þess ég hafi skoðun á þeim
nýju fyrirtækjum á Íslandi sem nú
eru mest í umræðunni, eða að ég
hafi kynnt mér þau mál nógu vel
til að móta afstöðu, þá held ég að
menn verði alltaf að skoða slíkt út
frá því hvaða rekstrarform virkar
best í hverju tilfelli: hvað sé lík-
legast til að skila bestum árangri
fyrir alla. Í því tilfelli kemur mér í
hug stjórnartíð kratans Tony Blair
í Bretlandi, en sá um margt ágæti
stjórnmálamaður hefur sumpart
að ósekju fengið verri eftirmæli en
efni standa til, og margir nota hug-
takið „blairismi“ sem skammar-
yrði; hann gerði reyndar gríðar-
lega bommertu með því að láta
Breta fara í stríðið í Írak, en það var
enginn blairismi reyndar, heldur
sú breska utanríkisstefna að þeir
stæðu jafnan með Bandaríkjum í
átökum, og öfugt.
En að mörgu leyti náðist í
stjórnar tíð Blair merkur árangur í
jafnaðarátt, enda naut hann lengi
mikilla vinsælda og var margoft
endurkjörinn. Eitt af því sem hann
barðist fyrir var að eyða ýmsum
biðlistum í heilbrigðiskerfinu sem
voru þannig að margir biðu árum
saman, oft sárkvaldir, eftir að kom-
ast í einfaldar aðgerðir eins og lið-
skipti eða við kviðsliti, á meðan
hinir efnameiri gátu keypt sig inn á
einkaklíník heima eða erlendis og
látið lappa upp á sig. Þessu lofaði
Verkamannaflokkurinn að breyta.
Og þegar hann hafði verið kjörinn
til valda var reiknað út hvað það
myndi kosta að eyða biðlistunum,
og fjárveiting til stóru opinberu
spítalanna aukin sem því nam. En
í svo umfangsmiklum og þungum
batteríum skilaði sér ekki nema lítill
hluti fjáraukningarinnar í að fram-
kvæma nefndar aðgerðir. Hin stóru
opinberu sjúkrahús eru auðvitað
lífsnauðsynlegar stofnanir í hverju
landi, með öllum sínum deildum
og viðbúnaði og starfsfólki og tækj-
um sem bjarga lífi fólks, og þar eru
unnin endalaus kraftaverk. En til
að eyða biðinni eftir einföldum að-
gerðum þurfti það ekki til. Svo að
kratastjórnin bauð þetta eiginlega
út: teymi lækna og hjúkrunarliðs
kom sér upp aðstöðu til að fram-
kvæma tiltekna aðgerð og ekki ann-
að, og svo voru sjúklingar keyrðir
eins og á færibandi inn um austur-
dyr og svo út að vestanverðu, hver á
fætur öðrum frá morgni til kvölds,
og þannig tókst að eyða öllum slík-
um biðlistum á furðu skömmum
tíma og með mun minni tilkostnaði
en ætla mætti. Ríkið borgaði. Og
vissulega þénuðu sumir ágætlega á
þessu! En um leið var sá ójöfnuður
úr sögunni að sumir gætu keypt sig
fram fyrir: þess gerðist auðvitað
ekki lengur nein þörf þegar biðlist-
arnir voru ekki lengur til.
Gamla Bifreiðaeftirlitið og
skattur
Opinber einkaréttarfyrirtæki hafa
tendens til að reyna ekki að laða
að sér kúnna: það þarf hreinlega
ekki; annaðhvort koma þeir eða
þeir fá ekkert. Raðirnar fyrir utan
búðir í Austur-Evrópu á kommún-
istatímanum voru auðvitað merki
um þetta. Ég man eftir gamla opin-
bera Bifreiðaeftirlitinu, þarna ná-
lægt Höfða hér í Reykjavík. Þar
var nú ekki verið að dekra við við-
skiptavinina. Ef það þurfti að fram-
kvæma eitthvað, eins og að skipta
um númeraplötur, þá mátti maður
gera það sjálfur: manni var vísað út
á malarplanið, tókst þar, ef heppn-
in var fyrir hendi, að veiða upp úr
slabbinu skiptilykla og þannig verk-
færi, þau voru fest með ryðgaðri og
snúinni keðju við níðþungar bíl-
felgur svo þessu yrði ekki stolið.
Vesgú. Og svo aftur í biðröðina.
Sjálfur borga ég sem sjálfstætt
starfandi verktaki mánaðarlega
skatt af „reiknuðu endurgjaldi“,
eða launum semsé, og tryggingar-
gjald að auki. Áður fyllti maður út
pappírsmiða með launaupphæð,
skattinum og gjaldinu og svo var
það greitt í banka, en fyrir nokkrum
árum fór þetta inn á vefinn, sem
heitir skattur.is. Og þar er ekki reynt
að gera mönnum lífið einfalt. Væri
þetta fyrirtæki sem gerði minnstu
tilraun til að laða til sín viðskipta-
vini, þá myndi eflaust standa á
heimasíðunni eitthvað eins og:
„Greiða staðgreiðsluskatt hér“. En
það er ekki. Það er ekki fyrr en mað-
ur er búinn að fatta að maður á að
klikka á „vefskil“ sem maður kemst
á sporið. Og læra líka að þegar þar
er komið sögu á maður að klikka
á „skila skýrslu“. Jæja, þetta lærist
og gengur hnökralaust um hríð,
þar til þeir hjá skattur.is finna upp
á að gera breytingar. Og einn góð-
an veðurdag, þegar nálgast eindaga
þann fimmtánda viðkomandi
mánaðar, þá kemst maður ekkert
áfram og fær alltaf allt í hausinn á
ný með flóknum útskýringum um
að þessi og hinn reiturinn stemmi
ekki saman, ásamt romsu af ýmsu
öðru, þar á meðal um bifreiða-
hlunnindi. Á endanum hringir
maður, búinn að vera að reyna að
fá að borga í þrjá daga og kominn
með allt á dráttarvexti, og spyr hvað
maður eigi að gera með þessi „bif-
reiðahlunnindi“, sem forritið kvein-
ar yfir en sem ég engin hef og hef
aldrei haft. Nei, þá reyndist það
ekki vera málið, heldur átti maður,
eftir nýjustu breytingar, að færa inn
greiðslu í lífeyrissjóð. Þessar upp-
lýsingar um bifreiðahlunnindin
voru bara svona gamanmál til að
krydda tilveruna. Lífeyrinn greiðir
maður reyndar annars staðar, og
stendur í skilum með. En það dugir
ekki heldur að færa hann til bók-
ar, því nú þarf maður líka að færa
inn persónuafslátt. Sem ég vissi
ekkert hver væri nákvæmlega, en
það reyndist vera upphæðin 52.907
krónur. Eins og allir gjaldheimtu-
menn vita, og forritið auðvitað líka.
En aftur er maður strand, því að í
sérstakan reit á maður að setja inn
launaupphæð mínus greiðslu í líf-
eyrissjóð. Eins og tölvan sem tekur
við þessu kunni ekki stærðfræði-
aðgerðina um frádrátt. Og í hvaða
reit ætli upphæðin laun mínus líf-
eyrissjóðsgreiðsla eigi að fara? Jú,
hann kallast, eins og öllum ætti að
vera auðskilið „Þ.a. stofn í þrepi 1“.
Það gat varla heitið neitt annað! n
„Á endanum
hringir maður,
búinn að vera að reyna
að fá að borga í þrjá daga
og kominn með allt á
dráttarvexti, og spyr hvað
maður eigi að gera með
þessi „bifreiðahlunnindi“,
sem forritið kveinar yfir
en sem ég engin hef og
hef aldrei haft.
Sölureikningur
www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110
Gómsætir veislubakkar,
sem lífga upp á öll tilefni.
Er kannski heilsuátak
framundan?
Ávextir í áskrift kosta um 550 kr.
á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins
er engin.
vaxtareikningur
Ávaxtaðu betur
Á
H
ö
n
n
u
n
: I
n
g
va
r
Ví
ki
n
g
ss
o
n