Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 14
14 Helgarblað 26. maí 2017fréttir Sími 565 1489 - Hringhella 12 - 221 Hafnarfjörður - isror@isror.is - www.isror.is Hjá Ísrör ehf færðu pressuvélar og tengi til samsetningar stállagna Hjá Ísrör færðu einnig PEX-STÁL HITAVEITURÖR/FITTINGS – HITAVEITU – LJÓSLEIÐARA OG GASSKÁPA ÍDRÁTTARRÖR – VARÚÐARBORÐA – HERPIMÚFFUR og svo margt fleira Bitlaus launalækkun kjararáðs Ákvörðun um að lækka laun framkvæmdastjóra Íslandssjóða um fjórðung kemur aldrei til framkvæmda K jararáð hefur í nýbirtum úr- skurði sínum ákvarðað laun framkvæmdastjóra Íslands- sjóða hf., dótturfélags Ís- landsbanka, sem þýðir að mánaðarlaun hans ættu að lækka um fjórðung frá því sem var áður. Úr- skurðurinn er hins vegar, líkt og í til- felli Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, aðeins táknrænn og breytir í raun engu. Veruleg launalækkun Kjararáð ákvað að laun fram- kvæmdastjóra Íslandssjóða, Kjartans Smára Höskuldssonar, sem tók við starfinu í október síðastliðnum, skyldu vera alls 1.536.976 krónur. Þótt um sé að ræða laun í hærra lagi hjá kjararáði þá er um að ræða umtals- verða lækkun frá því sem var. Sam- kvæmt ársreikningi Íslandssjóða voru mánaðarlaun framkvæmdastjóra um og yfir tvær milljónir króna í fyrra. Laun framkvæmdastjórans lækka því um á bilinu 23–25 prósent með ákvörðuninni. Líkt og DV hafði áður greint frá ákvað kjararáð að laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Ís- landsbanka, í febrúar eftir að íslenska ríkið eignaðist bankann að fullu síð- asta vor skyldu lækkuð. Launin lækk- uðu um ríflega 40 prósent við það en líkt og DV greindi frá mun úrskurð- urinn í raun engu breyta. Hvorki í til- felli Birnu né annarra lykilstjórnenda bankans og dótturfélaga. Níu mánaða uppsagnarfrestur Fram kemur í úrskurði kjararáðs nú að í ráðningarsamningi fram- kvæmdastjóra Íslandssjóða sé kveðið á um níu mánaða upp- sagnarfrest af hálfu félagsins. Til að færa Kjartan Smára undir kjara- ráð þarf fyrst að segja upp núver- andi ráðningarsamningi hans hjá Íslandssjóðum. Mun hann því að óbreyttu halda fyrri launum í níu mánuði samkvæmt ráðningar- samningi. Þann 1. júlí næstkom- andi taka gildi ný lög um kjararáð sem fækka verulega þeim sem heyra undir ráðið, og ákvörðunarvald um laun starfsmanna ríkisbanka færist aftur frá kjararáði til stjórna, í þessu tilfelli Íslandssjóða. Lítil stemming fyrir launalækkun Miðað við það sem fram kom í greinargerð stjórnar Íslandssjóða fyrir kjararáði virðist lítil stemming fyrir því að lækka laun fram- kvæmdastjórans jafn hressilega og kjararáð gerði síðan. Kemur með- al annars fram í úrskurðinum að stjórnin hafi ákveðið að leita úr- skurðar fjármála- og efnahagsráðu- neytisins um hvort kjararáð ætti yfirhöfuð úrskurðarvald um laun framkvæmdastjórans. Niðurstaðan var hins vegar að svo væri. Líkt og í tilfelli bankastjóra Ís- landsbanka þá virðist sem launa- lækkun framkvæmdastjóra dóttur- félagsins, Íslandssjóða, hafi verið eitthvað sem þurft hafi að gera, vegna eignarhalds ríkisins, en muni aldrei í raun koma til fram- kvæmda. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Táknræn lækkun Þrátt fyrir að kjararáð hafi ákvarðað Kjartani Smára Höskuldssyni töluvert lægri laun en hann var með áður hjá Íslandssjóðum þá mun ákvörðunin að öllum líkindum ekki koma til framkvæmda. MyNd ÍSLaNdSbaNki.iS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.