Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 54
30 fólk Helgarblað 26. maí 2017 Aðalskona í eyðimörkinni n Hneykslunarhellan Jane Digby n Lifði óvenjulegu og skrautlegu lífi Kjarnakonur fyrri tíma: H in breska Jane Digby, sem fæddist árið 1807, var af aðals ættum, undrafögur, mjög listræn, þótti góður málari og lék á píanó, gítar og lútu og hafði fallega söngrödd. Hún var sautján ára gömul þegar for­ eldrar hennar ákváðu að gifta hana Ellenborough lávarði. Hann var þrjátíu og fjögurra ára gamall ekkill, laglegur, auðugur og metnaðar gjarn stjórnmálamaður. Um leið var hann illa þokkaður af þeim sem þekktu hann. Ellenborough gerðist snemma afhuga konu sinni og frístundum eyddi hann með hjákonum sínum og eignaðist barn utan hjónabands. Jane fór að horfa í kringum sig og eignaðist son með frænda sínum, en eiginmaðurinn taldi barnið vera sitt. Jane fann nýjan ástmann, Felix Schwarzenberg, prins frá Austur ríki. Samband þeirra var á allra vörum. Austurríski sendiherrann í London varð svo áhyggjufullur vegna stöðu mála að hann sá sér ekki ann­ að fært en að vara Felix við því að sambandið gæti skaðað hann veru­ lega. Til að draga athyglina frá ástar­ sambandi sínu við Jane fór Felix að sjást með öðrum konum. Jane gekk niðurbrotin um veislusali Lundúna­ borgar og sagði hverjum sem hlusta vildi að elskhugi sinn hefði yfir­ gefið sig. Þegar hún komst að því að hún væri barnshafandi eftir Felix hugðist hún yfirgefa eigin mann sinn og fylgja Felix. Hann kærði sig hins vegar ekki lengur um hana. Fjölskrúðugt ástarlíf Jane fæddi dóttur og skömmu eftir fæðinguna lést sonur hennar, tæplega tveggja ára. Eigin­ maður hennar sótti um skilnað en Jane var enn á ný barnshafandi eftir Felix. Hún fæddi son sem lést tíu daga gamall. Jane hélt til München þar sem hún komst í kynni við Lúðvík, konung Bæjara­ lands, og milli þeirra tókst innileg vinátta sem fór ekki fram­ hjá fólki og almennt var talið að hún væri ástkona konungsins. Karl Venningen barón var einn af mörgum aðdáendum Jane. Hann bað hennar og hún tók bónorðinu þótt hún léti sig enn dreyma um að Felix snerist hugur og myndi senda eftir henni. Þau Karl áttu saman dreng og síðar stúlku sem seinna var vistuð á geðveikrahæli. Umskipti urðu enn í lífi Jane þegar hún kynnt­ ist Theotokis greifa, sem kallaður var Spiro. Hann var glæsilegur maður, af aðalsættum frá grísku eyjunni Korfú. Jane yfirgaf eiginmann sinn og börn þeirra til að fylgja Spiro. Þau eignuð­ ust son, sjötta barn Jane. Jane hafði ekki verið umhyggjusöm móðir en fékk samstundis mikla ást á þessum nýfædda syni sínum. Sumarið 1846 var Jane í sumar­ fríi á Ítalíu ásamt hinum fimm ára gamla syni sínum. Drengurinn var staddur á þriðju hæð húss þeirra þegar hann heyrði rödd móður sinnar þar sem hún stóð utan dyra. Hann hallaði sér yfir svalahandriðið, missti jafnvægið og féll fyrir fætur móður sinnar á marmaragólf. Hann lést samstundis. Jane og Spiro skildu skömmu síðar. Ást í eyðimörkinni Hin ævintýragjarna Jane var í stöð­ ugri leit að hinni einu sönnu ást. Ottó Grikklands­ konungur varð elskhugi hennar, en hann var sonur Lúðvíks Bæjarakonungs, sem Jane hafði átt í ástarsambandi við. Svo kynnt­ ist Jane grískri andspyrnuhetju, Christodoulos Chatzipetros, sem var á sjötugsaldri, og þegar hann var gerður að héraðsstjóra í Lamíu fylgdi hún honum. Hún tók upp nýjan lífs­ stíl, gekk í ullarfötum, svaf oft undir berum himni, stundaði veiðar og eld­ aði mat við eld. En ævintýrið í fjöllun­ um stóð einungis í nokkra mánuði. Þegar hún komst að því að elskhuginn átti í ástar ævintýri með þjónustu­ stúlku hennar yfirgaf hún hann. Jane var orðin 46 ára og lét hvergi deigan síga í leit sinni að ástinni. Hún fór í gott frí til Mið­Austurlanda og í Sýrlandi hitti hún bedúína­ höfðingjann Saleh, sem var tuttugu árum yngri en hún. Hún gerði sér miklar væntingar til hjónabands en þær vonir brugðust þegar hún kom að honum í tjaldi með tán­ ingsstúlku. Næst lá leið hennar til Damaskus. Þar var leiðsögumaður hennar hinn ungi sjeik, Medjuel el Mezrab. Hann var að nálgast þrítugt, var tuttugu árum yngri en hún. Með þeim tókust miklar og hamslausar ástir og hann kvæntist henni í trássi við vilja fjölskyldu sinnar. Helming ársins bjuggu þau í glæsilegri höll í Damaskus, en hinn helming ársins bjuggu þau í tjöldum í eyðimörk­ inni. Jane gekk í arabískum fötum og lærði arabísku sem var eitt af níu tungumálum sem hún talaði. Hjónaband Jane og Medjuel var afar hamingjuríkt og þar fann Jane hamingjuna sem hún leitaði alltaf svo staðfastlega að. Jane lést árið 1881, 74 ára gömul, eftir tæplega þrjátíu ára hjónaband. Eiginmaður hennar var harmi sleginn og hélt út í eyðimörkina þar sem hann fórnaði besta kameldýri sínu í minningu ást­ kærrar eiginkonu sinnar. n Málverk af Jane Carl Haag málaði þessa mynd árið 1859. Jane Digby Enski aðallinn stóð á öndinni af hneykslan vegna skrautlegs einkalífs hennar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Hún tók upp nýjan lífsstíl, gekk í ullarfötum, svaf oft undir berum himni, stundaði veiðar og eldaði mat við eld. Hin unga Jane Óhætt er að segja að hún hafi lifað óhefðbundnu lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.