Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 10
10 Helgarblað 26. maí 2017fréttir Blekking að virkja verði meira Rafvæðingu landsins lokið fyrir löngu, segir nýkjörinn formaður Landverndar R afvæðingu landsins er lokið fyrir löngu. Það að segja að það verði að virkja því hér vanti rafmagn er auðvitað ákveðin blekking. Við fram- leiðum mest rafmagn hlutfallslega í heiminum, langtum meira en til dæmis Norðmenn sem þó eru engir amlóðar í þeim efnum. Ég get al- veg fallist á að það sé í lagi að fara í smærri framkvæmdir og virkja á ákveðnum svæðum ef rafmagn skortir til dæmis fyrir orkuskipti svo draga megi úr útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda, en stórvirkjana er hins vegar ekki þörf fyrir almenna notkun. Það hvernig við förum með rafmagn hér á landi, í hvað það er notað, það er mikið til pólitísk ákvörðun, og það er ekki þörf fyrir frekari framleiðslu á rafmagni hér á landi. Það væri miklu frekar mál að endurskoða í hvað við notum orkuna til framtíðar, þar sem 80 prósent hennar fara til stóriðju.“ Þetta segir Snæbjörn Guðmunds- son, jarðfræðingur og nýkjörinn for- maður Landverndar. Snæbjörn, sem er 33 ára, segir að honum finnist sem ungt fólk sé mjög vakandi þegar kemur að umhverfismálum. Hans kynslóð hafi meðal annars verið mjög virk í náttúruverndarbaráttu þegar deilurnar um Kárahnjúka- virkjun stóðu sem hæst og margir hafi haldið áfram í ýmsum félög- um og verkefnum sem tengd séu umhverfis- og náttúruvernd. „Mér finnst kynslóðin á eftir mér líka vera að koma inn í þessi málefni af miklu afli, í alls konar formi. Til dæmis eru samtökin Ungir umhverfissinnar að gera frábæra hluti og það á við um mun fleiri. Þetta skilar sér allt inn í umræðuna og vekur fólk, við finn- um það mjög vel í Landvernd, þar sem félögum hefur fjölgað gríðar- lega á síðustu árum. Áherslan á nátt- úruna, umræðan um loftslagsmál- in, allt er þetta að verða æ stærra í sniðum, sem er auðvitað afskap- lega mikilvægt enda stærsta málefni sem mannkyn stendur frammi fyrir í samtímanum.“ Kárahnjúkadeilan áhrifavaldur Snæbjörn segist sjálfur hafa dregist inn í harða umhverfis- og náttúru- verndarumræðu þegar hann var í menntaskóla, einmitt í Kárahnjúka- deilunum. En áhugann á náttúr- unni, vernd og viðgangi hennar, hafi hann haft allt frá því að hann var lít- ill. „Foreldrar mínir voru útivistar- fólk og við ferðuðumst mikið um landið. Ég fór fyrst til útlanda þegar ég var fimmtán ára, sumrin voru nýtt í ferðalög innanlands, tjaldferð- ir og útilegur. Foreldrar mínir áttu svo sem sjaldnast bíla sem hentuðu til mikilla fjallaferða en þá komu afi og amma til skjalanna. Afi vann hjá Landsvirkjun allt frá stofnun þar til hann fór á eftirlaun og á sumrin fékk hann lánuð hús sem stóðu við virkjanir, Blönduvirkjun og Hraun- eyjafossvirkjun til dæmis. Þannig að ég gisti í sumarhúsum við virkj- anir Landsvirkjunar mörg sumur og þekki þær mjög vel.“ Þarf að beita sér fyrir hugsjónirnar Snæbjörn segir að hann hafi alla tíð staðsett sig í hópi þeirra sem and- æfa óheftum virkjanaframkvæmd- um sem eingöngu hafi verið ráðist í til að tryggja rafmagn til mengandi stóriðju. „Ég hef kannski í gegn- um tíðina minna einbeitt mér að þeim þáttum umhverfisverndar sem snúa til dæmis að plastnotk- un eða meðferð á vatni en Land- vernd er auðvitað mikið að fókusa á þau málefni líka. Ég hef kannski verið meira að spá í þá þætti sem fólk, að sumu leyti, tengir Land- vernd kannski beint við. Þá á ég við þessa hörðu málaflokka, andstöðu við virkjanaframkvæmdir, stóriðju- framkvæmdir og háspennulínur. Ég hef staðsett mig þar alla tíð. En hitt mallar allt á bak við og verður sífellt stærra. Fyrir um það bil áratug tók ég mig til og las nánast allt sem ég komst í um loftslagsmál, loftslags- breytingar og umhverfismál, í raun allt sem tengist náttúrunni og nátt- úruvernd. Af öllum þeim málefn- um sem hafa vakið áhuga minn í gegnum tíðina er náttúruverndin það sem hefur rist langdýpst. Þegar maður hefur hugsjón og sannfær- ingu fyrir einhverju þá verður mað- ur að standa undir því og beita sér til að hugsjónirnar fái framgang. Þess vegna vil ég skipa mér í fram- varðarsveit þeirra sem berjast fyrir umhverfinu.“ „Náttúran er ekki afgangsstærð“ Eins og Snæbjörn nefnir hér að framan eru margir sem einkum tengja Landvernd við andstöðu við virkjanir, við háspennulínur og við ýmsar aðrar framkvæmdir, þar með talið vegaframkvæmdir. Það hefur orðið tilefni til deilna og til eru þeir sem finnst Landvernd fara ansi geyst og taka umhverfi fram fyrir efnahag og öryggi fólks, í at- vinnu og samgöngum til að mynda. Þannig veiti stóriðja fólki atvinnu, á stöðum þar sem hennar sé mik- il þörf. Snæbjörn svarar því til að það sé sjaldnast svo að framtíðar- störf skapist á þeim svæðum sem séu á áhrifasvæðum virkjana, til að mynda sé ekki í umræðunni að orka sem gæti orðið til við virkjun neðri hluta Þjórsár verði nýtt þar um slóð- ir. Þannig njóti þeir sem verði fyrir mestu raski og mestum óþægindum vegna framkvæmda ekki ávaxtanna af þeim. „En burtséð frá því er það auðvitað þannig að atvinnuupp- bygging getur ekki orðið á kostnað umhverfisins umræðulaust. Náttúr- an er ekki afgangsstærð.“ Virkjanir eru ekki sjálfbærar Spurður hvort að til sé einhver sú græna stóriðja sem væri boðlegt að yrði byggð upp á Íslandi, með endurnýjanlegri orku, bendir Snæ- björn á að því hafi af sumum verið haldið fram að kísilver væru slík- ar stóriðjur, eða í það minnsta um- hverfisvænni en margt annað. „Það var hins vegar blekking. Kísilver- um fylgir kolabrennsla og meng- un, það hefur sannast rækilega í Helguvík þar sem kísilver United Silicon hefur valdið íbúum miklu angri, lyktarmengun og óþægind- um. Sumir hafa nefnt gagnaver, það er að sönnu hugsanlegt. Þar er enda ekki verið að flytja hráefni til og frá landinu með tilheyrandi kolefnis- fótspori, heldur eru gögn bara flutt um streng. Það er auðvitað ansi mikið skárra en þegar súrál er flutt til landsins frá Jamaíku og ál flutt frá landinu, kannski til Ástralíu. En stóriðja verður aldrei græn ef virkj- anirnar sem framleiða rafmagn- ið eru ekki sjálfbærar. Og það á því miður við um virkjanir hér á landi, þrátt fyrir að orkan í fallvötnum sé endurnýjanleg. Umhverfisáhrifin við byggingu vatnsaflsvirkjana eru gríðarleg og þá eru jarðhitavirkjan- ir hér á engan hátt sjálfbærar, það hafa dæmin sannað.“ Deilurnar snúast um kostnað Eru þá engin sársaukamörk þegar kemur að umhverfisvernd, verður náttúran að hafa forgang hvað sem tautar og raular. Nei, það er ekki al- veg svo, segir Snæbjörn. „Það eru vitanlega einhver sársaukamörk í umhverfisvernd, það verður að vera. Til að mynda varðandi vega- lagningu þá verður öryggi að vera í forgangi. Hins vegar snúast deilur oftast um kostnað og þá eru margir tilbúnir að fórna náttúrunni með þeim rökum að það sé einfaldlega of kostnaðarsamt að vernda hana, að fara þá leið sem kostar meira en skemmir minna. Til að að mynda varðandi Teigsskóg, leirur og sjáv- arfitjar á Vestfjörðum, þar er jarð- gangaleið um fjórum milljörðum dýrari. En umhverfisáhrifin eru hins vegar ótvírætt miklu minni af gangaleiðinni. Þess vegna hefur Landvernd lagst gegn því að farin verði sú leið sem Vegagerðin legg- ur til við Teigsskóg, og raunar hef- ur Skipulagsstofnun verið sammála því mati Landverndar. Við getum ekki gefið afslátt af náttúruverndar- kröfum, ekki þegar aðrar leiðir eru færar.“ n Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Snæbjörn er nýr formaður Landverndar „Þegar maður hefur hugsjón og sannfæringu fyrir einhverju þá verður maður að standa undir því og beita sér til að hugsjónirnar fái framgang.“ MyND SigtRygguR ARi Náttúruvernd forsenda velferðar Landvernd sinnir bæði fræðslu og harðri hagsmunabaráttu Landvernd eru náttúruverndarsamtök, stofnuð árið 1969, sem um 5.000 manns eru skráðir í beinni félagsaðild. Auk þess eru 40 félög og fyrirtæki um land allt að- ilar að samtökunum, meðal annars lands- hlutabundin náttúruverndarsamtök, Kvenfélagasamband Íslands, Skátarnir og Arion banki. Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og má í grófum dráttum skipta starfi samtak- anna í tvennt. Annars vegar fræðslu, en samtökin reka fjölmörg fræðsluverkefni á borð við Grænfánaverkefnið, Bláfána- verkefnið og Kolvið, ásamt Skógræktar- félagi Íslands. Hins vegar er Landvernd virkur þátttakandi í stefnumótun og töku upplýstra ákvarðana um landnotkun, auðlindir og umhverfi með því að sinna hagsmunagæslu fyrir náttúruna þegar kemur að framkvæmdum. Það er gert með yfirferð á matsskýrslum, álitsgerð og athugasemdum við framkvæmdir hvers konar sem áhrif hafa á náttúruna. Á heimasíðu Landverndar segir: „Sam- tökin líta svo á að náttúru- og umhverfis- vernd, sem og endurreisn spilltra nátt- úrugæða, séu forsenda efnahagslegrar og samfélagslegrar velferðar til lengri tíma litið. Þau hvetja til sjálfbærrar umgengni þjóðarinnar við náttúruna heima við og á hnattræna vísu, sem byggir á öflugri um- hverfisvitund, þekkingu og verndarvilja.“ „Af öllum þeim málefnum sem hafa vakið áhuga minn í gegnum tíðina er nátt- úruverndin það sem hefur rist langdýpst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.