Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 49
25Helgarblað 26. maí 2017
það að minnsta kosti ekki.“
Tekur það ekki á að leita að týndu
fólki?
„Jú, það getur vissulega gert það
sérstaklega þegar niðurstaðan er
sorgleg, sem hún er því miður alltof
oft. Síðast tók ég þátt í leitinni að
Birnu Brjánsdóttur, það tók á alla
sem að leitinni komu. Veðrið var
vont fyrstu dagana og við Skutull
tókum erfið leitarsvæði í byrjun svo
þetta reyndi á okkur bæði andlega og
líkamlega.“
Slítandi pólitík
Þú hefur fengist við alls konar störf á
ferlinum, starfað í fjölmiðlum, fengist
við kennslu, verið alþingismaður og
skrifað bækur. Er eitthvað af þessu
sem er skemmtilegra en annað?
„Hæfileikum mínum hefur verið
fleygt niður á öll þessi svið og í öllum
þessum störfum hef ég hugsað: Ó,
hvað ég er heppin, að fá að vinna
við það sem ég hef virkilega ánægju
af. Ég gæti ekki hugsað mér að vera
í starfi þar sem ég væri farin að finna
fyrir leiða, enda held ég að starfs
ánægja skipti öllu varðandi það að
ná árangri í starfi.
Kennslustörf eiga mjög vel við
mig og sem skólameistari fannst mér
mjög skemmtilegt að byggja upp og
þróa skólastarf í framhaldsskóla.
Samskipti við unglinga geta verið
mjög gefandi og lærdómsrík. Maður
er aldrei eingöngu kennari heldur
lærir maður líka af sínum nemend
um.
Ritstörf og fræðimennska eiga
líka vel við mig. Það er kannski helst
að pólitíkin sé slítandi starf. Ég var
aðeins farin að finna að ég var til
búin að skipta. Það er svo merkilegt
að um leið og maður fer að hleypa
þeirri hugsun að þá kemur forsjónin
og svarar því á sinn hátt. Það gerðist
hjá mér.
Ég veit ekki hvað ég hefði enst
lengi í starfi þingmannsins, því þing
seta er mikið annríkisstarf. Maður
fær alltof lítinn tíma til að vinna vel
og það á ekki við mig. Ég verð að fá
að rannsaka mál og skoða gögn. Ég
er svo mikill grúskari í mér og ég
verð að fá tíma til að yfirvega afstöðu
mína til einstakra mála. Því fylgir
mikil ábyrgð að vera þingmaður og
taka þátt í löggjafarstörfum og það
þreytti mig stundum að vera kastað
á milli verkefna. Síðan var ætlast til
að maður væri tilbúinn með ræður
eða svör fyrir fjölmiðla hér og nú
varðandi mál sem höfðu ekki einu
sinni verið kynnt fyrir manni. Þessi
hraði er líka einkenni fréttamennsk
unnar og kannski það sem mér lík
aði síst við hana. Það var svo oft verið
að fleyta kerlingar í stað þess að fara
ofan í mál. Það er hvorki gefandi né
gæfulegt til lengri tíma litið.“
Ríkisstjórn Jóhönnu
lyfti grettistaki
Ertu jafnaðarmaður í eðli þínu?
„Ég er félagshyggjukona, kannski
aðeins meira til vinstri en megin
straumurinn. Samt hef ég aldrei litið
á mig sem sósíal ista. Ég er sósíal
demókrati.
Meðan við greiðum til samfé
lagsins af okkar eigin tekjum þá á að
nýta það fjármagn í þágu samfélags
ins. Mér hefur sviðið að fylgjast með
því undanfarna áratugi hversu hags
munaöfl á Íslandi ráða miklu, þau
hafa tekið stjórnun landsins í sínar
hendur. Það er skuggalegt að horfa
upp á það.“
Hvaða hagsmunaöfl?
„Sterkar atvinnugreinar til
dæmis, eins og fjármálakerfið og út
gerðarauðvaldið. Ferðaþjónustan
er að komast í þessa stöðu, er orðin
mjög sterk atvinnugrein og sýnir til
burði í þá átt að taka til sinna ráða.
Stjórnmálamenn verða að hafa sterk
bein gagnvart þessu og minna sig
á það dag hvern að þeir eru í þjón
ustu almennings. Annars vegar eru
almannahagsmunir, hins vegar sér
hagsmunir. Það eru almannahags
munirnir sem eiga alltaf að vega
þyngst.“
Hvað varð Samfylkingunni að
falli?
„Ég vil ekki meina að Samfylk
ingin sé fallin en hún missti fótanna.
Ég held að hún hafi ekki þolað kjör
tímabilið eftir hrun. Hún færðist of
mikið í fang og gat ekki staðið við öll
þau kosningaloforð sem gefin höfðu
verið. Þrjú þungavigtarmál runnu út
í sandinn á því kjörtímabili: Evrópu
sambandsmálið, sjávarútvegsmálin
og stjórnar skrármálið. Ég held að
það hafi ráðið úrslitum um hrun
Samfylkingarinnar. Það skapaðist
vantrú sem flokkurinn er ekki búinn
að bíta úr nálinni með ennþá.
Eftir að Jóhanna steig til hliðar tók
við forystukreppa. Það var greinilegt
að það var ekki eining innan flokks
ins um hvert skyldi stefna og flokk
urinn fylkti sér ekki einhuga á bak
við þann formann sem kjörinn hafði
verið. Við bættist svo stjórnmála
þreyta og reiði almennings.
Við skulum samt ekki gleyma
því að ríkisstjórn Jóhönnu lyfti
grettistaki. Reisti landið úr rjúkandi
rúst og kom efnahagslífinu aftur á
réttan kjöl. Sú ríkisstjórn sem nú situr
og sú sem sat á síðasta kjörtímabili
hafa í rauninni verið að njóta ávaxt
anna af þeim ákvörðunum sem tekn
ar voru í ríkis stjórn Jóhönnu.“
Heldurðu að Samfylkingin geti
risið upp úr rústunum?
„Já, en ég held að þetta sé lang
hlaup en ekki spretthlaup. Stjórn
málaflokkar geta ekki krafist trausts,
eins og manneskjur í lífinu verða
þeir að ávinna sér traust. Það er ekki
hægt að laga allt með auglýsinga
pésum og góðri kynningarstarfsemi.
Heilindi verða að vera til staðar. Ef
menn eru sjálfum sér samkvæmir þá
verður málflutningur þeirra trúverð
ugur og traustið vex.“
Heldurðu að núverandi ríkis-
stjórn sitji út kjörtímabilið?
„Ég efast um það. Ég held að það sé
ekki næg samstaða þar innan borðs.
Mér líst auðvitað ekkert á þá hægri
stefnu sem verið er að reka í þessari
ríkisstjórn. Hún er með einkavæð
ingaráform í heilbrigðismálum og
gerir endalausa sparnaðar kröfu
á rekstur hins opin bera. Nú eru
nógir peningar til og það svigrúm á
að nota til að byggja upp, bæta og
næra innviði sam félagsins eins og
heilbrigðis, mennta og samgöngu
kerfi. Þessar meginstoðir verða að
vera í lagi en eru eiginlega í molum
eftir lang varandi fjársvelti og niður
skurð. Núna væri lag, í stað þess að
lækka skatta og ívilna sterkum at
vinnugreinum, að taka tekjur inn í
ríkissjóð og nýta þær til að byggja
upp samfélagsstoðir.“
Þingmannsstarfið er
samfélagsþjónusta
Það hefur stundum verið sagt að eftir
fimmtugt sé erfitt fyrir konur að fá
vinnu. Er það þín reynsla?
„Já. Það er mjög lítið rými fyrir
konur sem eru eldri en fimmtugar á
vinnumarkaði. Ég sé þær ekki mikið
nýráðnar í góðum stöðum.“
Það er líka sagt að það sé erfitt
f yrir alþingismenn að fá vinnu?
Stundum er eins og þeir mæti andúð
þegar tilkynnt er um að þeir séu
komnir í nýtt starf.
„Já, og það er alltaf gert að
fréttum ef þeir sækja um störf, sem
vinnur gegn þeim og hefur áhrif á
atvinnumöguleikana. Það er svo
mikill tvískinnungur uppi í þessum
efnum. Annars vegar er uppi krafa
um að starf alþingismannsins sé
ekki ævistarf, það verði að eiga sér
stað endurnýjun og útskipting. Gott
og vel, en þá verða menn líka að eiga
afturkvæmt inn í samfélagið eftir að
hafa þjónað á Alþingi. Þingmanns
starfið er samfélagsþjónusta og
menn eiga ekki að gjalda fyrir það,
þótt þeir eigi ekki að njóta neinna
forréttinda heldur. Fólk á að fá að
njóta hæfileika sinna, menntunar
og þekkingar, en það er misbrestur
á því þegar stjórnmálamenn eru
annars vegar.
Kannski eimir líka eftir af því
viðhorfi að ef stjórnmálamaður sem
er hættur fær starf þá sé það ein
hvers konar fyrirgreiðsla, en það er
ekki þannig.“
Kannski kemur skáldsaga
Víkjum aðeins að skáldskap. Þú
hefur skrifað bækur, þar á meðal er
ljóðabók.
„Ég hef alltaf verið yrkjandi.
Ljóðin verða til þannig að eitthvað
kemur til mín. Svo fer það eftir
stemningunni hvort ljóðið er rímað
eða órímað og hvort í því er tregi eða
kæti. Mér finnst gaman að búa til
vísur og nota hefðbundna formið.
Sem betur fer eru skáld farin að
vinna aftur með bundna málið sem
var bannorð þegar ég var í háskóla.
Þá gaf ekkert ljóðskáld með sjálfs
virðingu út ljóðabók í hefðbundnu
formi. Mér finnst vera þroskamerki
þegar menn þora að blanda því nýja
saman við það gamla.“
Ég veit að þú lest mikið, hvaða
skáld eru í uppáhaldi?
„Ég er bókaormur og hef alltaf
verið alæta á bækur en ég er svolítið
hefðbundin. Mín eftirlæti eru Þór
bergur, Laxness, Einar Ben, Davíð
og Steinn. Svo elska ég Theódóru
Thoroddsen, Ólínu Andrésdóttur,
Guðrúnu frá Lundi og Ólöfu frá
Hlöðum. En ég hef líka unun af því
að lesa mörg yngri skáld. Kristín
Marja Baldursdóttir er til dæmis í
miklu uppáhaldi. Ég hef verið að
skrifa bókagagnrýni af og til síðustu
ár og hef átt þess kost að kynna mér
það sem er að koma frá íslenskum
höfundum. Þar er mikil gróska.“
Við hvað ertu að vinna þessa
stundina?
„Núna er ég að vinna í sjálfstæðu
rannsóknarverkefni sem er mjög
spennandi. Það er of snemmt að
upplýsa umfjöllunarefnið en þetta
er menningarsögulegt og þjóðfræði
legt verkefni sem ég vona að verði að
bók innan tíðar.“
Gætirðu hugsað þér að skrifa
skáldsögu?
„Það er ekkert útilokað að ég
skrifi skáldsögu. Ég er með ákveðna
hugmynd sem mig langar til að út
færa ef lífið leyfir.“
Undir lokin er rétt að víkja að
einkalífinu. Þú hefur verið gift ansi
lengi. Hver er galdurinn við farsælt
hjónaband?
„Ég bara veit það ekki“ segir Ólína
og hlær. „Ég kynntist manninum
mínum, Sigurði Péturssyni, nítján
ár gömul. Við höfum alltaf verið
eins og tvær perlur í einni skel. Okk
ur hefur gengið vel að vinna saman
úr því sem lífið hefur fært okkur. Við
höfum sömu áhugamál, erum póli
tískt, sagnfræðilega og fræðilega
þenkjandi. Við höfum gaman af úti
vist. Við erum mjög lík að mörgu
leyti þótt skaphöfnin sé ekki alveg
sú sama. Hjónaband byggist á sam
ábyrgð tveggja og gagnkvæmri til
litsemi. Hingað til hefur okkur lán
ast að dansa í takt og ég vona að guð
gefi að okkur lánist það áfram.“ n
fólk - viðtal
Ólína og Sigurður eiginmaður
hennar „Við höfum alltaf verið
eins og tvær perlur í einni skel.“
Á förum frá Ísafirði „Ég get lagt þessa bók, sögu um mannlíf, náttúru og líf við Djúp í
gegnum aldirnar, á borð með mér í kveðjuskyni.“ Mynd SigtRygguR ARi
Ólína og Skutull
Myndin var tekin við leitina
að Birnu Brjánsdóttur.
„Þegar ég fór vestur ákvað ég
að ég myndi vera þar meðan
ég hefði erindi og gæti gert sam
félaginu gagn