Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 18
18 Helgarblað 26. maí 2017fréttir Fræðslunefnd Sjúkraliðafélags- ins hefur lagt fram tillögu við starfs- greinaráð um að breytingar verði gerðar á námskrá nema í brúar- námi, en það er námsleið sem gef- ur starfsmönnum í heilbrigðisþjón- ustu sem uppfylla tiltekin skilyrði möguleika til að afla sér sjúkraliða- menntunar með því að taka 60 ein- inga nám í stað 120 eininga. Brúarnámið hefur verið gagn- rýnt harðlega og hafa margir félags- menn í Sjúkraliðafélaginu meðal annars talið það vera gengisfellingu á náminu. Helstu breytingar sam- kvæmt tillögunni eru að inntöku- skilyrðum verði breytt, í stað 23 ára aldurstakmarks komi 25 ára ald- urstakmark. Vinnustaðanám verði metið til átta eininga og sextán ein- inga starfsþjálfun verði bætt við, en sá einingafjöldi var áður lagður að jöfnu við fimm ára starfsreynslu. Þá er nemum á brúarnámsleið gert að ljúka náttúrufræði 103 áfanga og að sækja sér starfsþjálfun á öðrum en sínum upprunalega vinnustað. Við þessar breytingar fer brúar- námið frá 60 einingum upp í 90 ein- ingar. Kosningar til formanns félagsins standa ný yfir, en Helga Dögg Sverr- isdóttir býður sig fram gegn sitjandi formanni, Kristínu Áslaugu Guð- mundsdóttur. Helga Dögg telur þetta vera skref í rétta átt. „Það er greinilega verið að hlusta á þær óánægjuraddir sem komið hafa fram. Þetta er komið frá félagsmönnum sem hafa látið í sér heyra og það eru að verða breyting- ar, sem er mjög gott. Hvort þetta nái til að stuðla að fullum sáttum í fé- laginu veit ég ekki,“ segir hún. Úrslitin í formannskjörinu verða kunngjörð á landsþingi Sjúkraliða- félagsins þann 31. maí næstkom- andi. Miðvikudagur 23. Febrúar 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Helga Dögg Sverrisdóttir Frambjóðandi til formanns félagsins segir tillögurnar skref í rétta átt. Sjúkraliðafélagið leggur fram tillögur um breytingar á brúarnáminu: Óvíst um sættir hjá sjúkraliðum Sofandi á rauðu ljósi Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu lenti í undarlegu atviki aðfaranótt sunnudags. Þá voru lögreglumenn kallaðir að gatna- mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar vegna kyrrstæðs bíls á rauðu ljósi. Þegar á vettvang var komið sá lögreglan mann á þrítugsaldri steinsofandi undir stýri. Bíllinn var læstur og að auki í lausagangi. Sama hversu fast lögreglan lamdi á rúðurnar rum- skaði ökumaðurinn ekki. Að lok- um hrökk hann þó upp af værum blundi og opnaði bifreiðina. Mað- urinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum lyfja. Vargar gera við grindverk Lögreglan hafði hendur í hári tveggja pilta eftir að þeir unnu skemmdarverk við hús Orkuveitunnar síðastliðið föstudagskvöld á Akranesi. Piltarnir viðurkenndu verknaðinn og sáu að sér, mættu skömmu síðar og gerðu við grindverkið. Lögreglan á Akranesi hafði þó í nógu að snúast en þrisvar sinnum um helgina aðstoðuðu þeir ofur- ölvi einstaklinga að komast til síns heima. Einn var þó svo ölvaður að lögreglan lét lækni skoða hann áður en honum var skilað til síns heima. FL Group trompar Trump FL Group hefur keypt sig inn í verkefni Bayrock-fast- eignafélagsins í Bandaríkjun- um fyrir rúma þrjá milljarða króna. Meðal verkefnanna eru þrjú hótel, þar á meðal tvö í eigu Donalds Trump, bandaríska við- skiptajöfursins sem í seinni tíð er þekktastur fyrir þátttöku sína í þáttunum The Apprentice. Auk þessara verkefna hyggur FL Group á fleiri fasteignaverkefni víða um heim. 17 ára á 171 km hraða Mikið var um ofsaakstur í höfuðborginni um helgina. Aðfaranótt laug- ardags var 17 ára gamall öku- maður sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hann mældist á 171 kílómetra hraða á Miklubraut. Sömu viðurlög hlaut annar maður á þrítugs- aldri sem mældist á 142 kíló- metra hraða á Hringbraut á föstudagskvöld. Alls mældi lögreglan 41 ökumann yfir leyfilegum há- markshraða um helgina. Á mánudag var einnig nokkuð um hraðakstur en fimm mega búast við ökuleyfissviptingu í kjölfarið. Þeirra á meðal ók einn á 144 km hraða á Hafn- arfjarðarvegi. Verkalýðsforkólfar eru sammála um að færa þurfi lágmarkslaun kjarasa mninga nær raunveruleikanum. Þeir vilja færa lægstu taxta nær markaðslaunum, me ð því myndu lægstu taxtarnir hækka um 50 þúsund krónur á mánuði. Aðalkjarasamningur Starfgreina- sambands Íslands og Samtaka at- vinnulífsins rennur út um næstu áramót. Í dag funda forkólfar verka- lýðshreyfingarinnar þar sem rædd verða áhersluatriði í komandi bar- áttu. Undirbúningur fyrir kjara- samningaviðræður er því hafinn á fullu og ljóst að formenn verkalýðs- félaga telja brýna þörf á að gera rót- tækar breytingar. Kristján Gunnarsson, formað- ur Starfsgreinasambandsins, segir mikinn hug í verkalýðshreyfingunni til að ná fram úrbótum í komandi kjarasamningum. Hann segir fund- ina núna fyrst og fremst vera vinnu- fundi til undirbúnings fyrir viðræður í haust. „Fyrir síðustu samninga náð- ist fínt samstarf aðildafélaganna og ég vona að við náum því aftur í þetta skiptið. Með því náum við að sam- eina krafta okkar í stað þess að þeir séu dreifðir. Ég hef fundið fyrir mikilli samstöðu í hreyfingunni undanfarið og er sannfærður um að við náum að hnykla vöðvana vel í haust.“ Ekki mönnum bjóðandi Aðalsteinn Árni Baldursson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavíkur, telur brýnast að ráða bót á misskipt- ingu sem sífellt verður meira áber- andi í samfélaginu. Hann vill einnig sjá kjarasamninga færast nær raun- verulegum tímalaunum á markaði. „Við höfum verið að skoða þróun mála á síðustu árum á vinnumark- aðnum og töluvert margt þarf að laga í kerfinu. Misskiptingin í þjóðfélaginu er orðin mjög áberandi þar sem hin- ir ríku verða ríkari og hinir fátæku fá- tækari. Það sjá allir að verkafólk get- ur ekki lifað af lágmarkslaunum sem skömmtuð eru samkvæmt núgild- andi samningum. Það er einfaldlega ekki mönnum bjóðandi,“ segir Að- alsteinn Árni. „Það er mikið um yfir- borganir í ýmsum störfum og liggur fyrir að færa þurfi kjarasamninga nær þeim launum sem greidd eru í raun. Þarna er nokkur gjá á milli sem nauð- synlegt er að laga.“ Í ró og spekt Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, vonast til að viðræðurnar gangi eðlilega fyrir sig Hann telur æskilegast að viðræðum yrði lokið áður en núverandi samn- ingar rennur út um áramót. „Við viljum ganga í viðræður um leið og menn mæta aftur til vinnu að lokn- um sumarfríum. Best væri ef hægt væri að ljúka þessu þannig að nýir samningar tækju beint við. Í mín- um huga er mikilvægast að stokka upp tryggingaréttinn sem snýr að veikindum og örorku. Það er eitt af stærstu verkefnunum á borðinu núna,“ segir Vilhjálmur. „Síðan þarf iðulega að huga að launatöxtun- um og farið verður yfir þau mál. Það hefur verið viðfangsefni kjarasamn- inga um langt skeið að færa taxtana sem næst því sem gengur og gerist á vinnumarkaði. Ég skal ekkert segja um það hvort gjáin sé meiri nú en áður. Vonandi verður baráttan ekki of hörð og menn geti unnið þetta verkefni í ró og spekt. Við hlökkum til að takast á við þetta á sem eðlileg- astan máta.“ Bilinu verður að eyða Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir mark- mið félagsins skýr þegar kemur að úrbótum kjarasamninga. Hann tek- ur undir mikilvægi þess að laga þá að markaðslaunum vinnumarkaðar- ins. „Afstaða okkar til komandi kjara- samninga er hvellskýr. Það verður að vera meginmarkmið þeirra að verja það markaðslaunakerfi sem byggt hefur verið hér upp á undanförnum árum og áratugum. Lágmarkstaxtar verða að hækka til samræmis við þau markaðslaun sem almennt er ver- ið að greiða,“ segir Vilhjálmur. „Sam- kvæmt könnunum má sjá töluverðan mun á markaðslaunum og lágmarks- launum kjarasamninga, munurinn þar á liggur nærri 50 þúsund krónum á mánuði. Það er alvitað að nú eru um 20 þúsund erlendir verkamenn á íslenskum vinnumarkaði og sam- kvæmt upplýsingum frá Vinnumála- stofnun er stór hluti þeirra að vinna eftir berstrípuðum lágmarkstaxta. Bilinu á milli markaðslauna og lág- markslauna verður að eyða algerlega í komandi samningum.“ LiFa ekki aF Laununum TrauSTi HafSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Laga launin Forystumenn verkalýðs- félaga undirbúa baráttuna fyrir komandi kjarasamningaviðræður og telja nauðsynlegt að gera úrbætur. Mikils er vænst af nýrri ríkisstjórn. Hún hefur mikinn stuðning, bæði meðal þjóðarinnar og innan þingsins. Vissulega urðu vonbrigði með hvernig Sjálfstæðisflokkurinn valdi sína ráðherra. Í dag eru gerðar meiri kröfur um jafnræði kynjanna en kemur fram í ráðherravali Sjálf- stæðisflokksins. Eitt af því brýnasta sem ríkisstjórnin verður að gera er að eyða því kalda stríði sem fylgdi fyrri ríkisstjórn og einkum upphafsmönnum hennar, Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni. Ekki er við það un- andi að heiftin sem var milli manna endurtaki sig. Það er komið nóg og það verður að vera heimilt að hafa aðrar skoðanir en ráðamenn og það verður líka að vera heimilt að tjá þær skoðanir án þess að það merki annað en skoðanamun. Ekki er lengur við það unandi að fólki sé skipt í lið eða fylkingar, með eða á móti mönnum með alls kyns eftirmálum. Fjölmiðlar hafa mátt búa við alls kyns aðfinnslur makki þeir ekki rétt. Fjölmiðlum hefur ekki verið svarað og þeir jafnvel ekki boðað- ir á almenna blaðamannafundi hafi þeir fjallað um mál eða mál- efni með öðrum hætti en helstu ráðamönnum hefur þótt henta. Þessum leiðinlega kafla í sam- skiptum er vonandi lokið. Hann hvarf að mestu þegar gömlu for- ingjarnir fóru frá. Samt eimdi eft- ir af þessum þunga anda allt fram að kosningum. Í dag er gaman hjá verðandi ráðherrum og þeir eru allir glaðir. Hvort þeir taka upp stífni og þvinganir forvera sinna kemur ekki í ljós fyrr en störf nýrrar ríkis- stjórnar verða metin og gagnrýnd. Nú er tækifæri til að endurtaka ekki þau leiðindi sem hafa verið ráð- andi og nú er tækifæri til að hætta að skipa fólki í lið og fylkingar. Pirr- ingurinn og leiðindin eru best geymd í fortíðinni og það er óskandi að hægt verði að hafa samskipti við ráðafólk með þeim hætti að ekki end- urtaki sig sú úlfúð sem verið hefur. Eflaust verður andi síðustu kjör- tímabila skoðaður þegar frá líður og reynt verður að varpa skýru ljósi á það sem gerðist. Það fólk sem fór með landsráðin og það fjölmiðlafólk sem var í sigti stjórnmálamannanna er ekki best til þess fallið. Aðrir verða að skrifa sögu sundrungar og óvináttu. Samfélaginu er nauðsynlegt að hér verði gagnrýnir fjölmiðlar og ráðamenn verða að þola gagnrýna umfjöllun um störf sín. Trúlega eru þessir vondu tímar í samskiptum fólks að baki og fram undan verða vonandi eðlileg samskipti milli allra. Vonandi verða ekki heilu ríkis- stofnanirnar lagðar niður mislíki ráðamönnum það sem frá þeim kem- ur og vonandi verður ekki reynt aftur að berja í gegn lög um að sérstakt opinbert leyfi þurfi til að gefa út dagblöð. Sigurjón M. Egilsson fimmtudagur 24. maí 200714 Umræða DV Nýtt upphaf Trúlega eru þessir vondu tímar í samskiptum fólks að baki og fram undan verða vonandi eðlileg samskipti milli allra. Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. StjórNarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSiNgaStjóri: auður Húnfjörð Stagbætt kerfi sem eng n vildi Illskan Nú þegar Guðni Ágústsson hefur verip munstraður sem formaður Framsóknarflokks- ins er líklegt að hann verði að taka upp annan stíl en hann hefur sýnt síðustu daga. Guðni hefur komist áfram á skemmtileg- heitum og orð- heppni. Illskan fer honum verr og ekki er líklegt að framsóknar- fólk kjósi hann til formanns, þeg- ar kemur að því að hann standi frammi fyrir fólkinu, ef hann verður enn fullur illsku og jafnvel haturs. Það er ekki sá Guðni sem fólkið þekkir. Fyrri átök Bæði Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir hafa tekið þátt í hörðum átökum innan Framsókn- arflokksins og það mun vænt- anlega veikja stöðu þeirra þegar kemur að því að velja flokknum nýja forsytu. Valgerður Sverris- dóttir og Magn- ús Stefánsson hafa haldið sig meira utan við hinar opinberu orrustur Fram- sóknarflokks- ins og því ekki ótrúlegt að litið verði frekar til þeirra þegar ný forysta verður kjör- in. Hvað sem verður bíður Fram- sóknar mikil vinna í endurgerð og þá mun skipta miklu að forysta flokksins verði þess bær að skapa nýja ímynd og betri. Ásakanir Guðni Ágústs- son, settur for- maður Fram- sóknarflokksins, hefur farið mikinn gagn- vart DV. Hann kennir DV um að sjálfur er hann ekki lengur ráð- herra. Guðni telur skoðanakann- anir sýna að Framsókn hafi verið á uppleið þegar DV birti yfirlit yfir gerðir ríkisstjórnarinnar og þá hafi fylgið tekið að dala. Kunnugir telja þetta einu skoðanakönnunina sem Guðni hefur tekið mark á. Fram að því hefur lítið verið að marka spárnar. En svona er þetta. Sandkorn Einhver innbyggð spenna og mótsögn er í kvóta- kerfi sem valdið hefur 20 ára borgarastríði á Íslandi. Munum eftir því að minnkandi fiskafli og grunur um ofveiði varð til þess að aðgangur að fiskistofnun- um var takmarkaður. Það voru ekki rekstrarhagfræði- leg rök sem réðu því að kvótakerfi var komið á heldur rök fiskifræðinnar gegn ofveiði. Skilningur almennings á verkan kvótakerfisins er býsna mikill og því meiri sem hann verður, því meiri verða særindin og vonbrigðin. Menn skilja að sægreif- inn, sem leigir út kvóta á uppsprengdu verði, stingur ríkisstyrk í vasann. Rentan af auðlindinni rennur fyr- irhafnarlaust í vasa kvótahafans þótt í lögum standi að auðlindir hafsins séu sameign þjóðarinnar. Kvótahaf- inn er auk þess valdaður af bönkunum. Því fleiri sem tonnin eru í eigu hans, því minni er áhætta bankanna að lána honum og vextirnir lægri sem standa honum til boða. Það er herfilegur misskilningur að markaðsfrelsi sé heilagt, einskonar guðdómleg forsjá og ósýnileg hönd sem miði öllu til hins besta. Hafi stjórnmálamenn tal- ið sig þurfa að setja lög til þess að tylla undir heilagt markaðsfrelsi er að sama skapi hægt að breyta lögun- um ef í ljós kemur að frelsi sumra er ófrelsi annarra. Ef í ljós kemur að regluverkið veldur heiftarlegu órétt- læti, átökum, uppdráttarsýki heilla byggðarlaga eða stríðir gegn grundvallaratriðum aldagamallar fisk- veiðimenningar, verður að breyta því. Ef regluverk stjórnmálamannanna tortímir fiskveiðimenningu sjávarbyggðanna verður að breyta því. Allt er þeim mótdrægt Skrifstofa Kambs á Flateyri er ekki félagsmálaþjón- usta. Hvergi er kveðið á um samfélagslega ábyrgð fyr- irtækja. Venjuleg fyrirtæki sinna þessari ábyrgð svona í leiðinni ef reksturinn gengur vel. En kvótakerfið heimilar sjávarútvegsfyrirtækjum í fullum rekstri að selja allan kvótann og fara með arðinn hvert á land sem er. Allt í nafni markaðsfrelsis sem var ekki einu sinni tilgangur kvótakerfisins. Menn hafa líka skilið á tuttugu árum að stjórnar- skrárbundin atvinnu- og eignarréttindi annarra sem lifðu af fiskveiðum, voru fótum troðin og höfð að engu þegar kvótinn var bundinn við skip útgerðar með lög- um. Þarf að nefna örlög Bakkfirðinga? Eða íbúðarhús Jóns Helga Kocinski Gíslasonar og fjölskyldu hans á Flateyri sem nú er að breytast í 11 milljóna króna sumarbústað? Bolvíkingurinn Kristinn H. Gu narsson metur það svo að senn fækki um 100 í Bolu garvík og um 200 á Flateyri. „Ég veit e ki betur en að stóru kvótahafarnir hafi fengið að vera í friði. Þeir fá frið til þess að taka út peningana sem liggja í kvótanum, þeir fá frið fyrir öllum skyldum við aðra en sjálfa sig, þeir fá frið fyr- ir útsvarinu, þeir fá frið til þess að leika sér í golfi um áhyggjulausa ævidaga og það er rétt að framtíð þeirra lítur nokkuð vel út,“ segir Kristinn á vefsíðu sinni. Ofan á innbyggðan vanda kvótakerfisins er hag- stjórnin fiskveiðum og -vinnslu afar mótdræg um þessar mundir. Ef ekki væri fyrir hátt fiskverð á erlend- um mörkuðum væri ástandið víðar mjög svart en á Flateyri. Hér er um að tefla ruðningsáhrif fasteigna- verðbólgunnar á höfuðborgarsvæðinu og stóriðjunn- ar á Austurlandi. Þegar við bætist verðlag á leigukvóta, sem menn væru fullsæmdir f á eiturlyfjamarkaði, er fokið í flest skjól. Væri það ekki eins og hver önnur sjálfsbjargarviðleit i ð lauma hluta af fiski framhjá vigt við þessar aðstæður? Eða henda verðlitlu smæl i og fiski, sem ekki er kvóti fyrir, í hafið? Nagar refurinn ekki af sér loppuna til að sleppa úr gildrunni? Kerfið sjálfu sér sundurþykkt Í rauninni ættu menn að varast að dæma útgerð- irnar of hart. Þær spila eftir leikreglum sem settar hafa verið af löggjafarvaldinu. Kerfið er plástrað og stag- bætt. Svokallaður byggðakvóti hefur verið innleiddur, einskonar ölmusa og afsökunarbeiðni frá stjórnvöld- um. Byggðakvótinn hittir fyrir útgerðir sem hafa keypt eða leigt kvóta dýrum dómi. Forsvarsmönnum þeirra þykir sem stjórnmálamenn gefi þeim langt nef. Fyrir nú utan ruglinginn sem þetta skapar í neyðartilvikum eins og á Flateyri. Setjum sem svo að útgerðarfélög á norðanverðum Vestfjörðum vilji kaupa kvóta af eigendum Kambs á Flateyri. Er ekki hugsanlegt að seljendur kvótans fái byggðakvóta í staðinn og sti gi andvirði selda kvótans í vasann? Skyldi þetta vera vænleg leið til þess að fá út- gerðir í heimabyggð til að kaupa Flateyrarkvótann? Svo er að heyra sem Einar Oddur Kristjánsson frá Sólbakka á Flateyri ætli að beita sér fyrir því að auð- lindaumræðan verði en á ný tekin upp á Alþingi. Síðastliðinn mánudag sagði Einar Oddur við Morg- unhanann á Útvarpi Sögu: „Svona dæmi sem koma upp verða til þess að löggjafinn og umræðan í landinu kemst ekki hjá því að fara í gegn um auðlindaumræð- una rétt einu sinni ... Við verðum að vera menn til að fjalla um þetta hlutlægt og öfgalaust.“ JóhAnn hAuKsson útvarpsmaður skrifar „Skrifstofa Kambs á Flat- eyri er ekki félagsmála- þjónusta. Hvergi er kveð- ið á um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.“ Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús dugguvogi 12 - 104 reykjavík - S: 517 7040 - www.hobbyhusid.is Opnunartími: mán-föst 10.00-18.00, laugard 13.00-17.00, sunnud 13.00-16.00 mikið úrVal af hjólhýSum Verð frá 1.690.000 og húsbílar verð frá 4.990.000 Skoðaðu úrvalið hjá okkur. NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði Þetta líkist krókódíl að dansa við pabba minn... Andskotinn hafi það, nú verðið þið að hætta þessu! Ég er blekklessa! Tilviljanakennt mynstur af litum! Ég líkist engu öðru klikkhausinn þinn! fyri 10 á m n DV lítur um öxl og gluggar í gömul blöð n Lalli Johns á meðal þess sem bar á góm í maí 2007 Mikið æði hefur heltekið íslens a æsku undanfarið en það er að leika sér með svokallaða drakkó-karla. Í raun eru þetta hausar af skrýtnum fígúrum og líkist leikurinn furðu mik- ið peningaharki. Hann snýst um það að kasta drakkó-haus eins nálægt vegg og mögulegt er. Sigurvegar- inn hirðir hina hausana sem notað- ir voru í spilinu. Nú hefur Melaskóli riðið á vaðið og bannað leikföng- in innan skólans en nokkur misklíð hefur orðið vegna karlanna. „Þetta er orðið dálítið peninga- spursmál og það er alvarlegt,“ segir Ragna Ólafsdóttir, skólastjóri Mela- skóla, en eldri krakkarnir hafa not- fært sér leikinn og haft karlana af þeim yngri. Þá hefur verið tilkynnt um hvarf nokkurra karla en Ragna vill þó ekki fullyrða að um þjófnað sé að ræða enda hefur slíkt alls ekki komið í ljós. Að sögn Rögnu leyfði skólinn börnunum að leika sér með fígúr- urnar til að byrja með. Hún segir slíka leiki geta gagnast börnunum vel og bendir á í því samhengi að ekki öll börn vilji leika sér í boltaleikjum. Hún segir þann vettvang geta ver- ið ágætan fyrir börn til að hittast og leika sér sem hún telur afar jákvætt. Í því samhengi bendir hún á annað æði sem gekk yfir hjá skólabörnum fyrir örfáum árum en það var leikur með Pókemon. Þar gátu börn skipst á spilum og körlum. Þetta spil geng- ur lengra því það líkist fjárhættuspili. Hún bætir við að svona leikir geti færst í miklar öfgar hægt og rólega. „Þegar ég var lítil var þetta kallað fimmaurahark,“ segir Ragna minnug æskuáranna. Hún segir að oftar en ekki hafi börnin þó notast við tappa en stundum voru fimmaurarnir lagðir undir. Hún segir viðbrögð við banninu hafa verið góð þótt sumir krakkar geti verið ósáttir við það. Melaskóli er þó ekki eini skólinn sem hefur bannað þetta því frístundaheimil- ið við skólann hefur gert það sama. Svipuð vandamál komu upp og því þótti vænlegast að biðja börnin að leika sér heima með drakkó-karl- ana. valur@dv.is föstudagur 25. maí 20074 Fréttir DV Góður alhliða áburður. Hentar vel í öll blómabeð, fyrir matjurtir, skrautrunna og tré. Inniheldur öll helstu næringar- og snefilefni. Berið á 3-4 sinnum yfir vaxtar- tímann frá maí fram í miðjan júlí www.aburdur.is Gott í garðinn Fæst í öllum helstu garðyrkju- og byg gingavöruverslunum landsins Telja kindur í þjóðgarðinum Skotveiðifélag Íslands stóð fyrir rjúpn talningu á Þingvöll- um á þriðjudaginn. „Þetta fer þannig fram að hópur fólks röltir um svæðið og telur þá karra sem sjást,“ segir Einar Kr. Haraldsson hjá Skotveiðifélaginu. Á vorin eru karrarnir oft áberandi þar sem þeir koma sér fyrir á hólum og verja óðul sín. Taldir voru sjö karrar og ei hæna. Einnig varð vart við þrjár kindur og tvo refi. Í fyrra fund- ust fjórir karrar. Mesta fjölgunin virðist vera meðal refa. Önn- ur tófan var alhvít en hin var að komast í dökkan feld. InnlendarFréttIrritstjorn@dv.is Dæmdur fyrir ofsaakstur Maður var dæmdur í 350 þúsund króna sekt í Héraðsdómi Suðurlands fyrir umferðarlaga- brot. Þegar maðurinn ók á sem mestum hraða mældist hann á 160 kílómetra hraða. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hylja númeraplötuna á mótorhjólinu gagngert til þess að koma í veg fyrir að lögreglan gæti náð núm- erinu. Maðurinn hefur margoft gerst sekur um umferðarlaga- og fíkniefnabrot. Þá var hann einnig sviptur ökuleyfi í sex mánuði. ÞEGIR UM EIGIN HAG Verkalýðsfélag Vestfirðinga fund- aði í gær með starfsmönnum Kambs á Flateyri. „Þessi fundur er fyrst og fremst til þess að ræða uppsagnirnar og réttindi starfsmanna Kambs,“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Finnbogi segir að með þessu sé verkalýðsfélagið að standa við loforð sín við starfsmenn Kambs. „Þetta er lokaður fundur. Við förum yfir þessi mál með starfsfólkinu í rólegheitum,“ segir hann. Hinrik Kristjánsson for- stjóri Kambs tilkynnti fyrir viku síðan að fyrirtækið yrði selt. Þar með mis a 120 manns á Flateyri vinnuna, 65 manns í landvinnslu og 55 sjómenn. Orðagjálfur ráðamanna Þingflokkur Frjálslynda flokksins hittist á miðvikudag og ræddi mál- efni Flateyrar. Þingflokkurinn krefst þess að ný ríkisstjórn láti að sér kveða í málinu án tafar. „Allt tal um skoð- un, athugun eða óvænta atburðarás er orðagjálfur manna sem þora ekki að takast á við sérhagsmunina sem stjórnvöld eiga að stjórna en ekki þjóna,“ segir í ályktun frá frjálslyndum. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokks- formaður Frjálslynda flokksins, telur athyglisvert að tvö fyrirtæki á Vest- fjörðum hafi lent í viðlíka hremming- um á skömmum tíma. „Annars vegar var það Bakkavík í Bolungarvík sem neyddist til þess að selja frá sér kvót- ann og nú er það Kambur sem hættir vinnslu,“ segir Kristinn. Miklar skuldir Þegar hafa tilboð verið samþykkt í þrjá báta Kambs. Hinrik Kristjáns- son framkvæmdastjóri og aðaleig- andi félagsins segist lifa í þeirri von að fjársterkir aðilar treysti sér til þess að halda áfram útgerð á Flateyri. „Ég vona bara að einhver sjái sér hag í því að koma og taka yfir það sem hér er eftir,“ segir hann. Hann treystir sér ekki til þess að leggja mat á það hver staða hans verði þegar fyrirtækið verður gert upp. Hans fyrsta markmið sé að greiða nið- ur skuldir Kambs, sem séu talsverðar. Þýðir ekki að gráta „Það hjálpar okkur ekkert að gráta,“ segir Stanislaw Kordek, sjómaður á Flateyri. Hann er sannfærður um að einhver kaupandi finnist sem haldi áfram útgerð á Flateyri. Hann segir að til skamms tíma hafi reynst mjög auð- velt fyrir fólk að fá lánsfé fyrir húsnæði á Flateyri og telur að það verði erfitt fyrir þá sem ekki finna sér vinnu. „Ég stefni að því að kaupa bát og fara að gera út sjálfur ef ekkert rætist úr hlutunum hérna,“ segir Stanislaw. Stanislaw er íslenskur ríkisborgari. Hann flutti til Íslands frá Póllandi og hefur búið á Flateyri síðan 1995. Verkalýðsfélag Vestfirðinga fundaði m eð starfsmönnum Kambs og kynnti þ eim rétt- indi sín. Þingflokkur Frjálslynda flok ksins segir að allt tal um skoðun og a thugun á málinu sé orðagjálfur. Eigandi Kambs treystir sér ekki til þess að segja hver nig hann kemur út úr sölunni á fyrirtækinu. Flateyri Hinrik Kristjánsson eigandi Kambs á flateyri selur fyrirtækið. 120 manns missa vinnuna og afkoman verður ótrygg fyrir marga fleiri. Hinrik vonar að einhver haldi áfram útgerð á staðnum. Verkalýðsforinginn ræddi uppsagnirnar við starfsfólkið og kynnti þeim réttindi sín. Sjómaðurinn stanilslaw Kordek hefur búið o g unnið á flateyri í meira en tíu ár. Hann hefur trú á því að útgerð verði haldið áfram á flateyri. Ef það bregst þá hyggst han fjárfesta í bát g fara sjálfur í útgerð. Sigtryggur Ari jóhAnnSSOn blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Drakkó-karlar útlægir úr Melaskóla: Leikfang hark bannað Drakkó-æðið Börn á íslandi geta vart slitið si g frá svokölluðum drakkó-körlum en melaskóli sá sig knúinn til þess að banna þ á eftir að bera fór á misklíð innan skólans vegna þeirra. mánudagur 21. maí 20072 Fréttir DV Tíu tek ir fyri hraðakstur „Menn eru þungir á hægri fætinum í blíðunni,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Sauðárkróki. Lögreglumenn frá Sauðárkróki sem voru við umferðareftirlit á þjóðveginum stöðvuðu tíu öku- menn fyrir of hraðan akstur á rétt rúmu tveimur klukkutímum síðdegis í dag. Annar lögreglu- bíll var við eftirlit skammt frá og stöðvaði nokkra til viðbótar. Kristján Örn segir óvenjulegt að svona margir skyldu teknir við hraðakst r í ljósi þess að mikil umferð var á þessum slóðum. Meðalhraði bíla var alm nnt um 90 kílómetrar á klukkustund en þrátt fyrir það tóku margir fram úr og sumir þeirra þóttu taka óþarfa áhættu. H eindýr á veg m úti Ófáir ökum nn hafa le t í ð kindur hlaupi fyrir bíla þeirra. Ökum nn s m eiga leið um Austurland þu fa nú að hafa augun hjá sér vegna öllu stærri dýr . Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er mikið um að hreindýr séu við vegi og töldu starfsmenn stofnunarinnar því ástæðu til að vara fólk við. Veg- farendur eru beðnir um að aka þar um með gát ef gerast kynni að hreindýrin færu út á veginn þegar bílar eiga þar leið um. Meirihluti vill álver á Bakk Sjö af hverj tíu íbúum á Norðausturlandi eru hlynnt- ir því að álver verði byggt á Bakka við Húsavík. Þetta eru niðurstöðu skoðanakönnun- ar sem Capacent Gallup gerði fyr r Alcoa. Stuðningur við álverið hef- ur aukist frá því síðasta könn- un var gerð í desember. Þá voru 58 prósent hlynnt álvers- byggingu, ellefu prósentustig- um færri en núna. Könnunin í dag sý ir að yfir 80 prósent íbúa á Norðausturla di telja að bygging álversins hefði já- kvæð áhrif á búsetuskilyrði á Norðurlandi. Innl ndarFréttIr ritstjorn@dv.is Hjóla 230 sinnum kringum landið Þátttakendur í hjólreiða- átakinu Hjólað í vinnuna hafa lagt að baki meira en 300 þús- und kílómetra. Þetta jafngildir því að þátttakendur hafi hjólað hringveginn hátt í 230 sinnum. Áreynslan samsvarar því að hjólreiðakapparnir hafi brennt tíu milljón kaloríur á þeim tveimur vikum sem átakið hefur staðið yfir. Þá hafa þeir sparað 61 tonn af útblæstri koltvísýrings. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmda- stjóri Orkusetursins, hefur svo reiknað út að hjólreiðarn- ar hafi sparað þátttakendum fjórar milljónir króna sem ella hefði farið í kaup á eldsneyti. Fyrrum gjaldkeri starfsmanna- félags Norðuráls á Grundartanga er grunaður um að hafa stolið einni og hálfri milljón króna á meðan hann gegndi embættinu. Málið hefur ekki verið kært til lögreglu en aðalstjórn starfsmannafélagsins mun taka það fyrir á fundi bráðlega. „Þetta er bara allt í vinnslu,“ seg- ir Jakob Sigurðsson, formaður fé- lagsins. Grunur vaknaði um meint brot í byrjun maí. Þá á maðurinn að hafa dregið undan fé í þau tvö ár sem hann hefur gegnt embætti gjaldkerans. „Okkur var mjög brugðið þeg- ar upp um málið komst,“ segir Jak- ob en stjórnin vill reyna að gera sem best úr málinu þrátt fyrir þann óleik sem gjaldkerinn gerði starfs- mönnum Norðuráls. Hann segir að upp um málið hafi komist þeg- ar farið var yfir uppgjörið í byrj- un maí. Þá kom í ljós að uppgjörið stemmdi ekki. Honum var þá vik- ið úr gjaldkerastöðunni. „Þetta er búið að vera mjög mikið áfall fyrir okkur,“ segir Jakob. Ekki liggur fyrir hvenær aðalfundur verður haldinn hjá félaginu. Þá verður væntanlega gert upp hvort gjaldkerinn verður kærður fyrir athæfið en ekki er búið að tilkynna málið til sýslumannsins í Borgarnesi. Berist kæra til hans mun hann áframsenda hana til lög- regluembættisins á Akranesi sem fer þá með rannsókn málsins. Gjaldkerinn hefur aftur á móti átt við veikindi að stríða undanfar- ið en ekki liggur fyrir hvort honum hafi verið sagt upp hjá Norðuáli. Samkvæmt heimildum mun hann þó vera að skipta um starf og hef- ur heyrst að hann sé kominn með vinnu annars staðar. Framhald málsins verður ákveð- ið á aðalfundi starfsmannafélags- ins. valur@dv.is Maður er sakaður um að stela frá starfsmannafélagi Norðuráls: Gjaldkeri grunaður um stórþjófnað Norðurál galdkeri starfsmannafélags norðuráls er grunaður um stórfelldan fjárdrátt. „Þetta kemur afar m kið á óvart,“ seg- ir Jón Hja tason, ri höfundur og sagn- fræðingur. Hann, bróðir hans og par hafa verið ákærð fyrir að hafa nýtt sér kerfisvillu í heimabanka Glitnis á Ak- ureyri. Málið var þingfest í Héraðs- dómi Norðurlands eystra á miðviku- dag en þau neita öll sök. Bróðir Jóns, Þorsteinn Hjaltason lögfræðingur er einnig ákærður en honum er gefið að sök að hafa svikið mest fé út úr bank- anum, eða 24 milljónir. Það var í ágúst síðastliðnum sem maður kom til Þorsteins Hjaltasonar lögfræðings á Akureyri og benti hon- um á kerfisvillu í heimabanka Glitn- is. Villan var til komin vegna mistaka starfsmanna við forritun þannig að kaup- og sölugengi víxluðust. Mað- urinn mun hafa viljað vita hvort það stæðist lög að nýta sér þessa villu. Í kjölfarið stundaði Þorsteinn viðskipti með gjaldeyri en hann ásamt bróður sínum og parinu urðu sér út um 30 milljónir á einni viku. Þá er Þorsteinn ákærður fyrir að hafa átt mestan hlut í viðskiptunum. Honum er gefið að sök að hafa hagnast um 24 milljónir með tæplega fjögur þúsund færslum. Vissi ekki um ólögmæti „Þetta var gert fy ir opnum tjöld- um og mér datt ekki í hug að þetta væri saknæmt,“ segir Jón Hjaltason, rithöfundur og sagnfræðingur um málið. Hann taldi viðskiptin vera hluta af tilboði með gjaldeyri. Sjálf- ur hélt hann að ástæðan fyrir því að hagnaðurinn væri svo mikill með gjaldeyrinn væri sú að krónan væri ekki tekin með þegar greitt væri fyrir gjaldeyrinn. Þar hélt hann að gróðinn væri fólginn. Hann segir að það hafi ekki verið fyrr en reikningur hans var frystur og rannsóknarlögreglumenn bönkuðu upp á hjá honum að í ljós kom hvern- ig í pottinn væri búið. Harkaleg viðbrögð Jón hagnaðist um ríflega tvær milljónir af viðskiptunum. Hann seg- ir að viðskiptin hafi verið innan vé- banda bankans allan tímann. Féð hafi verið lagt inn á reikning hjá bank- anum og því ekki um fjárhagslegan skaða að ræða hjá þeim. Hann seg- ist vera vonsvikinn yfir að málið hafi þurft að fara svona langt enda hefði nægt að ræða við hann og leiðrétta stöðuna. Hann tekur sem dæmi að ef bankinn gerir mistök og færir fé inn á annarra manna reikninga þá tekur hann féð til baka. Eins hefði Jón getað greitt féð til baka enda um mistök að ræða hjá bankanum sj lfum. Bauð peninga til baka „Þetta er með ólíkindum,“ seg- ir Snæbjörn Magnússon, sem einn- ig hefur verið ákærður fyrir athæfið ásamt konu sinni. Hann segist hafa boðið bankanum að fá féð til baka. Það hafi engu breytt, þau voru ákærð engu að síður. Hann segist sjálfur hafa búist við því að málið yrði látið niður falla. Hann segir málið í raun hálf hallærislegt enda mistök bank- ans sem urðu til þess að fjórmenn- ingarnir nýttu sér smuguna. Þá virð- ist það ekki hafa komið til greina að leiðrétta málið með endurgreiðslu peningsi s. Ljóst er að ákær n kom Snæbirni mikið á óvart. Hugsanlega sex ára fangelsi „Ég er ekki búinn að sjá öll gögn málsins,“ segir Pétur Kristinsson lög- fræðingur Þorsteins Hjaltasonar. Hann segir málið mjög sérstætt og þá sér- staklega vegna þess að fólkið er ákært fyrir mistök bank- ans. Að auki spyr hann hvort það sé í lagi að bankinn geri mistök en svo eru fjórmenningarnir ákærðir fyrir að nýta sér viðskiptin sem bankinn býður upp á. Ver i fjórmenningarnir fundn- ir sekir þá eiga þeir yfir höfði sér sex ára fangelsi. En í almennu hegningar- lögunu segir: „Þó að ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem ann- ar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir ðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.“ Þrír karlar og ein kona hafa verið ákærð fyrir að nýta sér kerfisvillu í heim abanka Glitnis í galdeyrisviðskiptum. Fólkið varð sér út um alls þrjátíu milljónir króna. Hin ákærðu eru meðal annars lögfræðingur, rithöfundur og rekstrarfræðingur en öll neita þau sök. Sá sem varð sér út um mest fé náði 24 milljónum á einni viku. Valur grettissoN blaðamaður skrifar: valur@dv.is boT a e ki í kæ ni „Þetta var gert fyrir opnum tjöldum g mér datt ekki í hug að þetta væri saknæmt.“ Jón Hjaltason Hafði ekki hugmynd um saknæmi þess að nýta sér kerfisvillu heimab nka glitnis á akureyri. málið kemur honum veruleg á óvart. akureyri atvikið átti sér stað á akureyri í ágúst á síðasta ári. 23. maí 2007 21. maí 2007 DV Fréttir mánudagur 21. maí 2007 9 „Það er ljóst að stjórnmálaflokkarn� ir eru flestir að læra að nota mynd� mál í auglýsingum sínum,“ segir Gu mundur �ddur �agn�sson aug� lýsingahönnuður. Hann bendir á að flokkarnir séu að átta sig á því að of mikill texti í auglýsingu frambjóðenda sé vita gagnslaus því reynslan sýni að kjósendur nenni ekki að lesa slíka texta. Auk þess er að hans mati vita gagnslaust að skreyta auglýsingar með myndum af of mörgum frambjóðend� um því það virðist rugla lesendur í ríminu og hafa takmörkuð áhrif. „Einföld slagorð og ekki fleiri en einn eða tveir frambjóðendur á mynd er s� tækni sem virkar hvað best og flestir flokkanna fóru eftir því, nema Frjálslyndi flokkurinn sem var allt� af með verstu auglýsingarnar,“ segir Guðmundur �ddur. Íkon jafnréttis Guðmundur �ddur tekur fram að flokkarnir virðist kunna að nýta sér kraft íkon þar sem lögð er áhersla á jafnrétti. Kjósendur á Reykjavíkur� svæðinu komust vart hjá því að sjá parauppstillingar flokkanna, þar sem myndir af Össuri og Ingibjörgu, Jón� ínu og Jóni, Ómari og �argréti, Geir og Þorgerði sendu öll þau skilaboð að jafnrétti ríki milli kynjanna auk þess að bæð kynin eigi foringja innan flokk� anna. Guðmundi �ddi fannst Vinstri hreyfingin grænt framboð ekki ná að stilla upp jafn sannfærandi pari auk þess sem Frjálslyndi flokkurinn hafi líklega ekki haft neina konu í fram� varðasveitinni til að bera fyrir sig. Hrædd við myndmál Það var helst Íslandshreyfingin sem hafði hugrekki til að nýta sér kraft myndmálsins að mati Guðmundar �dds sem hreifst af auglýsingum sem sýndu landslag með og án foss. „Aug� lýsing Íslandshreyfingarinn r með ál� dósinni sem var komin fram yfir síð� asta söludag var mjög skemmtileg og nýtti myndmálið vel auk þess sem mér fannst notkun Framsóknarflokksins á græna kallinum mjög góð, sérstaklega í ljósi þess að allir vita að á eftir græna kallinum kemur rauður kall,“ segir Guðmundur �ddur og glottir við. Yfir höfuð líkir Guðm ndur �ddur notkun stjórnmálaflokkanna á mynd� máli við hrópandi eyðimörk og telur ástæður þess vera þær að hér ríki lýð� ræði þar sem nokkur sátt sé um helstu málefni. „Í alræðisríkjum og á stríðs� tímum er myndmál mun meira notað en í lýðræðisríkjum og ég geri ráð fyrir að flokkarnir telji það ekki við hæfi fyrir alþingiskosni gar,“ segir Guðmundur �ddur og bendir á að ef flokkur leg � ur mikla áherslu á ákveðið myndmál, ei s og Framsóknarflokkurinn gerði með græna kallinn, þá býður það upp á að aðrir geri grín að því. „Takmörk� uð notkun flokkanna á myndmáli er stórmerkileg og hreint ótr�legt að til dæmis stjórnarandstöðuflokkarn� ir hafi ekki nýtt sér það betur,“ bætir ann við. Stjórnmálaflokkarnir eru að læra að nota myndmál í auglýsingum. Enn er u dæmi um ómarkvissar ólesandi auglýsingar. Sérfræðingur furðar sig á takmarkaðri notkun á myndmáli í að koma skilaboðum á framfæri. HRÆDDIR VIÐ MYNDMÁL Guðmundur Oddur Stjórnmálaflokkarnir eru að læra að nota myndmál í auglýsing- um, en þeir eru almennt mjög ragir. blaðamaður skrifar: skorri@dv.is SkOrri GÍSlaSOn Íslandshreyfingin minnir á afleið- ingar náttúruspjalla „Þetta er gott dæmi um sterka notku myndmáls með þjóðlegum undirtóni“ Íslandshreyfingin og áldósin „Þetta er gott dæmi um sterka notkun myndmáls án flókins texta“ Sex til níu ára börn úr frístundamiðstöðvum öttu kappi og léku sér saman : Ka sabíl r ll á Ingólfstorgi Sex til níu ára gamlir krakkar kepptu í kassabílaralli á dögunum. Bílarnir voru að hluta til smíðaðir af krökkunum sem allir eiga það sam� eiginlegt að vera �r frístundamið� stöðinni við Frostaskjól. „Þetta er árlegur atburður og það má líkja þessu við uppskeruhátíð. Bílarnir eru heimasmíðaðir kassa� bílar sem krakkarnir og starfsmenn unnu að í sameiningu í vetur,“ segir Steinunn Gretarsdóttir, deildarstjóri barnasviðs á Frístundamiðstöðinni við Frostaskjól. Börnin, sem koma �r mörgum skólum í Reykj vík, söfnuðust sa � an á Skólavörðuholti. Þaðan var gengið fylktu liði í lögreglufylgd �t á Ingólfstorg og því næst kepptu ár� gangarnir innbyrðis i kassabílaralli. Að því loknu kepptu starfsmenn sín á milli. Allir sem tóku þátt fengu bikar, en einnig voru í boði fjórir bikar� ar þar sem veitt voru verðlaun fyr� ir pr�ðasta gönguliðið, bestu liðs� heildina, frumlegasta bílinn og hraðskreiðasta bílinn. „Það er alltaf mikil stemning í kringum þetta og krakkarnir eru b�nir að b�a til her� óp t l þess að styðja sitt lið og slíkt. Þetta reynir á ýmsa samskiptaþætti hjá krökkunum og þeir þurfa að að semja um hver gerir hvað. Hver stýrir bílnum, hver hleypur og ýtir og hver er í stuðningsliðinu. Sumir líta að vísu á þetta sem mikla keppni en flestir er á því að þetta sé bar skemmtun,“ segir Steinunn. Í lok dags komu svo Halli og Heiðar í Botnleðju til þess að syngja og skemmta krökkunum. „Þetta er í þriðja skipti sem þessi hátíð er haldin og það er nýbreytni að við fáum ein� hvern til að skemmta og því má segja að hátíðin sé alltaf að verða stærri í sniðum. Það er voða gaman eftir all� an æsinginn og keppnina að slaka á og láta einhvern skemmta sér,“ segir Steinunn. Hátíð barnanna Börn úr ýmsum skólum komu saman og kepptu í kassabílaralli eftir að hafa farið í skrúðgöngu. í forsetabústaðn- um á Þingvöll- um. Fimm full- trúar hvors flokks taka þátt í við- ræðunum. Forystumenn segja viðræður ganga vel. Fundarstaðurinn er túlkaður sem tilraun til að þvo Baugsnafnið af stjórninni og nefna hana Þingvalla- stjórn. Sunnudagur 20. aí FramHald á ÞinGvöllum Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylk- i garinnar halda áfram viðræðum sín- um á Þingvöllum. Fundurinn hefst á há- degi og stendur langt fram á kvöld. Ný RíkIsstjóRN MYND Ð Ingibjörg tók undir með Geir og sagði. „�kkur miðaði vel áfram og það er góður andi í þessum viðræðum. Það var farið yfir nokkur mál og við teljum líkur á að við náum niðurstöðu innan ekki alltof langs tíma.“ Aðspurður um um ummæli Jón Sigurðssonar u tr�naðarbrest vildi Geir lítið segja og sagðist ekki ætla í o ðaleiki. „Ég er undrandi á því en ég ætla ekki að segja meira um það. Ég tel að samstarf okkar hafi verið afar gott og mun aldrei segja neitt annað um það.“ Sömuleiðis sagði Geir ekk� ert athugavert við framgang mála eft� ir kosningar. Eðlilegt sé að menn tali saman, það sé einfaldlega ferli sem fari af stað að lokum kosningum. „Það vita allir hvernig það gengur fyrir sig og þó að menn séu í viðræðum þá eru menn ekki bundnir og það er ekkert að því að menn spjalli saman í því ferli.“ Hvorugt Geir né Ingibjörg vildu ræða nafngiftina Baugsstjórnin sem Jón Sigurðsson gaf þeim. „Ég segi ekk� ert um það, mér finnst það dæma si sjálft.“ Eins gaf h�n lítið �t fyrir boð framsóknar og Vinstri grænna um stjórnarsamstarf. „�ér finnst þetta vera eins og verið sé að reyna egna fyrir mig og lokka mig �t �r þessum viðræðum. En ég er í þeim af fullum heilindum og geri ekkert með það í sjálfu sér.”“ Miðvikudagur 23. Febrúar 20072 Fréttir DV Ráðist á sjálfboðaliða „Ég var mjög hrædd og ótt- aðist að við yrðum hreinlega drepin. Mér fannst verst að vera hjálparlaus og horfa upp á þá berja vinnufélaga minn mjög ill ,“ segir Ortrud Gessler Guðna- son, sjálfboðaliði á vegum félags- ins Ísland-Palestína. Ortrud varð fyrir árás ísra- elskra ungmenna á laugardag- inn í Hebron, þar sem Pal- estínumenn og Ísraelar deila landsvæði, en Ortrud hefur starf- ð þar við mannúðarmál síðustu vikur. Sparkað var í maga hennar og gengið harkalega í skrokk á samstarfsmanni hennar með þeim afl iðingum að han hlaut heilahristing og skurði á höfði. Unglingarnir spörkuðu ítrekað í hann liggjandi og lömdu með grjóti í höfuðið. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Fyrirhugaðar breytingar á tíðni ferða og leiðakerfi Strætó bs.: Breytingar gerð r eft talningu farþega „Við erum að reyna að l ga leiða- kerfið að notendunum. Í fyrsta skipti höfum við náð að telja nákvæmlega hvaða leiðir eru vinsælastar og h ar flesta notendur er að finna. Út frá því ætlum við að fækka ferðum á leiðum sem lítið eru nýttar og fjölga ferðum á vinsælum leiðum,“ segir Gísli Mart- einn Baldursson, formaður umhverf- isráðs Reykjavíkurborgar. Strætó bs. hefur boðað breytingar á leiðakerfi strætisvagn höfuðborg- arsvæðisins sem taka gildi 3. júní. Frá þeim degi ganga allir vagnar á hálftíma fresti. Síðar í sumar, 18. ágúst, taka enn frekari breytingar við. Þá verða sumar leiðir færðar í 15 mínútn tíðni en aðr- ar leiðir verða áfram á hálftíma tíðni. Þessar breytingar eru gerðar eftir að könnun fór fram á notkun strætis- vagna sem þannig var kortlögð í fyrsta skipti með nákvæmum hætti. Í gær funduðu vagnstjórar Strætó bs. vegna breytinganna og lýstu yfir áhyggjum sínum vegna tíðra breytinga sem v ldi ruglingi hjá þeim og farþegum. Valdi- mar Jónsson, trúnaða maður vagns- tjór nna, segir bílstjórum heitt í ham- si. Gísli Marteinn tekur undir áhyggj- ur vagnstjóra Strætó bs. um að tíðar breytingar valdi ruglingi hjá farþegum og geti fælt farþega frá. Hann ítrekar að að þessu sinni sé aðeins um aðlögun- arbreytingar að ræða. „Við erum ekki að kollvarpa kerfinu. Sumar leiðir sem við héldum að væru vel nýttar eru það einf ldlega ekki og aðrar betur nýttar en við héldum. Við viljum einfaldlega laga kerfið betur að notkun farþeg- anna. Í sumar verða hins vegar allar ferðir á hálftíma fresti.“ trausti@dv.is Farþegar taldir eftir nákvæma talningu á ferþegum var ákveðið að gera breytingar á leiðakerfi strætisvagna og breyta tíðni ferða þeirra. „Ég gaf syni mínum hluta af fénu í fermingargjöf þannig að etta kom sér vel,“ segir útigangsmaðurinn og fanginn Lalli Johns. Öryrkjabandalag Íslands hef- ur kært auglýsingastofuna Himin og haf fyrir afar umdeilda auglýs- ingu sem Lalli lék í. Auglýsingin var fyrir Öryggismiðstöðina og sýndi stóra og ógnvekjandi ynd f Lalla. Undir henni stóð: „Hver vaktar itt heimili?“ M ið hefur ve ið kært til siðanefnd r Auglýsingasambands Íslands. Stofan Himinn og haf hefur ákveðið að hætta auglýsingaherferð- inni. Framkvæmdastjóri Öryrkja- bandalagsins segir auglýsinguna ala á ótta gagnvart heimilislausum. Fékk hundrað þúsund „Ég fékk nú ekki þrjúhundruð þú und krónur, en ég hefði alveg verið til í það,“ segir Lalli Johns en í kæruskjali segir að talið sé að honum hafi verið greidd sú upphæð fyrir fyr- irsætustörfin. Sjálfur segist hann að- eins hafa fengið rétt rúmar hundrað þúsund krónur fyrir viðvikið. Hann segist hafa g fið syni sínum hluta af laununum sem hann fékk greidd. Hann bætir við ð féð h fi því kom- ið honum ansi vel. Aðspurður hvað hann hafi gert við restina, segist hann hafa keypt sér sjampó og sígarettur í sjoppu sem hann kallar Krimmakjör, sú er á Litla Hrauni. Nývaknað módel Í kæ skjali segir að framsetning auglýsingarinnar sýni Lalla í heldur ófrýnilegu ástandi. Þar stendur að Lalli hafi verið sýndur í kuldalegu umhverfi og verið illa til hafður. „Ég var bara nývaknaður,“ segir Lalli aðspurður um útganginn á sér og gefur hann lítið fyrir það að hafa verið t skulegur í auglýsingunni. Hann segir engan hafa misnotað bága aðstöðu sína en hann situr inni á Litla-Hrauni fyrir þjófnað og er auk þess heimilislaus. Hann segir að eina eftirsjáin sé sú að hann hafi ekki fengið nógu mikið borgað. Snýst ekki um persónu „Við telju að auglýsingin ali á ótta gagnvart heimilislausu fólk ,“ segir Haf ís Gísladóttir fram- kvæmdastjór Öryrkjabandalags- ins. Hún telur auglýsinguna siðlausa með öllu. Sjálf ítrekar hún það að kæran snúist alls ekki um persónu Lalla. Hann sé þó orðinn holdge v- ingur heimilislauss fólks og honum sé stillt upp ógnandi í auglýsingu ni. Þar með er hún til þess fallin að ala á fordómum og ótta gagnvart hinum heimilislausu. „Þe ta er ekki samfé- lag sem við viljum lifa í,“ segir Haf- dís og bætir við að einhvers staðar þurfi að draga línuna þegar átt er við svo viðkvæman hóp sem á sér enga málssvara. Auglýsingu hætt „Þessari herferð er lo ið,“ segir viðskiptastjóri Himi s og hafs, uð- mundur Pálsson, um viðbrögð við kærunni. Aðspurður hverjar afleið- ingar yrðu, félli dómur siðanefnd r þeim í óhag, segir Guðmundur að sennilega verði þá farið fram á að herferðinni verði hætt, en það hafi þegar verið gert. Auglýsingastofan hefur verið kærð fyrir þriðju grein siðalaga Auglýsingasambands Ís- lands. Hún hljóðar þannig að aug- lýsingar sk li ekki að ástæðulausu höfða til ótta fólks. Málið verður tekið fyrir í siða- nefndinni innan skamms. Auglýsingastofan Himinn og haf hefur verið kærð til siðanefndar Auglýsingasambands Ís-land v g a auglýsingar með Lalla Johns. Öryrkjabandalag Íslands kærir en sjálf r segist Lalli hafa notað féð sem hann fékk til þess að gef syni sí um í fermingargjöf. Framkvæmda-stjóri Öryrkjabandalagins segir uglýsin una la á ótta gagnvart heimilislausum. lék í a glýs R R on si vALur grettiSSoN blaðamaður skrifar: valur@dv.is „ég fékk nú ekki þrjú- hundruð þúsund krón- ur, en ég hefði alveg verið til í þ ð.“ Lalli Johns Situr inni á Litla-Hrauni en hann lék í umdeildri auglýsingu til þess að geta gefið syni sínum fermingarpe i g. Byggja græna gagnavinnsl Varnarsvæðið í landi Sand- gerðisbæjar verður í framtíðinni vettvangur umhverfisvænnar gagnageymsluþjónustu. Full- trúar Sandgerðisbæjar o Data Íslandia skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu á svæðinu. Búist er við að 20 störf s apist við gagnavinnsluna. Áætlað er að bygging á hús- næði Data Íslandia hefjist síð- ar á þessu ári. Endurnýjanleg orka mun knýja starfsemina en áhersla verður lögð á umhverf- issjónarmið rekstrinum. Í fyrsta áfanga er stefnt að því að byggja um 800 fermetra og allt í allt 4.000 fermetra. Sýknaður vegna fornra reglna Maður var sýknaður af ákæru um ölvun og ólæti á almannafæri í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Þar var sagt að reglugerð, sem er ríflega sextíu ára gömul, væri úrelt og því bæri að sýkna mann- inn. Í reglugerðinni seg- ir að sekta megi menn um heilar þúsund krónur gerist eir sekir um hneykslanlega heg un fyrir utan kirkjur eða á götum bæjarins. Maður- inn var þó sakfelldur fyri að hlýða ekki fyrirmælum lög- regluþjóna og þarf að greiða tuttugu þúsund krónur í sekt eð sæta fangelsi í tvo daga. Samruni ógildur Samkeppniseftirlitið ógilti í gær samruna Frumherja og Aðalskoðunar og álítur hann hindra virka samkeppni. Fyrr á árinu keypti Frum- herji allt hlutafé Aðalskoðun- ar og er það at Samkeppn- isstofnunar að fyrirtækin séu komin í einokuna stöðu, bæði á markaði bifreiðaskoð- unar sem og í eftirliti með starfi vinnsluleyfishafa í sjáv- arútvegi. 23. maí 2007 24. maí 2007 21. maí 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.