Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 36
Kvikmyndin Baywatch er nú frumsýnd um allan heim og á Íslandi í næstu viku, 1. júní, en hún er byggð á samnefndri þáttaröð frá níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Í aðalhlutverkum eru Dwayne „The Rock“ Johnson, Zac Efron, Prianka Chopra og Kelly Rohrbach auk Davids Hasselhoff og Pamelu Anderson sem léku í sjónvarpsþáttunum. Stikla myndarinnar lofar góðu fyrir aðdáendur strandvarðanna og því tilvalið að líta aðeins yfir upphaf og sögu Baywatch-ævintýrisins auk helstu leikara fyrr og nú. Baywatch-þættirnir voru frum-sýndir 23. apríl 1989 á sjón-varpsstöðinni NBC, en teknir úr sýningu eftir aðeins eina þáttaröð (22 þætti), bæði vegna lélegs áhorfs og þess að að stúdíóið GTG varð gjaldþrota. Aðalleikari þáttanna, David Hassel- hoff, taldi hins vegar að þættirnir ættu frekari möguleika og ásamt höfundum og framleiðendum þáttanna kom hann þeim aftur á koppinn og í sýningu 23. september 1991. Alls urðu þátta- raðirnar 11 talsins með 22 þáttum í hverri, samtals 242 þættir. Þættirnir nutu gríðarlega vinsælda á árunum 1991–2001, þó meira á alþjóðavísu en í Bandaríkjunum. Sögusvið þáttanna var ekki flókið; starf og líf strandvarða í Kaliforníu, samskipti þeirra og hætturnar sem steðja þeim og strandgestum. Algeng- asta björgunaraðferð í þáttunum var björgun fólks frá drukknun, en hættum eins og jarðskjálftum, hákarlaárásum og fjöldamorðingjum var hent reglulega inn í handrit þáttanna svona til að krydda þá aðeins. Hliðarþáttaröð og kvikmyndir Hliðarþáttaröðin Baywatch Nights varð að veruleika 1995, sem leiddi til tveggja þáttaraða, alls 44 þátta. Í þeim klæðir Hasselhoff sig í fleiri flíkur og gerist einkaspæjari ásamt félaga sínum úr strandvarðaklíkunni. Þrjár kvikmyndir sem fóru beint á myndband fylgdu svo í kjölfarið: Baywatch the Movie: Forbidden Para- dise (1995), sem fjallaði um ferðalag strandvarðanna til Hawaii, Baywatch: White Thunder at Glacier Bay (1998), þar sem strandverðirnir héldu í siglingu til Alaska, og Baywatch: Hawaiian Wedding (2003), sem var eins konar „reunion“-mynd fyrir þáttaröðina í heild. Hasselhoff lék að sjálfsögðu aðal- hlutverkið í hliðarþáttunum og öllum þremur kvikmyndunum og Anderson í þeirri fyrstu og þriðju. Þekkt þemalag Þemalag fyrstu þáttaraðarinnar var lagið Save me, flutt af Peter Cetera, einum af forsprökkum hljómsveitar- innar Chicago, og lék Bonnie Raitt á gítar í laginu. Nýtt þemalag var samið þegar þættirnir voru endurnýjaðir með annarri þáttaröð. Lagið I'm Always Here er sungið og samið af Jimi Jamison, söngvara hljómsveitarinnar Survivor. Baywatch fyrir nýja kynslóð Áform um að endurvekja strand- verðina hafa verið á teikniborðinu síðan 2012 og árið 2014 var Johnson fenginn til að leika aðalhlutverkið. Framleiðslufyrirtæki hans, Seven Bucks Productions, er eitt af nokkrum sem standa að myndinni. Tökur hófust síðan í byrjun árs 2016. Það má búast að við sól, strönd og fáklætt fólk í formi eigi eftir að draga nýja áhorf- endur jafnt sem eldri aðdáendur í bíó til að sjá myndina, þrátt fyrir að hún hafi fengið misjafna dóma vestanhafs. The Rock enduRvekuR BaywaTch Ströndin er aftur örugg Hin nýja Park- er Hin lítt þekkta Kelly Rohrbach (fædd 2. janúar 1990) tekur við flotholtinu af Anderson og leikur C. J. Parker í nýju myndinni. GrjótHarður Leikarinn Dwayne Johnson (fæddur 2. maí 1972) sem tekur við skýlunni af Hasselhoff er sannkallað hæfileikabúnt, hvort sem er á íþrótta-, framleiðslu- eða leiklistar- sviðinu. Hann lék í háskólafótboltanum og vann til verðlauna þar áður en hann fylgdi í fótspor föður síns og varð atvinnumaður í glímu og vann til fjölda verðlauna á farsælum ferli, þar á meðal tíu sem heimsmeistari. Fyrir fyrsta aðalhlutverk hans í kvikmynd, The Scorpion King árið 2002, fékk hann greiddar 5,5 milljónir dollara, sem þá var met sem launagreiðsla fyrir fyrsta aðalhlutverk í kvikmynd. Johnson á eigið framleiðslufyrirtæki, Seven Bucks Pro- duction, og leikur hann sjálfur í flestum afurðum þess. Ein af hans nýjustu myndum, The Fate of the Furious, er tólfta tekjuhæsta mynd allra tíma. Árið 2016 var hann hæstlaunaði leikari heims og á lista Time yfir hundrað áhrifamestu einstaklinga heims og 2015 valdi Muscle & Fitness hann sem „Mann aldarinnar.“ Ævisaga hans, The Rock Says, kom út árið 2000 og fór í fyrsta sæti metsölulista vestanhafs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.