Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 27
Helgarblað 26. maí 2017 KYNNINGARBLAÐ Útivist 3
Gæðastundir
í veiðiferðum með Benelli
Ítalska listasmíðin Benelli fagnar 50 ára afmæli
Benelli fagnar 50 ára afmæli á þessu ári og hefur verið leiðandi á íslenskum markaði
í hálfsjálfvirkum haglabyssum í 20
ár. Þetta merki er þekkt fyrir áreið-
anleika, gæði og nýjungar í hönnun.
Þetta er sannkallað toppklassa
verkfæri í veiðiskapinn,“ segir Kjart-
an Lorange hjá Veiðihúsinu Sakka
og á þar við ítölsku Benelli-línuna í
haglabyssum. Fyrirtækið var stofn-
sett árið 1967 en stofnendurnir,
Benelli-bræður, voru framleiðendur
hinna vinsælu Benelli-mótorhjóla
frá árinu 1940. Áhugi bræðranna á
veiðum leiddi á endanum til þróun-
ar Benelli-haglabyssunnar.
Benelli hefur verið leiðandi merki
í hálfsjálfvirkum haglabyssum og
saga línunnar hefur einkennst af
stöðugri vöruþróun, nýjungum og
gæðaumbótum.
Kjartan Lorange heldur áfram:
„Þetta er ítölsk listasmíð sem til er
í yfir 190 útfærslum, byssur sem
henta smekk hvers og eins. Fimmtíu
ára hnökralaus saga er nokkuð sem
öll fyrirtæki yrðu stolt af. Benelli er
orðið markaðsráðandi í heiminum
þegar kemur að hálfsjálfvirkum
haglabyssum, en enginn annar
framleiðandi getur boðið upp á
meira úrval og jafnmikið notagildi.“
Í tilefni afmælisins er í boði sérstök
útgáfa af Benelli-byssunum sem
aðeins er til í takmörkuðu upplagi –
Raffaello Limited Edition 50.
Kjartan bendir á að hlutdeild
kvenna í skotveiði og skotfimi sé
mjög að aukast en Benelli býður
upp á margar byssur sem henta
konum eða lágvöxnum og léttum
skyttum. Annars vegar eru byssur
fyrir smágerðara fólki minni og hins
vegar tekur lögun Benelli-byssanna
mið af líkamsvexti.
Sem fyrr segir hefur Veiðihús-
ið Sakka átt í löngu og gæfuríku
samstarfi við Benelli. Eigandi
Veiðihússins Sakka og starfsmenn
fyrirtækisins eru allir miklir veiði-
menn en fyrirtækið hefur þá stefnu
að selja eingöngu þann búnað sem
þeir sjálfir treysta og geta hugsað
sér að nota við veiðar.
„Veiðihúsið býður einnig upp á
algjörlega skothelda (!) ábyrgð sem
er fimm ár og verði byssa á ein-
hverjum tímapunkti ábyrgðartímans
ónothæf vegna bilunar eða galla
sem kemur upp og ekki er unnt að
leysa málið undir eins, þá útvegum
við eigandanum byssu til afnota á
meðan gert er við viðkomandi tæki.
Við sjáum um alla þjónustu og erum
með verkstæði sem Benelli hefur
vottað, því þjónustuþátturinn skiptir
okkur miklu máli, að þjónustan sé
framúrskarandi,“ segir Kjartan og
bætir við: „Veiði snýst um gæða-
stundir, við viljum aðstoða okkar
viðskiptavini við að auka þau gæði
og fyrirbyggja að þessar stundir
spillist með nokkrum hætti.“
Þess má til gamans geta að
Veiðihúsið Sakka er að seinni hluta
nafnsins nefnd eftir veiðihundi sem
núverandi eigandi heildverslunar-
innar átti, en hundurinn hét Sakka.
Skotveiði er fyrst og fremst
útivist – en villibráð er besta og
heilnæmasta kjöt sem völ er á
Kjartan minnir á að skotveiði
snúist fyrst og fremst um útivist.
Veiðiferð geti staðið yfir í nokkra
daga en af þeim tíma fari bara
örfáar mínútur í að skjóta af byssu.
„En lokatakmarkið er vissulega að
fella bráð, draga björg í bú. Nútíma-
maðurinn þarf vissulega ekki að
veiða sér til matar til að komast af
en það er engu að síður afar eftir-
sóknarvert að komast yfir villibráð
enda er hún besta og heilnæmasta
kjöt sem nokkur maður getur látið
ofan í sig. Hvað er betra en að bjóða
góðum gestum upp á villibráð í lok
veiðiferðar eða gefa hana vinum og
ættingjum í veislumatinn? Í þessu
eru gríðarleg verðmæti fólgin. Síð-
ast en ekki síst uppfyllir maðurinn
ákveðna frumþörf sem í honum er
þegar hann fellir villibráð.“ Að veiða
í íslenskri náttúru er mannbætandi
og gott fyrir líkama og sál.
Veiðihúsið Sakka er heildverslun
með fjölbreyttan veiðibúnað, til
húsa að Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík.
Símanúmer er 562-0095 og net-
fang er kjartan@vos.is. Heimasíða
er veidihusid.is.
Benelli-haglabyssurnar eru til
sölu í öllum helstu veiðiverslunum
landsins en sölustaðirnir eru eftir-
taldir: Vesturröst, Veiðihornið, Hlað,
Hlað Húsavík, Veiðiríkið Akureyri,
Veiðiflugan Reyðarfirði.
Kjartan leiðbeinir á
konukvöldi á vegum
Veiðihússins og Skotvís.