Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Blaðsíða 58
34 lífsstíll Helgarblað 26. maí 2017 Litlu skrefin í átt að minni sykurneyslu n Of mikil sykurneysla gerir engum gott n Svona geturðu minnkað hana Þ að er ekkert launungarmál að margir neyta of mikils magns sykurs. Sykurneysla eykur líkur á þyngdaraukn- ingu og tannskemmdum og getur auk þess aukið líkur á lífs- stílstengdum sjúkdómum á borð við sykursýki, tegund 2. Það er því ýmis- legt í húfi varðandi sykurneyslu, eink- um og sér í lagi neyslu á viðbættum sykri sem bætt er í matvælin við fram- leiðslu þeirra. Næringarfræðingurinn Lisa Young gaf lesendum Business Insider á dögunum nokkrar ráð- leggingar um það sem við getum gert til að takmarka sykurneysluna. n Sykur Ávinningurinn af því að minnka sykur- neyslu er ótvíræður. Lestu innihalds- lýsinguna Mörgum, sérstaklega börnum, finnst gott að byrja daginn á því að fá sér morgunkorn. Til er ógrynni tegunda af morgunkorni og sumt inniheldur meiri sykur en góðu hófi gegnir. Young hvetur fólk til að kynna sér innihald morgun- kornsins og lesa sér til um sykurmagnið. Ágætt er að nota þá þumalputtareglu að sykurmagnið í hverjum hundrað grömmum sé ekki meira en trefjainni- haldið í hverjum hundrað grömmum. Forðastu sælgæti Öruggasta leiðin til að forðast sykur og minnka neysluna er að borða ekki sælgæti. Sælgæti inniheldur mikinn sykur og margar hitaeiningar en er snautt af góðum næringarefnum. Í raun er engin ástæða til að leggja sér sælgæti til munns. Borðaðu ávexti og grænmeti Ávextir innihalda vissulega sykur en þeir eru þeim kostum gæddir að innihalda trefjar sem hægja á upptöku sykurs úr smáþörmum í blóðrásina og auka á seddutilfinningu. Þá gefa ávextirnir okkur góð næringarefni og vítamín. Drekktu kolsýrt vatn Eins og sælgæti, er sykrað gos ekkert annað en inni- haldslausar hita einingar. Samkvæmt nýlegum rannsóknum er sykurlaust gos, gos sem inniheldur sætuefni, ekki endilega betra en sykraða gosið. Góð leið til að minnka sykurneysluna er að forðast sykraða gosdrykki og leggja heldur áherslu á að drekka kolsýrt vatn með bragðefnum. Íslenskum neyt- endum stendur mikið úrval kolsýrðra vatnsdrykkja til boða en engu að síður er gott að skoða innihaldslýsinguna. Sumir þeirra innihalda sykur. Gerðu hristinginn heima Besta leiðin til að vita hversu mikill sykur er í vörunni sem þú neytir er að búa hana til sjálfur. Þetta á til dæmis við um ávaxtaþeytinga eða hristinga (e. smoothie). Þegar við kaupum slíka drykki innihalda þeir oft talsverðan sykur til að gera þá meira aðlaðandi fyrir þá sem þeirra neyta. Góð leið til að komast hjá þessu er að blanda þessa drykki sjálfur. Hugmynd: Skerðu niður rauðrófur, avókadó, engi- fer, epli og banana og settu í blandara ásamt slatta af vatni og klaka. Þá ertu kominn með bragðgóðan, svalandi og hollan drykk. Borðaðu prótín Young mælir með að fólk leggi það í vana sinn að innbyrða prótín með hverri máltíð. Eins og trefjar gera prótínin það að verk- um að maður finnur lengur fyrir seddut- ilfinningu. Það veldur síðan því að maður er síður líklegur til að úða í sig óhollustu þegar hungrið sækir að. Mikilvægt er að borða prótínin jafnt yfir daginn. Borðaðu reglu- lega yfir daginn Þegar við verðum mjög svöng eigum við það til að missa okkur hreinlega í óholl- ustunni. Það getur verið freistandi að ná sér í sælgætis- stykki þegar hungrið sverfur að. Góð leið til að forðast þetta er að borða reglulega yfir daginn til að halda blóðsykrinum í jafnvægi. Ef það er gert verða freistingarnar viðráðanlegri. Borðaðu hreina jógúrt Það eru ekki allar mjólkurvörur hollar þótt margar séu þær fitu- snauðar. Jógúrt inniheldur oft talsvert magn af viðbættum sykri en það á þó ekki alltaf við. Hrein jógúrt er hollur kostur og talin góð fyrir meltinguna. Hún inniheldur tiltölulega lítinn sykur og það er hægt að nota hana í ýmislegt. Borða hana eina og sér, bæta ávöxtum eða múslí út í eða gera úr henni hollar sósur. Slepptu ávaxtasafanum Ávaxtasafi inniheldur oft mikinn sykur og þar af leiðandi er betra að borða hreina ávexti, meðal annars vegna trefjanna eins og fjallað er um hér að framan. Trefjar eru góðar fyrir meltinguna, auka á seddutilfinningu og minnka þannig lík- urnar á að við borðum of mikið. Engin slík handbremsa er fyrir hendi þegar við drekkum ávaxtasafann þar sem aðeins er um vökva að ræða. Svart og sykurlaust Kaffi er ómissandi þáttur í daglegu lífi margra. Til eru óteljandi útgáfur af kaffidrykkj- um og á meðan uppáhellingin heima er skotheld og sykurlaus innihalda aðrar tegundir mikinn sykur. Sumum finnst gott að fá sér bragðbætandi efni í kaffið, svokallað kaffi- síróp, sem gerir kaffið um leið sætara. Þá er hægt að fá alls kyns útfærslu á kaffihúsum sem sum hver inniheldur meiri sykur en sykruðustu gosdrykkirnir. Hafðu þetta í huga næst þegar þú pantar þér kaffi á kaffihúsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.