Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2017, Side 12
12 Helgarblað 26. maí 2017fréttir Bæjarstjórar á ráðherralaunum n Tveir bæjarstjórar á hærri launum en forsætisráðherra n Nokkrir þiggja líka full laun sem bæjarfulltrúar n Launakostnaður vegna bæjarstjóra og stjórna hækkað um allt að 44% milli ára L aunahæstu bæjarstjórar lands­ ins þéna á við forsætisráð­ herra Íslands og gott betur. Oft virðist lítið samræmi á milli launa bæjar stjóra og stærð­ ar sveitarfélagsins. Þeir launahæstu þiggja flestir bæði full laun fyrir að vera bæjarstjórar og kjörnir bæjar­ fulltrúar sem ýtir þeim launalega upp að hlið borgarstjóra Reykjavíkur og nokkurra æðstu ráðamanna þjóðar­ innar. Meðal laun bæjarstjóra í dag eru um 1,6 milljónir króna á mánuði. Launahæstur allra er bæjar stjórinn í Kópavogi sem fær rúmar 2,2 milljón­ ir á mánuði. Þetta kemur fram í úttekt DV á laun­ um bæjarstjóra þar sem óskað var eftir upplýsingum um laun og hlunn­ indi fjórtán bæjarstjóra víðs vegar um landið. Tilefnið er að undanfarið hafa sveitarfélög verið að birta ársreikninga sína þar sem lítið gagnsæi er í uppgefn­ um upplýsingum um laun og hlunnindi æðstu stjórnenda. Laun bæjarstjóra og bæjarstjórna eru ekki sundurliðuð sér­ staklega í reikningunum. DV óskaði því eftir þessum upplýsingum hjá hverju þessara sveitarfélaga fyrir sig. Óskað var eftir upplýsingum um heildarmánaðar­ laun bæjarstjóra á mánuði í dag, spurt hvort þeir nytu hlunninda, svo sem bif­ reiðarhlunninda eða annars, hvort bæj­ arstjórinn fengi laun fyrir setu í nefnd­ um eða ráðum á vegum sveitarfélagsins og ef svo væri um hvað væri að ræða og hversu háar greiðslur hann fengi fyrir setuna. Þá var spurt út í heildarárslaun og hlunnindi bæjarstjóra árin 2016 og 2015. DV greindi nýverið ítarlega frá sundurliðuðum launakjörum Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, eftir að hafa óskað eft­ ir þeim upplýsingum frá Reykjavíkur­ borg, sem leiddi í ljós að borgarstjór­ inn er með ríflega tvær milljónir króna á mánuði þegar seta í stjórnum og nefndum er tekin með. Ármann Kr. launahæstur Tveir bæjarstjórar eru launahærri en borgarstjóri Reykjavíkur og raun­ ar launahærri en forsætisráðherra Ís­ lands. Sá launahæsti er Ármann Kr. Ólafsson sem fær alls rúmlega 2,2 milljónir króna á mánuði í Kópa­ vogi; full laun sem bæjarstjóri upp á rúmlega 1.900 þúsund krónur með bifreiðastyrk og rúmar 317 þúsund krónur sem bæjarfulltrúi. Hafa ber í huga að Kópavogur er næststærsta bæjarfélag landsins með ríflega 34 þúsund íbúa. Hæstu launin í Garðabæ Fast á hæla Ármanni kemur Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sem fær hæstu föstu launin fyrir bæjar­ stjórastarfið af öllum, rúmlega 2,1 miljón króna á mánuði. Munurinn er hins vegar sá að Gunnar náði ekki inn sem aðalmaður í bæjarstjórn í síðustu sveitarstjórnarkosningum og er því varamaður og fær aðeins greitt auka­ lega þegar hann tekur sæti á fund­ um bæjarstjórnar. Væri hann á fullum bæjarfulltrúalaunum líka væri hann því án vafa launahæsti bæjarstjóri landsins í bæjarfélagi sem telur tæplega 15 þúsund manns. Mosfellsbær greiðir vel Þriðji á lista yfir launa­ hæstu bæjar stjórana er Haraldur Sverris son, bæjarstjóri Mosfells­ bæjar, með alls 1.945 þúsund krónur á mánuði í dag. Hann fær tæpar 1,7 millj­ ónir króna á mánuði sem bæjarstjóri og tæplega 250 þúsund krónur því til viðbótar sem bæjarfulltrúi. Þar að auki hef­ ur hann bifreið í eigu bæjarins til afnota. Rúmlega 9.400 manns búa í Mosfellsbæ. Flott laun í fámennum bæ Rétt fyrir neðan Harald kemur bæjar­ stjóri Seltjarnarnesbæjar, Ásgerður Halldórsdóttir, með 1,9 milljón­ ir á mánuði; tæpar 1,7 milljónir fyrir að vera bæjar stjóri og rúmar 200 þúsund krónur á mánuði sem bæjarfulltrúi að auki. Þá fær Ás­ gerður greitt fyrir hvern fund í veitu­ stjórn sem fundar þrisvar til fjórum sinnum á ári og hefur Skoda Octavia­bifreið til umráða frá bæjarfélaginu. Í árslok 2016 bjuggu 4.415 á Seltjarnarnesi og ef við miðum við höfðatölu þá jafn­ Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Svona eru ráðherralaun Samkvæmt umdeildum úrskurði kjararáðs frá því í nóvember 2016 eru laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands eftirfarandi, til samanburðar við laun bæjarstjóranna: n Laun forseta Íslands: 2.985.000 kr. á mánuði. n Laun forsætisráðherra: 2.021.825 kr. á mánuði n Laun annarra ráðherra: 1.826.273 kr. á mánuði. n Þingfararkaup alþingismanna: 1.101.194 kr. á mánuði. 1 Kópavogur Bæjarstjóri: Ármann Kr. Ólafsson Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 1.908.913 kr. Laun sem bæjarfulltrúi: 317.272 kr. Alls á mánuði: 2.226.185 kr. Annað: Bæjarstjóri þiggur ekki laun fyrir að vera hafnarstjóri og situr ekki í öðrum nefndum og ráðum. Hann situr fundi bæjarráðs sem bæjarstjóri en er ekki kjörinn í bæjarráð og þiggur þar af leiðandi ekki laun fyrir setuna þar. Heildarárslaun 2016: 22.722.802 kr. Heildarárslaun 2015: 21.460.447 kr. Bifreiðastyrkur innifalinn í upphæðum 9 Ísafjarðarbær Bæjarstjóri: Gísli H. Halldórsson Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 1.510.209 kr. Annað: Laun fyrir setu í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins innifalin í heildarlaun- um. Engin önnur hlunnindi. Heildarárslaun 2016: 16.755.712 kr. Heildarárslaun 2015: 15.467.783 kr. 14 Stykkishólmur Bæjarstjóri: Sturla Böðvarsson Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 1.412.681 kr. Annað: Sturla hefur afsalað sér launum sem hann á rétt á fyrir setu í bæjarstjórn sem kjörinn bæjarfulltrúi. Heildarárslaun 2016: 16.122.286 kr. Heildarárslaun 2015: 14.414.112 kr. 2 Garðabær Bæjarstjóri Gunnar Einarsson Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 2.117.860 kr. Annað Bæjarstjóri er varamaður í bæjarstjórn Garðabæjar og þiggur laun fyrir fundi þar sem hann tekur sæti. Ekki er greitt fyrir aðra fundarsetu. Garða- bær leggur bæjarstjóra til Land Cruiser-jeppa. Heildarárslaun 2016: 25.870.935 kr. Heildarárslaun 2015: 23.950.213 kr. Laun fyrir setu á bæjarstjórnarfundum í fyrra námu 1.495.635 kr. Gunnar sat sem bæjarfulltrúi fyrir Almar Guðmundsson sem var í tímabundnu leyfi árið 2016. 4 Seltjarnarnes Bæjarstjóri: Ásgerður Halldórsdóttir Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 1.698.055 kr. Laun sem bæjarfulltrúi: 202.332 kr. Alls á mánuði: 1.900.387 kr. Annað: Greitt fyrir setu í veitustjórn, greitt fyrir hvern fund: 32.066 kr., yfirleitt 3–4 fundir á ári. Bæjarstjóri hefur Skoda Octavia-bifreið til umráða. Heildarárslaun 2016: 21.470.880 kr. Heildarárslaun 2015: 18.869.399 kr. 7 Reykjanesbær Bæjarstjóri: Kjartan Már Kjartansson Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 1.569.340 kr. Annað: Fær ekki greitt sérstaklega fyrir fundarsetu. Heildarárslaun 2016: 19.172.750 kr. Heildarárslaun 2015: 17.983.080 kr. Bæði árin átti sér stað afturvirk launaleiðrétting. gildir það að hvert mannsbarn á Sel­ tjarnarnesi sé að greiða 430 krónur á mánuði í laun til Ásgerðar. Hæstu laun miðað við höfðatölu Ekki þiggja þó allir bæjarstjórar í út­ tekt DV bæjarfulltrúalaun ofan á bæjarstjóralaunin sín. Sturla Böðvars­ son, bæjarstjóri Stykkishólms­ bæjar, hefur afsalað sér launum sem hann á rétt á fyrir setu í bæjarstjórn sem kjör­ inn fulltrúi. Þetta gerir að verkum að hann er með launalægri bæjar stjórum í úttekt DV. Á móti kemur að í Stykkis­ hólmi búa aðeins 1.113 manns og fær enginn bæjarstjóri hærri laun miðað við höfðatölu en Sturla, en þau jafn­ gilda því að hvert mannsbarn í bæn­ um greiði honum 1.269 krónur á mánuði. Dýrir fulltrúar í Kópa- vogi DV tók einnig saman heildar­ launakostnað sveitarfé­ laganna vegna bæjarstjóra og bæjarstjórna þeirra, miðað við uppgefnar upplýsingar í árs­ reikningum þeirra. Í Kópavogi er ekki aðeins bæjarstjórinn dýr því ef litið er á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð­ inu þá eru kjörnir fulltrúar dýrastir í rekstri þar, að Reykjavík undanskil­ inni. Í Kópavogi nam launakostnaður kjörinna fulltrúa 95 milljónum króna í fyrra. Garðabær og Hafnarfjörður, með um og yfir 70 milljónir í launakostnað á síðasta ári, fylgja þar í kjölfarið. Eins og sjá má meðfylgjandi töflu hefur launakostnaður aukist mest milli ára í Hafnar firði, af sveitarfélögum á höf­ uðborgarsvæðinu, um tæp 17 prósent. Á landsbyggðinni, til samanburð­ ar, nam launakostnaður vegna bæjar­ stjóra og bæjar stjórnar Reykjanes bæjar 58 milljónum í fyrra, Árborg 54 millj­ ónum og Fjarða­ byggð 53,6 milljón­ um. Hvergi hækkaði þessi launakostnaður meira milli ára en hjá Stykkishólmsbæ, eða um 44 prósent. n 6 Hafnarfjörður Bæjarstjóri: Haraldur L. Haraldsson Mánaðarlaun sem bæjarstjóri: 1.670.725 kr. Annað: Inni í mánaðarlaunum er innifalinn bifreiðastyrkur upp á 55 þús. kr. á mánuði. Bæjarstjóri fær ekki greitt fyrir setu í nefndum eða ráðum. Heildarárslaun 2016: 20.664.947 kr. Heildarárslaun 2015: 17.878.808 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.