Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Síða 16
16 Helgarblað 2. júní 2017fréttir - erlent
Alhliða veisluþjónusta
Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is
Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 | Reykjanesbæ | Sími: 421 2630 | kokulist@kokulist.is
Eingöngu fyrsta flokks hráefni
Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð
Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir
Gerðu daginn eftirminnilegan
l li veisl j st
Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is
Eingöngu fyrsta flokks hráefni
Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð
Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir
i fti i il
Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming
n Sekta foreldra sem bólusetja ekki börn sín n Leikskólar tilkynni forráðamenn til yfirvalda
Þ
ýsk stjórnvöld hafa skorið
upp herör gegn foreldrum
sem velja að bólusetja ekki
börn sín í ljósi mislinga-
faraldurs í landinu sem
þegar hefur kostað nokkur manns-
líf. Heilbrigðisráðherra Þýskalands
boðar herta löggjöf sem tekur gildi
strax í næsta mánuði þar sem and-
stæðingar bólusetningar geta átt yfir
höfði sér þungar sektir.
„Það getur enginn með réttu ráði
hunsað lengur endurtekin dauðsföll
af völdum mislinga,“ sagði Hermann
Gröhe, heilbrigðisráðherra Þýska-
lands, í samtali við dagblaðið Bild á
dögunum.
Í burðarliðnum er lagafrumvarp
sem herðir verulega á löggjöf varð-
andi bólusetningar og ber með sér
að hægt verði að sekta foreldra og
forráðamenn barna um allt að 2.500
evrur, eða sem nemur 280 þús-
und krónum, neiti þeir að bólusetja
börnin sín.
Eftirlitshlutverk leikskóla
Leikskólar munu leika lykilhlut-
verk í eftirfylgni með hinni hertu
löggjöf þar sem stjórnvöld vilja að
skólar tilkynni um alla foreldra eða
forráðamenn sem ekki geta fram-
vísað læknisvottorði fyrir bólusetn-
ingu barna sinna. Geri þeir það ekki
getur það þýtt að barninu verði vikið
úr skóla samkvæmt hinum endur-
skoðuðu lögum sem búist er við að
taki gildi, sem fyrr segir, strax í næsta
mánuði.
Þriggja barna móðir í Essen í
Þýskalandi lést eftir að hafa smitast
af mislingum í síðustu viku og var
það eitt af nokkrum dauðsföllum á
undanförnum misserum sem tengja
má við einn af þeim mörgu sjúk-
dómum sem bólusett er fyrir.
Sláandi tölfræði
Tölfræðin í Þýskalandi er nokkuð
sláandi og gefur ráðamönnum tilefni
til að tala um faraldur. Um miðjan
apríl síðastliðinn voru 410 staðfest
mislingasmit í landinu, samanborið
við 325 allt árið í fyrra samkvæmt töl-
fræði Robert Koch Institute í Þýska-
landi. Stofnunin leggur sömuleiðis
til að auk barna ættu allir fullorðnir
Þjóðverjar og íbúar Þýskalands sem
fæddir eru eftir 1970 að láta bólu-
setja sig fyrir mislingum. Jafnvel þótt
þeir hafi verið bólusettir sem börn,
þá þurfi að endurnýja.
Herör gegn kreddum á Ítalíu
Mislingar hafa valdið usla víðar og
á Ítalíu hafa þrisvar sinnum fleiri
mislingatilfelli verið staðfest það
sem af er þessu ári en allt árið í
fyrra. Ríkisstjórnin greip til þeirra
aðgerða að skylda foreldra og for-
ráðamenn barna til að bólusetja
börnin sín fyrir tólf algengum sjúk-
dómum, áður en börnin fengju inn-
göngu í ríkisskóla á Ítalíu. Á Ítalíu
hafa ráðamenn og sérfræðingar
þurft að skera upp herör gegn því
sem kallað hefur verið „andvísinda-
legar kenningar“ um afleiðingar
bólusetninga, sem reglulega láta
á sér kræla. Þessar kenningar hafa
náð til fólks með þeim afleiðingum
að bólusetningartíðni á Ítalíu hefur
fallið langt undir þau viðmið sem
talin eru örugg til að koma í veg fyrir
faraldur hinna ýmsu smitsjúkdóma.
Þessar andvísindalegu kenningar
eru sem fyrr hinar margafsönnuðu
fullyrðingar um að bólusetningarlyf
tengist með einhverjum hætti ein-
hverfu í börnum.
Mislingasmit á Íslandi
Hér á Íslandi greindi Landlæknir frá
því í mars síðastliðnum að tvö tilfelli
af mislingasmiti hefðu greinst í 10
mánaða gömlum tvíburasystkinum.
Börnin höfðu dvalist með fjölskyldu
sinni á Taílandi en komið aftur til
landsins 2. mars síðastliðinn. Þann
21. mars greindi sóttvarnarlæknir
frá smiti fyrra barnsins en tíu
dögum síðar var staðfest að systk-
in þess hefði einnig smitast. Fram
kom í tilkynningu frá sóttvarnar-
lækni að þetta væri í fyrsta skipti í
um aldarfjórðung sem mislingasmit
kæmi upp á Íslandi. Hafa ber í huga
að börnin í þessu tilfelli höfðu ekki
verið bólusett sökum ungs aldurs. n
Bólusetningar-
stríð Þjóðverja
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Áhyggjufull Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræðir hér við heilbrigðisráðherrann Her-
mann Gröhe. Þjóðverjar ætla að grípa til aðgerða til að sporna við mislingafaraldrinum. Mynd EPA
„Það getur enginn
með réttu ráði
hunsað lengur endur
tekin dauðsföll af völdum
mislinga.
Bólusetjið
börnin
Skilaboð þýskra
stjórnvalda eru
skýr; bólusetjið
börnin ykkar
eða takið af-
leiðingunum.
Mynd 123rf.coM