Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 8
8 Helgarblað 9. júní 2017fréttir Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira Nefndin tók til starfa þann 19. desember og fundaði sex sinnum fram að ára- mótum. Eftir áramót var stokkað upp í nefndinni sem fundaði fjörtíu sinnum til viðbótar fram að þinglokum. Þórunn Egilsdóttir var formaður nefndarinnar á sex fundum fyrir áramót og mætti 100 prósent. Eftir áramót tók Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir við keflinu sem formaður nefndarinnar. Hún mætti á 36 fundi af 40, alls 90 prósenta mæting. Í þau skipti sem hún forfallað- ist þá var kallaður til varamaður. Sá samviskusami: Pawel Bartozek - Viðreisnarþingmaðurinn mætti í 37 skipti af 40 sem er 93 prósenta mæting. Ef hann forfallaðist þá var undantekningar- laust varamaður kallaður til. Skussinn: Vilhjálmur Árnason - Sjálf- stæðismaðurinn var 2. varaformaður nefndarinnar allt þingtímabilið og því kemur slök mæting hans á óvart. Hann mætti á 33 fundi af 46 sem gerir aðeins um 72 prósenta mætingu. Sjö sinnum var varamaður kallaður til, Vilhjálmur skrópaði sex sinnum. Atvinnuveganefnd Nefndin tók til starfa þann 26. janúar og var formennskan í höndum Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins. Páll var með slæma mætingu í fjárlaganefnd en tók hlutverk sitt í atvinnuveganefnd fastari tökum. Alls fundaði nefndin 29 sinnum en Páll mætti 27 sinnum eða í 93 prósentum tilvika. Í eitt skipti af þessum tveimur láðist að kalla til varamann. Sá samviskusami: Ásmundur Frið- riksson - þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins gegndi hlutverki 1. varaformanns og sinnti því af samviskusemi. Hann mætti á 28 af 29 fundum. Í eina skiptið sem hann forfallaðist var kallaður til varamaður. Skussinn: Sigurður Ingi Jóhannsson - leiðtogi Framsóknarmanna mætti aðeins á 17 fundi af 29. Það er mæting upp á 59 prósent. Fimm sinnum var kallaður til varamaður en í sjö skipti var sæti Sigurðar Inga autt. Nefndin hóf störf þann 25. janúar síðastliðinn og fundaði 32 sinnum alls á tímabilinu. Formaður nefndarinnar var Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem státaði af óaðfinnanlegri mætingu. Sú samviskusama: Formaðurinn á þennan titil skuldlaust. Að auki má taka fram að Pawel Bartoszek, þingmaður Við- reisnar, og Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, mættu í 31 skipti af 32. Skussinn: Bryndís Haraldsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og 2. varafor- maður nefndarinnar var með lélegustu mætinguna eða 81 prósent; 26 skipti af 32. Í sex skipti var hún stödd erlendis að sinna öðrum þingstörfum en enginn vara- maður var kallaður til. Ásmundur Friðriks- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var með flestar óútskýrðu fjarvistirnar eða þrjár talsins. Mæting hans var hinsvegar 91 prósent. „Þetta er starfið okkar“ „Þetta eru ánægjulegar fréttir enda hafði ég ekki yfirsýn yfir allar mætingar. En þetta er starfið okkar. Þingflokks- formaðurinn okkar, Svandís Svavarsdóttir, skipuleggur okkar starf vel og við leggjum áherslu á að mæta á fundi fastanefnda og kalla til vara- menn ef einhverjir árekstrar eru. Þetta er mikilvægur hluti af starfi þingmanns því í nefndunum mótast undirstaða þeirrar afstöðu sem við tökum í þingsal,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þingflokkur VG bar af varðandi mætingu í fastanefndir Alþingis, með 98 prósenta mætingu. Að hennar sögn þarf þó að taka tillit til smærri þingflokka því um gríðarlega fundarsetu er að ræða og erfitt fyrir fámennan hóp að vera með fulltrúa á öllum vígstöðvum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Lét aðeins sjá sig á átta fundum af 24 hjá utanríkismálanefnd. MynD SiGtryGGur Ari Allsherjar- og menntamálanefnd Umhverfis- og samgöngunefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.