Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 20
20 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri: Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson Fréttastjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Sigurvin Ólafsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 9. júní 2017 Ofboðslega þröng túlkun á þessum lögum og reglum Þórarinn Ævarsson um úrskurð Persónuverndar sem segir rafræna vöktun IKEA óheimila. – visir.is Krafa um nýjan oddvita Samkvæmt nýrri könnun Gallup, sem gerð var fyrir Viðskiptablað- ið, situr meirihlutinn í Reykjavík í makindum og myndi fá ríflega 60 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú. Á sama tíma tapar Framsókn og flugvallarvinir fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn heldur sjó. Afar hörð gagnrýni minni- hlutans hefur því ekki skilað sér en borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar hafa hrein- lega farið hamförum undanfarn- ar vikur í gagnrýni. Hefur þar farið mest fyrir gagnrýni þeirra á skipulagsmál, húsnæðis- og samgöngustefnu meirihlutans. Þær munu því væntanlega ekki hljóðna, raddirnar innan Sjálf- stæðisflokksins sem kalla ákaft á að fundinn verði nýr oddviti í stað Halldórs Halldórssonar. Dagur í ruggustól Þrátt fyrir að meirihlutinn héldi velli, og raunar vel það, er hlut- skipti flokkanna sem skipa hann misjafnt. Þannig hríðfellur fylgi Bjartrar framtíðar og nær ekki þriðjungi þess sem flokkurinn fékk í kosningum. Þá mælist stuðningur við Samfylkinguna um tíu prósentum minni en í kosningunum 2014, ríflega 22 prósent nú. Það er þó nokkuð betri staða en flokkurinn hef- ur á landsvísu og má leiða get- um að því að persónufylgi Dags B. Eggertssonar hafi þar mest að segja. Dagur hlýtur þó engu að síður að hafa nokkrar áhyggjur af stöðunni því yrðu þetta niður- stöður kosninganna er alls ekki sjálfgefið að hann geti gert tilkall til að halda borgarstjórastólnum. Raunar er staðan sú að þeim stól er einna helst hægt að líkja við ruggustól. Sá hlær best Það hefur hins vegar verið til- efni til að opna einn kaldan á heimili Lífar Magneudóttur, odd- vita Vinstri grænna, eftir að könnunin birtist. Vinstri græn taka risastökk og mælast með ríflega 20 pró- senta fylgi, meira en tvö- falda kjörfylgi sitt. Líf hefur setið undir hörðum árásum víðs vegar frá, einkum raunar frá eigin sam- herjum og sem hafa tengsl við fyrri oddvita, Sóley Tómasdóttur. Þeir hafa verið ósparir á að segja blaðamönnum að Líf sé ekki nógu sterkur kandídat til að leiða listann næsta vor, án þess þó að koma fram opinberlega. Miðað við þetta á Líf sér líf í borginni, og gott betur, enda hlyti hún að gera tilkall til borgarstjórastólsins yrðu þetta úrslit kosninganna. Þið ástundið bara ömurlega pólitík Líf Magneudóttir um minnihlutann í borgarstjórn. – eyjan.is Við Íslendingar erum heppin þjóð á flestum sviðum Skúli Mogensen. – dv.is Beðið eftir strætó A lmenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið í ólestri á sama tíma og almenningur er stöðugt hvattur til að leggja einka- bílnum. Það er ekki hægt að álasa fólki fyrir að sjá engan sérstakan ávinning í því. Mikill fjöldi er með börn sem mun auðveldara er að setja upp í einkabíl en strætó og svo eru aðrir sem vilja einfaldlega keyra sjálfir á þá staði sem þeir þurfa að komast til. Þeir sem kjósa hins vegar að nýta sér almenningssamgöngur, og gleymum ekki að þetta er álitleg- ur hópur, þarf bæði að sýna þolin- mæði og útsjónarsemi því það er bið eftir strætó. Og ekki skánar ástandið á árstíma eins og þessum þegar sum- aráætlun hefur tekið gildi. Þá er enn lengra en áður á milli ferða á flestum strætisvagnaleiðum með tilheyrandi óþægindum fyrir farþega. Það er beinlínis gert ráð fyrir að þeir dragi úr notkun sinni á almenningssam- göngum á sumrin. Sennilega er ætl- ast til að þeir hjóli. Gott almenningssamgöngukerfi er meðmæli með þeim borgum og bæjum sem leggja metnað í að hafa það í lagi. Það felst ákveðin uppgjöf í því að halda þar ekki úti góðri og hraðri þjónustu. Fólk verður að finna að það sé hagkvæmt og þægilegt að nýta sér almenningssamgöngur en því miður hefur ekki verið svo. Þess vegna er þotið inn í einkabílinn. Nú er hins vegar eins og menn séu að ranka úr rotinu og tilbúnir að gefa í, því nýlega var tilkynnt um stofn- un Borgarlínu sem ætlað er að bæta verulega almennings samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan á að styðja við strætisvagnakerfið og ganga á 5–7 mínútna fresti á anna- tímum. Ekki er annað hægt að segja en að þetta sé hið allra besta mál. Sömuleiðis lýsir það metnaði að stefna að því að árið 2040 muni 12 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins velja að nýta sér almenningssam- göngur. Nú eru um fjögur prósent sem velja þann kost en ef fjölga á í þeim hópi þarf ýmislegt að breytast. Það er ekki hægt að sitja með hendur í skauti og bíða eftir að far- þegar láti sjá sig. Það þarf að veita þeim góða þjónustu. Borgarlínan er sannarlega þjónusta við íbúa en um leið þarf að efla sjálft strætis- vagnakerfið. Farþegar sem bíða í vondu veðri í strætóskýli sem rúmar einungis fáeina einstaklinga og held- ur auk þess stundum hvorki vatni né vindum eiga vissulega oft í erfið- leikum með að halda í góða skap- ið og brosið. Hugur þeirra hlýtur þá að leita til þæginda einkabílsins. Lái þeim hver sem vill. Ljóst er að með tilkomu Borgar- línunnar fá almenningssamgöngur forgang á kostnað einkabílsins, eins og eðlilegt hlýtur að teljast. Borgar- samfélög víða um heim eru einmitt að þróast í þessa átt, þar hafa menn fengið nóg af umferðarteppu og mengun. Við þeirri þróun verður ekki spornað. En til að íbúarnir verð- ir sáttir þarf þjónusta almennings- samgangna ekki bara að vera í góðu lagi heldur í allra besta lagi. n Hjólað á fjöll Vinsældir fjallahjóla aukast sífellt og á sama tíma fleygir tækjabúnaðinum fram. Þessi vaski hópur hjólaði upp á topp Úlfarsfells á dögunum og sést hér uppi á fjallinu. MynD SigTryggur ariMyndin Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Gott almennings- samgöngukerfi er meðmæli með þeim borgum og bæjum sem leggja metnað í að hafa það í lagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.