Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 30
Guð hvað mér líður illa Óður Ragnars til listarinnar Safnsýning Ragnars Kjartans­sonar var nýlega opnuð í Listasafni Reykja­ víkur. Sýningin ber heitið Guð hvað mér líður illa og endurspeglar óð Ragnars til listarinnar í allri sinni dýrð, til tónlistar, leikhúss, kvikmynda, bókmennta og myndlistar. Það er því af nægu að taka fyrir áhorfend­ ur að njóta. Ragnar Kjartansson fæddist í Reykjavík árið 1976, býr hér og starfar. Hann útskrifaðist úr Lista­ háskóla Íslands árið 2001 og nam við Konunglegu listaakademíuna í Stokk­ hólmi árið 2000. Hann hefur haldið ótalmargar einkasýningar. Ragnar fæddist inn í leikhúsfjölskyldu og notar gjarnan leikræn tilþrif og sviðsetningu í verkum sínum. Rauði þráðurinn í verkum hans er alltaf gaumgæfileg athugun á mannlegu eðli, marglaga tilfinningar, félagslegar víddir og hinir mótsagnakenndu þættir sem hvers­ dagslíf okkar allra samanstendur af. Hylling listamannsins birtist í völd­ um verkum, frá árinu 2004 til dagsins í dag; lifandi gjörningum, stórum myndbandsinnsetningum, ljósmyndum, höggmyndum, málverkum og teikn­ ingum. Hafnarhúsið verður undirlagt verkum Ragnars og innsýn veitt í hinn marglaga heim sem hann hefur skapað í áranna rás. Mörg verk­ anna hafa aldrei áður verið sýnd á Íslandi, sérstaklega sum nýlegri verkin sem hafa leikið lykilhlutverk í að tryggja listamanninum sess í alþjóðlega listaheiminum. Enn fremur verða sýnd athyglisverð eldri verk sem sjaldan eru til sýnis. Sýningin er eitt viðamesta ver­ kefni sem Listasafn Reykjavík­ ur hefur ráðist í frá upphafi. LífsgLaðaR og ListRænaR Arna Dögg Einarsdóttir læknir og listakonan Ingi- björg Sigurjóns- dóttir, eiginkona Ragnars. fLottuR með hatt Ármann Reynisson sem þekkt- ur er fyrir Vinjettu-bækurnar er mikill áhugamaður um list. Sumar- tíminn og lífið er auðvelt Sumarið er tíminn segir í lagi eins af ástsælustu tónlistar­mönnum þjóðarinnar, Bubba Morthens, sem er einmitt nýbúinn að fagna afmæli sínu í byrjun sum­ ars. Og það er svo sannarlega rétt hjá honum, sumarið er tíminn. Tíminn þegar fréttaveitan manns á Facebook fyllist af myndum af brosandi fallegum börnum sem eru að klára skólaveturinn og hlakka til að komast á leikjanámskeið eða í önnur verkefni sumarsins og iðu­ lega fylgja myndunum orð foreldra sem eru að springa af monti yfir afkvæminu. Tíminn þegar maður dustar ryk­ ið af garðhúsgögnunum og grillinu, ekki sófaborðinu og stofuhillunum. Tíminn þegar grilllykt og lykt af nýslegnu grasi fyllir vitin alla daga. Tíminn þegar maður vaknar eldsnemma og fer seint að sofa, enda ekki svefnfriður þegar er orðið bjart inni hjá manni um miðja nótt (muna að kaupa gluggatjöld). Tíminn þegar þvottavélin er full á mánudegi af útilegufatnaði helgar­ innar, grasgrænum fótboltagöllum og sundfatnaði. Tíminn þegar dagatalið hjá manni fyllist af boðum í útskriftar­ veislur, afmæli og garðpartí, tónleikum, bæjarhátíðum og fleiri skemmtilegum viðburðum. (Því miður bara einni utanlandsferð enn sem komið er). Tíminn þegar engum finnst athugavert að kona fái sér jarðarber og hvítvín sem hádegismat, svona allavega um helgar. Tíminn þegar hjörtun vakna upp af doða vetrarins og fiðrildin fara á flug. Tíminn þegar lundin verður betri, dagurinn verður bjartari og betri. Í haust þegar sumri lýkur sam­ kvæmt dagatalinu er gott að muna að halda sumrinu í hjarta og huga, þá er allt miklu bjartara, einfaldara og skemmtilegra. Sumarkveðja, Ragna ragna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.