Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 50
26 Helgarblað 9. júní 2017fólk - viðtal verkefni að stýra litlu sveitarfélagi, bæði sökum þess að rekstur þess getur reynst þungur, en einnig vegna þess að návígið við íbúana getur stundum reynt á, þó að það sé jafn­ an kostur. „Ég er ekki hluti af ætt­ bálkasamfélaginu fyrir vestan, það skiptir máli að átta sig á því. Til að ná árangri í pólitík, sérstaklega fyrir vestan, þarf maður að átta sig á svo mörgu. Maður þarf auðvitað í fyrsta lagi að brenna fyrir hugmyndum og hugsjónum en líka að geta lesið fé­ lagslegu lagskiptinguna. Það er svo margt sem bera þarf skynbragð á til að þoka manni áfram og mér hefur gengið það býsna vel.“ Þegar Pétur tók við sem sveitar­ stjóri Súðavíkurhrepps stóð hreppurinn ekki sérstaklega vel fjárhagslega að hans sögn. „Það lá fyrir að það væru framundan svona þrjú ár af íslensku góðæri og það er mjög skynsamlegt, fyrir lítil sveitar­ félög allavega, að safna forða á slík­ um tíma. Fámenn sveitarfélög spila annan leik en önnur sveitarfélög, því vilji hins opinbera hefur ver­ ið, og er, að fækka sveitarfélögum. Ég sem sveitarstjóri, og sem kjörinn fulltrúi einnig, hef ekki umboð til slíkra samræðna, það var ekki kosið um sameiningar í síðustu sveitar­ stjórnarkosningum. Mér ber því að tryggja sjálfstæði og framtíð sveitar­ félagsins. Sjálfstæði sveitarfélagsins er ekki bundið tilfinningum heldur fjárhagslegum styrk og sjálfbærni, eins og sannaðist varðandi Álftanes. Ég hef því lagt áherslu á að safna í sjóði með þetta að markmiði og það hefur gengið býsna vel að mínu viti. Sveitarfélagið stendur vel í dag og hefur tekið mikinn viðsnúning á síð­ astliðnum þremur árum.“ Sveitarfélög fyrir vestan hljóta að sameinast Getur sveitarfélag eins og Súðavík staðið eitt og sjálfstætt til framtíðar, í nútímanum? Væri ekki kostur að stjórnsýslueiningar stækkuðu? „Ég hef sagt það, í ræðu og riti, að framtíðin hlýtur bera það í skauti sér að sveitarfélögum muni fækka. Á Vestfjörðum mun sveitarfélögum fækka, það er augljóst. Þetta verk­ efni bíður Bolungarvíkur, Ísafjarðar og Súðavíkurhrepps væntanlega, að sameinast í eitt sveitarfélag í einhverri óræðri framtíð. Allt lítil sveitar félög sem hefðu gott af því að styrkjast. Þegar við göngum út frá þessari forsendu, þá er alltaf betra að vera á undan en þurfa ekki að bregðast við skipunum að ofan. Það er ábyrgt og skynsamlegt. Það eru mestar líkur á að það skili sem bestri niðurstöðu. Hins vegar er staðan sú að það var ekki kosið um þetta síðast og ég lít svo á að það þyrfti að koma til einhvers konar samþykki, umboð íbúa Súðavíkurhrepps til að fara í slíkt.“ Finnst þér að slík umræða eigi að fara fram í aðdraganda næstu kosn- inga, um sameiningar sveitarfélaga? „Mér finnst það, já. Tökum bara Súðavíkurhrepp sem dæmi. Það væri ekki óeðlilegt að samhliða næstu kosningum myndu kjósendur lýsa sinni skoðun á því hvort veita ætti næstu sveitarstjórn umboð til að vinna að þessum málum. Mér þætti það eðlilegt og í raun væri það mjög gott veganesti fyrir næstu sveitar­ stjórn að hafa. Ef svarið er já, þá er hægt að einhenda sér í að skoða þau mál en ef svarið er nei, þá nær það ekki lengra, þá þarf ekki að láta málið trufla sig það kjörtímabil.“ Ekki ákveðinn í að gefa kost á sér að nýju Staða fámennra sveitarfélaga er að mörgu leyti veik sem fyrr segir, verði þau fyrir áföllum í fjárhagslegu tilliti til að mynda. Lítil sveitarfélög eiga erfiðara með að standast stór áföll. En lítið sveitarfélag sem stendur vel getur líka gert margt sem stærri sveitarfélög eiga erfitt með. „Ég er ekki viss um að það sé neitt lítið sveitarfélag sem stendur eins vel og Súðavík þegar kemur að skólamál­ um til dæmis. Skólinn er eingöngu mannaður réttindakennurum, leik­ skólinn er gjaldfrjáls og tónlistar­ skólinn er niðurgreiddur. Þetta er mögulegt af því að við erum lítið sveitarfélag sem ræður sér sjálft og við sjáum til þess að reksturinn standi undir þessu. Ef við værum lítil eining undir Ísafjarðarbæ þá gætum við ekki gert þetta,“ segir Pétur Muntu gefa kost á þér til áfram- haldandi setu við næstu kosningar? „Líf sveitarstjórans er bara bundið við kjörtímabil og það eru forréttindi að þjóna fólki, reka samfélag vel og ná árangri. Ég veit það bara ekki. Okkur líður mjög vel fyrir vestan, fjöl­ skyldunni, þannig að það eru engar breytingar á búsetu í kortunum. En nei, ég hef ekki tekið ákvörðun um hvort ég gefi kost á mér að nýju. Ég held að það sé ótímabært að gera það á þessu stigi en ég væri að ljúga að þér ef ég segðist ekki vera að hugsa um það. Ég hugsa um það á hverjum degi, um hvað ég hef áhuga á að gera.“ Vill lagasetningu og veg í gegnum Teigsskóg Málefni Vestfjarða eru Pétri hjartans mál og hann er formaður Fjórðungs­ sambands Vestfjarða. „Við fórum af stað með tvö stór verkefni á þessu starfsári FV, sem ég er afar stoltur af að hafa náð að klára. Persónu­ legur sigur fyrir mig. Annars vegar Vestfjarðarstofa, sem mun halda á atvinnuþróun og byggðarþróun Vestfjarða og síðan hafa sveitar­ félög á Vestfjörðum samþykkt að hefja vinnu við sameiginlegt svæðis­ skipulag. Bæði verkefni höfðu verið lengi í umræðu, en ekki fengið líf. Með elju, góðri pólitík og dugnaði var þeim siglt í höfn, Vestfjörðum til framfara og heilla.“ Flestir Vestfirðingar eru sammála um að biðin eftir samgöngubótum á svæðinu hafi verið óskaplega löng, fyrst á norðanverðum fjörðunum og nú enn á sunnanverðum fjörðunum. Eru Vestfirðir afskiptir hjá stjórn- völdum? „Já og nei. Já, við höfum ekki feng­ ið eðlilega samgönguuppbyggingu árum saman. Hins vegar er búið að samþykkja Dýrafjarðargöng núna, það er búið að fara með þau í útboð og verkið er að hefjast. Samhliða því hljóta menn að ætla að klára Dynj­ andisheiði. Hins vegar stendur þá eftir stóri slagurinn um vegalagn­ ingu um Gufudalssveitina. Það er nokkurn veginn komin á, að ég tel, pólitísk sátt um vegalagningu þar en þetta er umhverfis­ og skipulagsmál, á því strandar það. Það er mögulegt að það þurfi einfaldlega að setja lög á þær framkvæmdir því mikilvægi þeirra er ótvírætt og það er hreinlega lífsspursmál fyrir suðurfirðina. Ég er á því að það eigi að gera og að leggja veginn í gegnum Teigsskóg. Það eru alltaf einhver inngrip inn í náttúr­ una en ég held að það sjái það allir hugsandi menn að það eru ekki til ábyrgari menn, og menn sem hafa sterkari taugar til umhverfisins, en Vestfirðingar. Það þarf ekki að segja þessum heimamönnum hvernig náttúruvernd á að vera, þetta er fólk­ ið sem ræktaði upp Vestfirðina og gerði þá að þeim stað sem þeir eru í dag. Þetta er einlæg sannfæring mín, án þess að vera steingrár iðnaðar­ sósíalisti. Við erum að upplifa kraftaverk í atvinnuuppbyggingu á suður­ fjörðunum, með laxeldinu og kalk­ vinnslu sem þar er farin af stað. Laxeldi er matvælaframleiðsla á heimsmælikvarða sem mun hafa byltingaráhrif á þróun Vestfjarða. Ég hef notið þeirra forréttinda að vakna upp á Bíldudal klukkan sjö að morgni og finna dýnamíkina, fólk að fara í vinnu, vélarnar fara í gang, hamarshögg og allt í fullum gangi. Það eru ekki nema fimm, sex ár síð­ an Bíldudalur var hreinlega í líknar­ meðferð, það sem skildi milli lífs og dauða var að hið opinbera hefur engan prótókoll til að taka sveitarfé­ lög úr sambandi. Þessi viðsnúningur sem er að verða þar mun líka verða á norðurfjörðunum. Við erum að sjá fram á að eftir nokkur ár verði upp­ bygging á Vestfjörðum á hagrænu plani við það sem gerðist á Austur­ landi þegar þar var ráðist í álvers­ uppbygginguna.“ Afl til breytinga Þarna er að verða uppbygging sem gjörbreytir öllu en er ekki hættulegt að leggja traust sitt í svona miklum mæli á eina stoð? „Ég ætla ekki einu sinni að fara með klisjuna um körfuna og eggin. En það er stunduð hefðbundin út­ gerð á Vestfjörðum, þótt hún hafi orðið fyrir skakkaföllum í gegnum tíðina, og hún er undirstöðuatvinnu­ grein á Vestfjörðum. Ef við síðan bæt­ um við fiskeldinu og ferðaþjónust­ unni sem annarri og þriðju stoð þá erum við komin í allt aðra stöðu en var í vestfirsku atvinnulífi, og mögu­ lega búsetubyltingu. Fyrir þessu berst ég, til þess er ég í pólitík, að vera afl til breytinga, sem landsbyggðar­ jafnaðarmaður úr borginni.“ n Fór vestur til að klára ferilinn Pétur segist hafa orðið að knattspyrnumanni þegar hann fór fyrst vestur, þá 19 ára. Hann spilaði í meistaraflokki í rúman áratug og lauk ferlinum þar sem hann hófst, fyrir vestan. Gæti hugsað sér að taka forystu Pétur segir flokkinn sinn, Samfylkinguna, fara erindisleysu úti á landsbyggðinni. Flokkurinn skilji ekki landsbyggðina og kunni ekki á hana. Það verði flokkurinn að horfast í augu við og taka á. Mynd SiGTryGGur Ari „Ég er lands- byggðar- jafnaðarmaður úr borginni, þannig forystumaður yrði ég alltaf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.