Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 9
Helgarblað 9. júní 2017 fréttir 9
Fjárlaganefnd tók til starfa þann 7.
desember 2016 enda var bráðnauðsynlegt
að klára fjárlög fyrir áramót. Í janúarbyrjun
var ný nefnd skipuð enda tóku nokkrir
nefndarmenn við ráðherraembættum í
janúar. Alls voru fundir fjárlaganefndar 51
talsins, 21 fyrir áramót og 30 eftir áramót,
og var Haraldur Benediktsson formaður
nefndarinnar allt tímabilið. Óhætt er að
segja að hann hafi sinnt starfi sínu af alúð
enda mætti hann á hvern einasta fund,
100 prósent mæting.
Sá samviskusami: Haraldur
Benediktsson, formaður – 51 af 51; 100
prósenta mæting. Þess verður að geta að
Þorsteinn Víglundsson var einnig með 100
prósenta mætingu; 21 af 21, þar til hann
tók við ráðherraembætti.
Skussinn: Páll Magnússon, 20 af 30; 67
prósenta mæting - þar af níu óútskýrðar
fjarvistir.
Nefndin tók til starfa þann 8. desember
og fundaði stíft fram að áramótum eða í
sextán skipti. Benedikt Jóhannesson var
formaður fyrir áramót og mætti í 15 skipti;
94 prósent. Í eina skiptið sem hann forfall-
aðist var kallaður til varamaður. Eftir ára-
mót tók Óli Björn Kárason við formennsku
og hann mætti framúrskarandi vel.
Mætingarverðlaun fyrir áramót:
Brynjar Níelsson (Sjálfstæðisflokkur), 1.
varaformaður, og Elsa Lára Arnardóttir
(Framsókn). 16 fundir af 16 – 100%
mæting.
Mætingarverðlaun eftir áramót:
Ólafur Björn Kárason – formaðurinn
mætti í 37 skipti af 38 sem gerir 97
prósenta mætingu. Í eina skiptið sem hann
mætti ekki var kallaður til varamaður.
Skussi fyrir áramót: Vilhjálmur
Bjarnason (Sjálfstæðisflokki) – Mætti í 12
skipti af 16. Ekki var kallaður til varamaður
í þau skipti sem hann skrópaði.
Skussi eftir áramót: Smári McCarthy
(Pírötum) – Smári mætti aðeins í 24 skipti
af 38. Hann kallaði þó til varamann í níu
skipti en í fimm skipti var sæti hans autt
án útskýringa.
Stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd
Nefndin tók til starfa þann 26. janúar
og var Brynjar Níelsson kosinn formað-
ur hennar. Miðað við formenn nefnda
þá mætti Sjálfstæðismaðurinn frekar
illa eða á 26 fundi af 30. Það gerir 87
prósenta mætingu. Í þrjú skipti var
kallaður til varamaður en í eitt skipti
mætti Brynjar ekki án útskýringa.
Sú samviskusama: Svandís
Svavarsdóttir - þingkona Vinstri
grænna mætti á 27 fundi af 30; 90 pró-
senta mæting eins og hjá Sjálfstæðis-
manninum Njáli Trausta Friðbertssyni,
sem var 2. varaformaður nefndarinnar.
Munurinn var þó sá að Svandís kallaði
til varamann í öll skiptin sem hún
forfallaðist en Njáll Trausti forfallaðist
án útskýringa í eitt skipti.
Skussinn: Birgitta Jónsdóttir -
óopinber leiðtogi Pírata var með
aðeins 60 prósenta mætingu á fundi
nefndarinnar, mætti á alls 18 fundi af
30. Í sex skipti var varamaður kallaður
til en í önnur sex skipti mætti enginn
fyrir hennar hönd.
Nichole Leigh Mosty, þingkona Bjartrar framtíðar, er formaður nefndarinnar sem tók til
starfa þann 25. janúar 2017. Hún sinnti mætingarskyldunni vel en alls mætti hún á 29
fundi af 30, sem gerir 97 prósenta mætingu. Í eitt skipti var hún að sinna öðrum þing-
störfum erlendis en boðaði þá ekki varamann.
Sá samviskusami: Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var ekki með
neitt hálfkák og mætti á alla fundi nefndarinnar. 100 prósent maður.
Skussinn: Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mætti aðeins á 19
fundi af 30, sem gerir 63 prósenta mætingu. Það er afar slæm mæting, sérstaklega í
ljósi þess að Vilhjálmur var 1. varaformaður nefndarinnar. Hann kallaði þó til varamann
í hvert einasta skipti. Annar Sjálfstæðismaður, Birgir Ármannsson, bar ábyrgð á flestum
óútskýrðu fjarvistunum, fjórum alls.
Utanríkis-
málanefnd
Nefndin tók til starfa
þann 26. janúar
og veitti þingkona
Viðreisnar, Jóna Sólveig
Elínardóttir, henni for-
mennsku. Jóna Sólveig
mætti á 22 fundi af 24
fundum; 92 prósenta
mæting, en ekki kemur
á óvart, í ljósi þess
hvaða nefnd er um að
ræða að tvisvar var hún
upptekin við að sinna
þingstörfum erlendis.
Í hvorugt skiptið var
kallaður til varamaður.
Sú samviskusama:
Rósa Björk Brynjólfs-
dóttir, þingkona Vinstri
grænna, mætti á 23
fundi af 24, sem gerir
96 prósenta mætingu.
Í eina skiptið sem hún
forfallaðist þá kallaði
hún til varamann.
Skussinn: Fyrrver-
andi forsætisráðherra,
Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, þingmaður
Framsóknarflokksins,
virtist ekki hafa mikinn
áhuga á starfi nefndar-
innar. Hann mætti
aðeins í 8 skipti af 24,
sem gerir 33 prósenta
mætingu. Varamaður
var ekki kallaður til í
þau skipti sem hann var
fjarverandi.
Vinstri græn bera af
Þingflokkur Vinstri grænna ber af varð-
andi mætingu í fastanefndir Alþingis.
Þingmenn VG áttu að mæta 390 sinnum
á fundi nefndanna og mættu á 383
fundi eða sem samsvarar 98 prósentum.
Framsóknarflokkurinn mætti verst eða
aðeins í 83 prósentum skipta.
Vinstri græn: 390 fundarsæti - 98%
mæting - 7 óútskýrðar fjarvistir.
Sjálfstæðisflokkur: 1.011 fundarsæti -
91% mæting - 70 óútskýrðar fjarvistir.
Viðreisn: 293 fundarsæti - 94%
mæting - 9 óútskýrðar fjarvistir.
Björt framtíð: 172 fundarsæti - 89%
mæting - 17 óútskýrðar fjarvistir.
Píratar: 370 fundarsæti - 91% mæting
- 30 óútskýrðar fjarvistir.
Framsókn: 296 fundarsæti - 83%
mæting - 42 óútskýrðar fjarvistir.
Samfylking: 132 fundarsæti - 92%
mæting - 9 óútskýrðar fjarvistir.
Að auki geta fjarvistir verið vegna þing-
starfa erlendis og veikinda. Almennt séð
virðast þingmenn afar heilsuhraustir því
aðeins var tilkynnt 14 sinnum um veikindi
varðandi 2.664 mætingar. Framsóknar-
menn urðu oftast veikir eða sjö sinnum
en engar pestir virðast hafa herjað á
þingmenn Vinstri grænna, að minnsta
kosti ekki á fundartímum fastanefnda.
Vilhjálmur Árnason Þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins var tvöfaldur mætingarsku-
ssi í allsherjar- og menntamálanefnd sem
og velferðarnefnd. Í báðum tilvikum var
hann annar af varaformönnum nefndanna.
Efnahags- og viðskiptanefnd
Fjárlaganefnd
Velferðarnefnd