Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 34
Fæddur og uppalinn? Ég er Reykjavíkurdrengur – ólst aðal- lega upp í Seljahverfinu þannig að ég er fyrrverandi villingur sem hékk út í sjoppu og hrækti á gangstéttina. Mér Finnst gaMan að … búa til grín og fíflast. Hláturinn lengir lífið, nema að þú deyir úr hlátri það er að segja. síðasta kvöldMáltíðin? Pítsa með ananas. Bara til að pirra alla. Brenndur eða graFinn? Henda mér í ofninn eins og Dom- ino's-pítsu og ég vil að það verði sent SMS á alla ættingja mína: „Þórhallur er kominn í ofninn, þið getið sótt hann eftir 15 mínútur.“ Hvað gerirðu Milli kl. 17– 19? Þá kem ég heim beint eftir vinnu og fer út með hundana mína áður en ég sofna og hrýt uppi í sófa eða bara fer beint í að hrjóta uppi í sófa. saMFélagsMiðlar eða dagBlöðin? Samfélagsmiðlar, þoli ekki svona pappírsrusl. Hvað ertu Með í vinstri vasanuM? Ekki nokkurn skap- aðan hlut. Bjór eða Hvítvín? Bjór allan daginn. Hver stjórnar Fjarstýr­ ingunni á þínu HeiMili? Hundarnir, þeir hafa allavega nagað tvær í gegn. Hvernig var Fyrsti koss­ inn? Fyrsti rómantíski kossinn eða bara fyrsti koss lífs míns frá mömmu sín? Báðir frekar vandræðalegir þar sem fæðingarlæknirinn var að fylgjast með. Hver væri titill ævisögu þinnar? Kærulausi kvíðasjúk- lingurinn. Hver er drauMaBíllinn? Það væri svona blár bíll með allavega fjórum dekkjum (veit ekkert um bíla). Fyrsta starFið? Fyrir utan unglingavinnuna þar sem ég hraut í görðum hjá ókunnugu fólki þá var það málningarvinna eitt sumar þegar ég var sextán. Ég fékk aldrei útborgað og útskýringin sem yfirmaðurinn gaf stéttarfélaginu mínu var að hann væri með vírus í hausnum og gæti því ekki borgað laun. Fallegasti staður á landinu? Einhvers staðar á Vest- fjörðum. Fallegasta landslagið. Hvaða oFurkraFt værir þú til í að vera Með? Væri til í að vera ofurhetja sem kallast „Ofurdúllan“ og ég myndi berjast við vondu kallana með því að kasta krúttsprengjum á þá. gist í FangakleFa? Nei, ekki verið svo heppinn. sturta eða Bað? Sturtubað. Þá liggur maður í baðkeri og skrúfar frá sturtunni. Það er „gebbað“. HúðFlúr eða ekki? Já, tvö stykki í heild hvort á sínum upphand- leggnum. Hvaða leynda HæFileika HeFur þú? Get blásið lofti út um augum, látið augun hristast, hermt eftir fílum og dansað cha cha cha. Hvað Fékk þig til að tárast síðast? Marley and Me, gjörsamlega hágrenjaði með hristandi höku og læti. Annars er ég farinn að grenja yfir öllu í dag. Held að það komi með aldrinum. Ég má ekki sjá auglýsingu um fólk sem þarf að vakna á nóttunni til að pissa án þess að tárast og hugsa „Þetta fólk fær aldrei nægan svefn“. FyrirMynd í líFinu? Ég myndi segja foreldrar mínir. Ég hef lært að koma vel fram við náungann og að maður fær ekki hlutina upp í hendurn- ar. Þú þarft að skapa þér þín tækifæri sjálfur. Hvaða sögu segja For­ eldrar þínir endurtekið aF þér? Ég hef oft fengið að heyra söguna af því þegar ég var bara ponsu kríli og við fjölskyldan vorum stödd í Munaðarnesinu í sumarbústað og ég fór eitthvað að klifra upp á borð og Halli frændi skammaði mig eitthvað svona létt. „Þú mátt ekki vera upp á borðinu, Þórhallur minn“ og ég sneri mér víst við og stappaði löppum og steytti hnefann að Halla frænda og sagði „Þú ræður ekkert yfir mér, ég má gera það sem ég vil fyrst að pabbi er ekki búinn að skamma mig.“ Þá litu allir orðlausir á þennan litla Hitler og sprungu svo bara út hlátri. Og svo fæ ég reyndar oft að heyra þegar ég reyndi að segja „Hemmi frændi“ þá sagði ég alltaf „Hemmi fjandi“. Og eftir það hét Hemmi, bróðir hans pabba, alltaf Hemmi fjandi hjá okkur. ertu Með einHverja FóBíu? Veit ekki hvort það er fóbía eða ekki en ég þoli ekki hljóðið sem kemur þegar verið er að þrífa potta eða pönnur. Fæ alveg hrikalega mikinn hroll. Og get ekki snert bómull, alltof þurr eitthvað. Fæ meira að segja bara hroll núna við að segja þetta. Hver er Besta ákvörðun seM þú HeFur tekið? Að fara upp á svið í fyrsta sinn og vera með uppistand. Var skíthræddur og hafði enga trú á mér. En ég uppskar hlátur og þá var ekki aftur snúið. Furðulegasti Matur seM þú HeFur Borðað? Ætli það séu ekki froskalappir og sniglar. Hvað er neyðarlegasta atvik seM þú HeFur lent í? Hef lent í svo mörgu neyðarlegu að ég er hættur að taka eftir því. Núna verð ég bara spenntur og hugsa „Hei, ég get notað þetta í uppistand“. klukkan Hvað Ferðu á Fætur? Yfirleitt um 10, á morgnana sko. leigirðu eða áttu? Leigi. Hvaða Bók er á nátt­ Borðinu? Það er að sjálfsögðu sjálfsævisaga föður míns „Laddi – Þróunarsaga mannsins sem kom okkur til að hlæja.“ Mæli með henni (plögg plögg). Með HverjuM, líFs eða liðnuM, Myndir þú vilja verja einni kvöldstund? Úff, það er afar erfitt að velja. Það yrði einhver grínsnillingur. Charlie Chaplin … ég vel Charlie Chaplin. Hver er Fyrsta endur­ Minning þín? Þegar ég slas- aði mig þegar ég var 2–3 ára gamall og var næstum búinn að missa miðfingur hægri handar. Það hefði verið skrýtið líf að vera án „fokkjú“- puttans. líFsMottó? Þetta redd- ast. uppáHaldsútvarps­ Maður/­stöð? Ég hlusta eigin- lega bara ekkert á útvarp. Í denn var það samt Tvíhöfði og Ding Dong. Svo hlustaði maður á Radíusbræður seinna þegar það var komið á netið. uppáHaldsMatur/­drykk­ ur? Ég er algjör pítsu/hamborgara/ kók-kall. En ég elska líka gott nauta- kjöt og rauðvínsglas með. uppáHaldstónlistarMað­ ur/­HljóMsveit ? Þetta er held ég erfiðasta spurning allra tíma. Ég fæ bara valkvíða og er byrjaður að hnipra mig saman og tala tungum. uppáHaldskvikMynd/­ sjónvarpsþættir? Aftur er valkvíðinn kominn á fulla ferð og ég er byrjaður að froðufella. uppáHaldsBók? „Laddi – Þró- unarsaga mannsins sem kom okkur til að hlæja.“ Mæli með henni (plögg plögg). uppáHaldsstjórnMála­ Maður? Að spyrja um uppáhalds- stjórnmálamann er eins og að spyrja um uppáhaldskynsjúkdóm. Sem er klamedía að sjálfsögðu. SíðaSta kvöldmáltíðin; pítSa með ananaS Uppistandarann og sprelligosann þórhall þórhallsson þekkja margir grínunnendur. Hann var valinn fyndnasti maður Íslands árið 2007 og hefur síðan þá starfað sem uppistandari, ásamt því að hafa verið með morgunþáttinn Magasín á FM957 og leikið í nokkrum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þórhallur heldur úti vefsíðunni vitleysa.is ásamt félögum sínum og er duglegur að setja inn grín á samfélagsmiðla. Þórhall má finna á Facebook undir Þórhallur - uppistandari og á Snapchat toto1983. Þórhallur svarar spurningum vikunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.