Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 52
28 sakamál Helgarblað 9. júní 2017 F rá því snemma árs 1998 fram í ágúst 2001 var sem faraldur geisaði í Ho Chi Min-borg í Ví- etnam og nærliggjandi héruð- um; Binh Duong, Binh Phuoc og Dong Nai. Í valnum lágu þrettán manns, sem er kannski ekki mikill fjöldi með tilliti til íbúafjölda lands- ins, sem allir höfðu sýnt sömu ein- kenni áður en þeir skildu við; svima, uppköst og höfuðverk. Á sjúkrahúsum klóruðu læknar sér í kollinum, gátu enda ekki úr- skurðað um dánarorsök viðkomandi einstaklinga. Á sumum sjúkrahúsum voru leiddar að því líkur að lungna- bólga eða blóðtappi hefði orðið ein- hverjum þeirra að aldurtila. Með eitur í veskinu En tíminn átti eftir að leiða í ljós að fólkið hafði ekki dáið eðlilegum dauðdaga og í júlí árið 2000 dró til tíðinda. Lögreglan hafði ein- hverra hluta vegna fengið augastað á Le Thanh Van, þá tæplega fimm- tugri konu sem bjó í 10. hverfi Ho Chi Minh- borgar. Grunsemdir lög- reglunnar höfðu vaknað þegar 2,8 grömm af blásýrusalti fundust í veski hennar. Blásýrusalt ku vera baneitrað og nægja 0,15–2,0 grömm til að senda manneskju yfir móðuna miklu. Sönnunargögn skortir En því fór fjarri að málið væri til lykta leitt og var Le Thanh Van síðar sleppt úr haldi vegna skorts á sönnunar- gögnum. Þeir sem fóru með rann- sókn málsins höfðu prófað blá- sýrusaltið á dýrum sem drápust í kjölfarið, en hvorki fannst tangur né tetur af eitrinu í hræjum dýr- anna í kjölfarið. Af þeim sökum var ekki hægt að færa sönnur á að blá- sýrusaltið hefði valdið dauða þeirra eða fórnarlambanna þrettán. Drógu játningar til baka Lögreglan lét þó ekki deigan síga, en Le Thanh Van fékk svigrúm til frek- ari ódæða því hún var ekki handtekin aftur fyrr en í ágúst árið 2001. Hún var þá ákærð fyrir að hafa banað þrettán manns með því að setja blásýrusalt í mat þeirra og drykk með það fyrir augum að komast yfir eigur þeirra. Eiginmaður hennar, Diu Dang Quang, var einnig handtekinn, grun- aður um aðild að morðunum. Skötu- hjúin gengust bæði við morðunum þegar þau voru handtekin, en drógu játningar sínar síðar til baka. Full- yrti Le Thanh Van að lögreglan hefði „neytt“ hana til að játa sig seka. Tengdamóðir og mágur Hvað sem því líður þá var réttað yfir Le Thanh Van og Diu Dang Quang vegna morðanna, en á meðal fórn- arlambanna voru tengdamóðir Van, mágur og fósturmóðir. Upp úr krafsinu hafði parið haft fé fórnarlambanna í víetnömskum dongum og bandarískum dollurum auk ýmislegs annars. Heildarverð- mætið var 300 milljónir víetnamskra donga, um 20.000 Bandaríkjadala þá. Talið var að Van hefði beitt persónu- töfrum sínum til að kynnast og vin- gast við auðugt fólk og síðan, með brögðum, fengið það til að innbyrða eitraðan mat eða drykk. Persónu- legar deilur kostuðu hins vegar móður og bróður Quang líftóruna. Vinargreiði Við réttarhöldin sagði Le Thanh Van að blásýrusaltið sem fannst í veski hennar hefði hún fengið hjá vini föð- ur hennar. Umræddur vinur, Thien Truong læknir í Dong Nai-héraði, hafði að sögn Van beðið hana að fara með eitrið til Ho Chi Minh til rann- sóknar. „Ég vissi ekki einu sinni um hvaða efni var að ræða fyrr rann- sóknarlögreglan sagði mér að gulleita efnið sem fannst í veskinu mínu væri blásýrusalt,“ sagði Van. Eitrað fyrir ættingja vinar læknis Sagði hún enn fremur að vinur Truong læknis ynni hjá lögreglunni í Binh Thuan-héraði og að ættingja þessa vinar hefði verið gefið sama eitur og fannst í veski hennar. „Vinur- inn leitaði aðstoðar Truong læknis og læknirinn bað mig um að hjálpa,“ fullyrti Van. Þegar sækjandi spurði Van hvers vegna lögreglan á staðnum hefði ekki getað rannsakað efnið, var fátt um skýringar hjá Van. Slíkt hið sama var uppi á teningnum þegar hún var spurð af hverju Truong læknir hefði ekki leitað til viðurkenndra stofnana til að fá efnið rannsakað. Fórnarlömbin mögulega fleiri Van var einnig grunuð um aðild að átta öðrum málum sem vörðuðu sextán manns. Þeim hafði verið byrl- að eitur og dóu þrír einstaklingar af þeim sökum. Ekki tókst að afla sönnunargagna sem bendluðu Van við þau mál. Í byrjun september 2004 var Le Thanh Van dæmd til dauða fyrir að hafa byrlað þrettán manns inn eitur. Réttarhöldin tóku aðeins átta daga og Van var einnig ákærð fyrir þjófn- aði og að hafa eitur í fórum sínum. Hæstiréttur Víetnam staðfesti dauða- dóminn í febrúarbyrjun árið 2005 og mun honum hafa verið fullnægt með aftökusveit. Diu Dang Quang ku hafa hlotið sömu örlög. n Varmenni í Víetnam n Myrtu þrettán manns með eitri n Ættingjar á meðal fórnarlambanna Le Thanh Van Beitti persónutöfrum sínum. Með eiginmanni sínum Diu Dang Quang hlaut sömu örlög og Van.„ Ég vissi ekki einu sinni um hvaða efni var að ræða fyrr rannsóknarlög- reglan sagði mér að gulleita efnið sem fannst í veskinu mínu væri blásýrusalt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.