Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Qupperneq 12
12 Helgarblað 23. júní 2017fréttir U m 95 prósent af mínum viðskiptavinum eru með matarkomplexa.“ Þetta segir einkaþjálfarinn Ólöf Tara Harðardóttir sem þekkir frá fyrstu hendi hvernig það er að eiga í óheilbrigðu sambandi við mat. Þá segir Ólöf Tara að fólk sé með alltof óraunhæfar kröfur hvað varðar útlitsmarkmið. Henn­ ar reynsla er sú að fæstir mæti í ræktina til að bæta heilsuna held­ ur sé markmiðið yfirleitt að líta betur út. Þá þykir henni undarlegt sjá hve margir virðast vera í flækju með mataræðið. Hvað má borða og hvað ekki, til að ná sem bestum árangri. „Þetta á ekki að vera flók­ ið. Allur matur er góður í hófi. Þú þarft ekki að lifa á haframjöli og þurrum kjúklingabringum til að létta þig. Það er ekkert annað en leiðinleg mýta.“ Var 20 kílóum of þung Ólöf Tara hefur starfað sem einka­ þjálfari síðan í janúar 2016, en hef­ ur þó verið viðloðandi bransann lengur. Ólöf fékk aftur áhuga á lík­ amsrækt árið 2012, eftir nokkurt hlé, þegar hún byrjaði að vinna í afgreiðslunni hjá World Class. „Þá var ég 20 kílóum of þung. Sem krakki og unglingur var ég alltaf í fimleikum. Ég meiddist mikið og þurfi að hætta snemma. Ég mátt lítið hreyfa mig á tímabili og ein­ faldlega hætti því.“ Samhliða því að Ólöf smitað­ ist af áhuga vinnufélaga sinna á líkamsrækt byrjaði hún að æfa aftur. Stuttu síðar fór hún á nám­ skeið þar sem hún lærði að vera hóptímakennari. Árið 2015 fór Ólöf svo í Keili þar sem hún lærði einkaþjálfun. Í upphafi árs 2016 byrjaði hún svo að þjálfa. „Ég hefði getað fengið viðskiptavini miklu fyrr en fannst ég ekki tilbúin. Ég var ekki í heilbrigðu sambandi við mat og fannst ekki rétt að taka við­ skiptavini á meðan ég væri sjálf að glíma við að breyta hugarfarinu.“ Ólöf útskýrir að matar­ komplexar geti birst í mörgum myndum; að borða of mikið, borða of lítið, fá samviskubit yfir því að borða óhollt, hræðast ákveðna tegund af fæðu og að fitna af því að borða hana. Einnig í að mikla mataræðið fyrir sér og finnast maður þurfa að borða ein­ falda, og kolvetnaskerta fæðu, í öll mál, til að ná árangri. Í dag hef­ ur Ólöf Tara unnið bug á sínum matarkomplexum og reynir, eftir fremsta megni, að aðstoða við­ skiptavini sína. „Oft þegar ég fæ matardagbækur þá eru ummæli í sviga fyrir aftan þar sem kúnn­ inn rífur sig niður fyrir að eitt að fá sér kökusneið eða Snickers. Það er auðvitað ekki í lagi. Mað­ ur skemmir ekkert vikuna með því að borða súkkulaði af og til. Það þarf miklu meira til svo það hafi áhrif á vigtina.“ Að hennar mati er stærsta vandamálið að það séu svo margar reglur í gangi varðandi mataræði. „Staðreyndin er sú að ef þú borðar venjulegan mat þá færðu öll næringarefni sem lík­ aminn þarf úr fæðunni. Þetta er í alvörunni svona einfalt.“ Instagram hættulegt Eitt af vandamálunum sem fólk stendur frammi fyrir í dag, og ýtir undir óraunhæf útlitstengd mark­ mið, eru samfélagsmiðlar. „Maður dettur alveg í þennan pakka sjálf­ ur þegar maður skoðar, til dæm­ is, fitnessmódel á Instagram. En þá er líka mikilvægt að átta sig á því að ef maður ætlar að vera með „sixpack“ allt árið þá krefst það, fyrir flesta, gríðarlega mikils skipulags og tíma. Margir eiga auðvelt með þetta en aðrir ekki. Maður á að einbeita sér að því að vera besta útgáfan af sjálfum sér í stað þess að vera stöðugt að miða sig við aðra.“ Ólöf Tara segir það nokkuð al­ gengt að fólk komi til hennar, fyrir sumarið, og segi að þar sem það sé að fara á ströndina þá langi það að létta sig og komast niður í ákveðna fituprósentu áður en frí­ ið byrjar. „Ég skil stundum ekki þessar kröfur. Hver segir að maður þurfi að vera 15 prósent fita til að eiga það skilið að fara í bikiní og ef það tekst ekki þá rífur maður sig nið­ ur. Þetta er komið út í svo miklar öfgar. Fólk verður að átta sig á því að við erum jafn ólík og við erum mörg. Það sem skiptir mestu máli er að hreyfa sig til að öðlast betri líkamlega heilsu. Því miður eru fæstir með það markmið.“ Erfitt að breyta um lífsstíl Þá segir Ólöf að Íslendingar séu almennt ekki nógu vel upplýstir um næringarfræði. „Auðvitað ætti fólki að vera boðin ókeypis ráðgjöf, þjálfun og fræðsla. Það ætlar sér enginn að verða feitur. Það að fræða fólk og leiðbeina því myndi kosta samfélagið miklu minna, þegar upp er staðið, en sem nemur kostnaði sem fylgir lífsstílstengdum sjúkdómum. Þeir eru stórt vandamál á Íslandi í dag. Það varðar okkur öll þegar heilsa þjóðarinnar er slæm.“ Ólöf vill jafnframt leiðrétta þann misskilning að óhollur matur sé ódýrari en hollari fæða. „Pítsa getur kostað allt upp í 4.000 krónur. Ég þekki mjög margt fólk sem borðar mikið af pítsu. Maður getur keypt mjög mikið af hollum mat fyrir þann pening, og átt af­ ganga næstu daga á eftir. Það er stundum eins og fólk átti sig ekki á því.“ Það sem skiptir mestu máli til að ná árangri, að mati Ólafar, er að brjótast úr viðjum vanans. „Við erum bara ein stór venja og sækj­ um aftur og aftur í sama farið. Það er erfitt að breyta venjum og tekur miklu lengri tíma en fólk gerir sér grein fyrir. Fólk verður að gefa sér tíma, líka til að mistakast.“ n Kristín Clausen kristin@dv.is „Hver segir að maður þurfi að vera 15 prósent fita til að eiga það skilið að fara í bikiní Einkaþjálfari Ólöf Tara Harðar- dóttir er einkaþjálfari í World Class í Egilshöll Glímdi sjálf við mikla matarkomplexa. Mynd SiGTryGGur Ari „Það ætlar sér enginn að verða feitur“ Ólöf Tara er einkaþjálfari sem þekkir matarkomplexa af eigin raun Þjálfar í World Class í Egilshöll Segir fæsta mæta í ræktina til að öðlast betri heilsu. Mynd SIgTryggur ArI „Maður skemmir ekkert vikuna með því að borða súkkulaði af og til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.