Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Page 2
2 Helgarblað 7. júlí 2017fréttir Spurning vikunnar Ég er að fara Sprengisandsleið á hálendið og er að vona að þar verði fáir ferðamenn. Helst vildi ég vera þar ein með hundinum mínum, henni Perlu. Jóhanna Harðardóttir Fjölskyldan er búin að fara út í Flatey þar sem var frábært að vera, eins og alltaf. Svo liggur leiðin til Möltu, þar sem er sól og saga. María Gestsdóttir Ég bý á Akureyri og skrapp í höfuðborgina en í sumarfrí- inu fer ég í sumarbústað í Öxarfirði, þar sem er frábært að vera, og ferðast um Ísland. Gerður Gísladóttir Ég ætla bara að vera á Íslandi, hér í Reykjavík þar sem mér líkar vel að vera. Kannski skrepp ég til Akureyrar og í haust fer ég hugsanlega til Sviss. Gunnar Gunnarsson Hvert ætlarðu í sumarfríinu? Hafnarfjörður og Reykjanesbær skipta við verktakafyrirtæki á þriðju kennitölunni T vö sveitarfélög, Hafnar­ fjörður og Reykjanesbær, eiga í viðskiptum við verk­ takafyrirtæki sem nú er starfrækt á þriðju kennitölunni. Viðskiptin fara fram í gegn­ um fyrirtæki í eigu sveitarfélag­ anna, Vatnsveitu Hafnarfjarðar og HS Veitur hf. Þá hefur fyrirtækið einnig séð um snjómokstur fyrir Hafnarfjarðarbæ. Innkauparegl­ ur Reykjanesbæjar kveða á um að vísa beri bjóðanda frá ef í ljós kemur að fyrirtæki eða eigandi þess hafi farið í gjaldþrot, nauða­ samninga eða greiðslustöðvun á síðastliðnum fimm árum. Þetta ákvæði er ekki að finna í inn­ kaupareglum Hafnarfjarðarbæj­ ar sem ganga mun skemur en hjá öðrum nágrannasveitarfélögum. „Þetta er skítt fyrir þá aðila sem eru að standa skil á öllu sínu en sjá síðan aðila með mörg gjaldþrot á bakinu hirða verkin,“ segir ósáttur samkeppnisaðili. Gjaldþrota í annað sinn Kennitöluflakk hefur verið mik­ ið í umræðunni undanfarið í kjöl­ far þess að Sam tök at vinnu lífs­ ins og Alþýðusam band Íslands kynntu á dögunum til lög ur sem ætlað er að sporna gegn athæfinu. Í til lög un um felst meðal ann ars að þeim sem yrðu upp vís ir að kenni­ töluflakki yrði bannað að reka og eiga hluta fé lög og einka hluta fé lög í allt að þrjú ár. Í febrúar 2017 greindi DV frá því að verktakafyrirtækið Fjarðar­ grjót ehf. hefði verið tekið til gjald­ þrotaskipta í annað sinn. Fyrir­ tækið, sem er í eigu hjónanna Þorsteins Arnar Einarssonar og Hildar Magnúsdóttur, varð fyrst gjaldþrota árið 2010. Rekja má gjaldþrotið til fjármögnunarsamn­ inga fyrir vinnuvélar sem voru í er­ lendri mynt og stökkbreyttust í hruninu. Árið 2010 hóf fyrirtækið rekstur undir sama nafni en á annarri kennitölu. Sú kennitala var áður á bak við rekstur Víkur­ lyftna til ársins 2005 en síð­ an var kennitalan í eigu Deloitte um nokkurt skeið, eða allt þar til rekstur hófst á nafni Fjarðargrjóts árið 2010. Segja má að syndir for­ tíðarinnar hafi kafsiglt fyrirtækið öðru sinni. Hinn nýi rekstur yfir­ tók fjármögnunarsamninga þrota­ búsins en lenti síðar í vanskilum vegna þeirra sem leiddu til seinna gjaldþrotsins. Árið 2008 stofnuðu eigendur Fjarðargrjóts fyrirtæk­ ið B1 ehf. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst sá að halda utan um eignarhlut hjónanna á 350 fer­ metra iðnaðarbili að Brekkutröð 1 í Hafnarfirði. Árið 2014 færð­ ist síðan rekstur Fjarðargrjóts yfir á félagið og er það nú rekið undir nafninu B1­Fjarðargrjót ehf. Hafnarfjarðarbær horfir fram- hjá kennitöluflakki Innkaupareglur flestra bæjarfé­ laga eru byggðar á fyrirmynd frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2007. Taka skal fram að þær ná yfir rekstur bæjarfélaganna sjálfra auk fyrirtækja sem eru rekin af bæjarfélaginu. Í drögunum hjá SÍS er lögð áhersla á að heimilt sé að kanna viðskiptasögu eigenda og ef að gjaldþrot, nauðasamn­ ingar eða greiðslustöðvun hafi átt sér stað innan síðustu fimm ára þá geti viðskiptin ekki gengið í gegn. Ákvæðið er augljóslega sett inn til þess að stemma stigu við kenni­ töluflakki. Reykjanesbær hef­ ur tekið upp þessa reglu, eins og önnur helstu sveitarfélög á höfuð­ borgarsvæðinu, til dæmis Reykja­ víkurborg, Kópavogur, Mosfells­ bær og Seltjarnarnes. Hafnarfjörður sker sig hins vegar úr þessum hópi því í innkauparegl­ um bæjarins, sem samþykktar voru þann 13.3. 2013, er ekkert sagt til um að kanna beri viðskiptasögu eigenda fyrirtækja sem bærinn eigi í viðskiptum við. DV hefur ekki fengið svör við hverju það sætir en rétt er að geta þess að opinberar innkaupareglur eru til lítils ef þeim er ekki framfylgt. n Alltaf greitt þeirri kenni- tölu sem samningur var gerður við U ndanfarna níu mánuði hefur B1­Fjarðargrjót ehf. fengið greitt um 6,7 milljónir króna fyr­ ir ýmis viðvik fyrir Vatnsveitu Hafnarfjarðar. Þá eru ótald­ ar greiðslur fyrir snjómokstur fyrir sveitarfélagið. Aðspurð segir samskiptastjóri bæjar­ ins, Árdís Ármannsdóttir, að sveitarfélagið telji sig ekki vera að brjóta innkauparegl­ ur þar sem bærinn hafi alltaf greitt þeirri kennitölu sem samningur var gerður við. Þá fékk DV staðfest að B1­ Fjarðargrjót hefur átt í við­ skiptum við HS Veitur hf. Fyr­ irtækið er í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar og því á það að lúta innkaupareglum bæj­ arins sem taka hart á kenni­ töluflökkurum. Reglurnar virðast virtar að vettugi og eft­ irliti ekki sinnt sem skyldi. Sveitarfélög stunda viðskipti við kennitöluflakkara Hafnarfjörður Mynd © dV Stefán KarlSSon reykjanesbær Mynd © dV Stefán KarlSSonBjörn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.