Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Qupperneq 2
2 Helgarblað 7. júlí 2017fréttir Spurning vikunnar Ég er að fara Sprengisandsleið á hálendið og er að vona að þar verði fáir ferðamenn. Helst vildi ég vera þar ein með hundinum mínum, henni Perlu. Jóhanna Harðardóttir Fjölskyldan er búin að fara út í Flatey þar sem var frábært að vera, eins og alltaf. Svo liggur leiðin til Möltu, þar sem er sól og saga. María Gestsdóttir Ég bý á Akureyri og skrapp í höfuðborgina en í sumarfrí- inu fer ég í sumarbústað í Öxarfirði, þar sem er frábært að vera, og ferðast um Ísland. Gerður Gísladóttir Ég ætla bara að vera á Íslandi, hér í Reykjavík þar sem mér líkar vel að vera. Kannski skrepp ég til Akureyrar og í haust fer ég hugsanlega til Sviss. Gunnar Gunnarsson Hvert ætlarðu í sumarfríinu? Hafnarfjörður og Reykjanesbær skipta við verktakafyrirtæki á þriðju kennitölunni T vö sveitarfélög, Hafnar­ fjörður og Reykjanesbær, eiga í viðskiptum við verk­ takafyrirtæki sem nú er starfrækt á þriðju kennitölunni. Viðskiptin fara fram í gegn­ um fyrirtæki í eigu sveitarfélag­ anna, Vatnsveitu Hafnarfjarðar og HS Veitur hf. Þá hefur fyrirtækið einnig séð um snjómokstur fyrir Hafnarfjarðarbæ. Innkauparegl­ ur Reykjanesbæjar kveða á um að vísa beri bjóðanda frá ef í ljós kemur að fyrirtæki eða eigandi þess hafi farið í gjaldþrot, nauða­ samninga eða greiðslustöðvun á síðastliðnum fimm árum. Þetta ákvæði er ekki að finna í inn­ kaupareglum Hafnarfjarðarbæj­ ar sem ganga mun skemur en hjá öðrum nágrannasveitarfélögum. „Þetta er skítt fyrir þá aðila sem eru að standa skil á öllu sínu en sjá síðan aðila með mörg gjaldþrot á bakinu hirða verkin,“ segir ósáttur samkeppnisaðili. Gjaldþrota í annað sinn Kennitöluflakk hefur verið mik­ ið í umræðunni undanfarið í kjöl­ far þess að Sam tök at vinnu lífs­ ins og Alþýðusam band Íslands kynntu á dögunum til lög ur sem ætlað er að sporna gegn athæfinu. Í til lög un um felst meðal ann ars að þeim sem yrðu upp vís ir að kenni­ töluflakki yrði bannað að reka og eiga hluta fé lög og einka hluta fé lög í allt að þrjú ár. Í febrúar 2017 greindi DV frá því að verktakafyrirtækið Fjarðar­ grjót ehf. hefði verið tekið til gjald­ þrotaskipta í annað sinn. Fyrir­ tækið, sem er í eigu hjónanna Þorsteins Arnar Einarssonar og Hildar Magnúsdóttur, varð fyrst gjaldþrota árið 2010. Rekja má gjaldþrotið til fjármögnunarsamn­ inga fyrir vinnuvélar sem voru í er­ lendri mynt og stökkbreyttust í hruninu. Árið 2010 hóf fyrirtækið rekstur undir sama nafni en á annarri kennitölu. Sú kennitala var áður á bak við rekstur Víkur­ lyftna til ársins 2005 en síð­ an var kennitalan í eigu Deloitte um nokkurt skeið, eða allt þar til rekstur hófst á nafni Fjarðargrjóts árið 2010. Segja má að syndir for­ tíðarinnar hafi kafsiglt fyrirtækið öðru sinni. Hinn nýi rekstur yfir­ tók fjármögnunarsamninga þrota­ búsins en lenti síðar í vanskilum vegna þeirra sem leiddu til seinna gjaldþrotsins. Árið 2008 stofnuðu eigendur Fjarðargrjóts fyrirtæk­ ið B1 ehf. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst sá að halda utan um eignarhlut hjónanna á 350 fer­ metra iðnaðarbili að Brekkutröð 1 í Hafnarfirði. Árið 2014 færð­ ist síðan rekstur Fjarðargrjóts yfir á félagið og er það nú rekið undir nafninu B1­Fjarðargrjót ehf. Hafnarfjarðarbær horfir fram- hjá kennitöluflakki Innkaupareglur flestra bæjarfé­ laga eru byggðar á fyrirmynd frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2007. Taka skal fram að þær ná yfir rekstur bæjarfélaganna sjálfra auk fyrirtækja sem eru rekin af bæjarfélaginu. Í drögunum hjá SÍS er lögð áhersla á að heimilt sé að kanna viðskiptasögu eigenda og ef að gjaldþrot, nauðasamn­ ingar eða greiðslustöðvun hafi átt sér stað innan síðustu fimm ára þá geti viðskiptin ekki gengið í gegn. Ákvæðið er augljóslega sett inn til þess að stemma stigu við kenni­ töluflakki. Reykjanesbær hef­ ur tekið upp þessa reglu, eins og önnur helstu sveitarfélög á höfuð­ borgarsvæðinu, til dæmis Reykja­ víkurborg, Kópavogur, Mosfells­ bær og Seltjarnarnes. Hafnarfjörður sker sig hins vegar úr þessum hópi því í innkauparegl­ um bæjarins, sem samþykktar voru þann 13.3. 2013, er ekkert sagt til um að kanna beri viðskiptasögu eigenda fyrirtækja sem bærinn eigi í viðskiptum við. DV hefur ekki fengið svör við hverju það sætir en rétt er að geta þess að opinberar innkaupareglur eru til lítils ef þeim er ekki framfylgt. n Alltaf greitt þeirri kenni- tölu sem samningur var gerður við U ndanfarna níu mánuði hefur B1­Fjarðargrjót ehf. fengið greitt um 6,7 milljónir króna fyr­ ir ýmis viðvik fyrir Vatnsveitu Hafnarfjarðar. Þá eru ótald­ ar greiðslur fyrir snjómokstur fyrir sveitarfélagið. Aðspurð segir samskiptastjóri bæjar­ ins, Árdís Ármannsdóttir, að sveitarfélagið telji sig ekki vera að brjóta innkauparegl­ ur þar sem bærinn hafi alltaf greitt þeirri kennitölu sem samningur var gerður við. Þá fékk DV staðfest að B1­ Fjarðargrjót hefur átt í við­ skiptum við HS Veitur hf. Fyr­ irtækið er í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar og því á það að lúta innkaupareglum bæj­ arins sem taka hart á kenni­ töluflökkurum. Reglurnar virðast virtar að vettugi og eft­ irliti ekki sinnt sem skyldi. Sveitarfélög stunda viðskipti við kennitöluflakkara Hafnarfjörður Mynd © dV Stefán KarlSSon reykjanesbær Mynd © dV Stefán KarlSSonBjörn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.