Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 4
4 Helgarblað 7. júlí 2017fréttir S íðastliðinn þriðjudag til- kynnti fjármála- og efna- hagsráðuneytið að ný eigendastefna ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki hafi tekið gildi, eftir að stefnan var samþykkt af ríkisstjórn. Stefnan gildir fyrir fjögur fjármálafyrirtæki, Lands- bankann, Íslandsbanka, Arion banka og Sparisjóð Austurlands. Í eigendastefnunni má finna umfjöllun um markmið ríkis- ins með eignarhaldinu, skipulag eigendahlutverksins og megin- reglur og viðmið eigenda- stefnunnar, svo sem varð- andi stjórnarhætti, kröfur og árangursviðmið. Mesta athygli hefur vakið umfjöllun í stefnunni um sölu bankanna. Hagfelldar aðstæður og ákjós- anlegt jafnvægi Í stefnunni er vikið sérstaklega að markmiði um sölu og eignarhald til framtíðar. Þar kemur fram að ásættanleg skilyrði þurfi að vera fyrir hendi áður en eignarhlutur verði seldur og er þar meðal annars vísað til þess að aðstæður á fjármálamarkaði þurfi að vera hagfelldar og æskilegar, líklegt sé að kaupendur séu til staðar og að viðkomandi fyrirtæki sé tilbúið til sölu. Þá er bent á að áður en loka- ákvörðun um sölu er tekin skuli horft til þess að fjármagnsupp- bygging og rekstur viðkomandi fyrirtækis sé í ákjósanlegu jafn- vægi. Allt saman eru það nokkuð matskenndar forsendur og erfitt að átta sig á hvort eða hvenær er fyrirsjáanlegt að skilyrðum fyrir sölu sé fullnægt. Ljóst er að stefnan er sett á að hlutir ríkisins verði seldir enda tekið fram að eignarhald ríkisins á bönkum sé tímabundið fyrir- komulag. Með hvaða hætti eða í hvaða röð hlutirnir verða seldir er hins vegar ekki tíundað frekar í stefnunni. Breytt skipulag við sölu banka í ljósi fyrri reynslu Um sölu ríkisbankanna í kring- um síðustu aldamót hefur mik- ið verið fjallað síðustu ár og þyk- ir ljóst að ýmsar brotalamir voru á því söluferli. Þegar Kaup- þing, Landsbanki og Glitnir féllu í október 2008 voru ekki liðin sex ár frá því að sölu ríkisins á stórum eignarhlutum í tveimur fyrrnefndu bönkunum lauk. Meðal þess sem hefur ver- ið gagnrýnt í því ferli er hversu óformlegt og ógagnsætt það hafi verið. Þá var skipulagið þannig að ráðherranefnd um einkavæðingu starfaði undir forystu forsætisráð- herra en auk hans áttu þrír ráð- herrar þar sæti. Undir nefndinni starfaði framkvæmdanefnd um einkavæðingu sem sinnti nánari undirbúningi og framkvæmd. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall íslensku bank- anna er einkum gagnrýnt að að- koma löggjafans að söluferli Landsbankans og Búnaðarbank- ans hefði verið lítil sem engin, nánast aðeins eitt lagaákvæði sem heimilaði að hlutafé ríkis- sjóðs í bönkunum yrði selt. Ekki var fest í lög nein stefnumörkun af hálfu Alþingis eða efnisregl- ur um hvernig ætti að standa að sölunni. Það var alfarið í hönd- um stjórnvalda að ákveða nánari framkvæmd og forsendur fyrir sölu bankanna. Af þeim sökum hafi stjórnvöld getað breytt kröf- um, forsendum og viðmiðum við sölu bankanna, einkum á loka- stigi söluferlisins. Í hinni nýju eigendastefnu er skipulagið í dag rakið þannig að fjármála- og efnahagsráðu- neytið fari fyrir hönd ríkisins með eignarráðin í bönkunum og beri ábyrgð á sölu þeirra en að Banka- sýsla ríkisins gegni frumkvæð- ishlutverki við sölu hlutanna og annist sölumeðferðina. Komi fram tillaga frá Bankasýslunni um sölu eignarhluta, og fallist ráðherra á slíka tillögu, útbýr hann sérstaka greinargerð um ráðgerða sölu- meðferð og leggur fyrir hlutað- eigandi nefndir Alþingis. Þar skal koma fram hver helstu markmið eru með sölu hlutans, hvaða sölu- aðferð verði beitt og hvernig sölu- meðferð verði háttað að öðru leyti. Nefndirnar fá tækifæri til að gera athugasemdir við efni greinar- gerðarinnar en að því loknu tekur ráðherra ákvörðun um það hvort sölumeðferð eignarhlutarins verði hafin. Þegar tilboð í viðkom- andi eignarhluta liggja fyrir ásamt rökstuddu mati Bankasýslunnar á þeim tekur ráðherra ákvörðun um hvort samþykkja skuli tilboð eða hafna. Aðkoma löggjafans er nú meiri en áður að söluferlinu þó að ekki sé beinlínis ráðgert að sölu- forsendur verði nákvæmlega fest- ar í lög. Með þessu ætti þó að vera komið í veg fyrir að stjórnvöld- um verði unnt á lokastigum sölu- ferlisins að víkja frá eða hnika til þeim forsendum sem þá hafa ver- ið kynntar nefndum Alþingis. Áhersla á dreift eignarhald Í undirbúningi einkavæðingar bankanna upp úr aldamótum var einkum togast á um hugtök- in „kjölfestufjárfestir“ og „dreifð eignaraðild“ og hugmyndir um þau hugtök mörkuðu að verulegu leyti hugmyndafræðilegar línur í opinberri umræðu á þeim tíma. Niðurstaðan varð sú að smærri hlutar bankanna voru seldir til al- mennings en við lokasölu stærstu hluta ríkisins var gengið út frá því að selja þá í heilu lagi til eins aðila, kjölfestufjárfestis. Í hinni nýju eigendastefnu kemur fram að stefnt verði að því að íslensk fjármálafyrirtæki verði í heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi. Með dreifðu eignarhaldi sé átt við að eigendahópur sé fjölbreyttur og að fjármálafyrirtæki verði skráð á hlutabréfamarkaði. Þá er tekið fram að sala til erlends fjármála- fyrirtækis sem er með dreifðu eignarhaldi geti uppfyllt skilyrði um dreift eignarhald. Má raunar í stefnunni finna vísi þess að sala til erlends fjármálafyrirtækis teljist æskileg, þar sem slíkt geti stuðlað að virkari og víðtækari samkeppni og skapað færi á að lækka fjár- mögnunarkostnað til hagsbóta fyrir viðskiptaaðila viðkomandi fjármálafyrirtækis. Markmið varðandi einstök félög Annað atriði sem var gagnrýnt við söluferli ríkisbankanna árið 2001 var að ekki hafi legið fyrir skýr stefna eða áætlun um hvenær eða í hvaða röð eignarhlutir ríkis- ins skyldu seldir. Þannig var lengi vel ráðgert að selja Landsbank- ann fyrst og Búnaðarbankann síð- ar en mál þróuðust hins vegar á þann veg að bankarnir voru seldir á svipuðum tíma. Í nýrri eigendastefnu er ekki að finna áætlun um hvenær hlut- ir ríkisins verða seldir eða í hvaða röð. Hins vegar eru áform ríkis- ins gagnvart hverju og einu félagi rakin. Varðandi Landsbankann er stefnt að því að ríkið eigi til fram- tíðar 34–40% í bankanum, til að stuðla að stöðugleika í fjármála- kerfinu og tryggja nauðsynlega innviði þess. Að öðru leyti verði eignarhlutur ríkisins í bankanum seldir á næstu árum en ríkið á nú 98,2% hlut í bankanum. Athygli vekur að hvað varðar Íslands- banka er stefnt að því að selja allan eignarhlut ríkisins en rík- ið á öll hlutabréf í Íslandsbanka. Varðandi Arion banka, þar sem ríkið er 13% eigandi, er vísað til þess í stefnunni að líklega verði sá hlutur seldur samhliða sölu meirihlutaeiganda eða skráningu bankans á hlutabréfamarkað. Að lokum segir að stefnt sé að því að selja 49,5% eignarhlut ríkisins í Sparisjóði Austurlands, enda sé ekki markmið ríkisins að vera eig- andi sparisjóðs til langframa. n Bankar til Sölu - aftur Ný eigendastefna ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki var kynnt í vikunni Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Við erum stolt af útgáfu á íslenskri tónlist StudioNorn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.