Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 14
14 umræða Helgarblað 7. júlí 2017 É g rakst um daginn á eina af þessum bókum úr bernsk- unni sem fylla mann minn- ingum, og það var engin önnur en „Skólaljóð“ – þessi þykka bláa sem manni var gefin í barna- skóla, Kristján J. Gunnarsson valdi kvæðin en Halldór Pétursson teiknaði myndirnar. Þarna komst maður á sínum tíma í kynni við margt af því sem best hefur verið sagt og hugsað í ljóðmælum síðari alda á Íslandi. Og án þess kannski að skilja það fyrst þegar maður var krakki hverskonar perlur maður var með í lúkunum, þá síaðist það inn. Það var legið yfir myndun- um, lesið um skáldin og svo ljóð- in, margt lærði maður utan að og kann enn. Og samt hvarflaði ekki að okkur hvílíkt örlæti það var að gefa okkur öllum svona ljóðasafn. Ég held að fljótlega eftir að ég og mín kynslóð hættum í grunn- skóla hafi nýjar tískur mjög far- ið að ryðja sér til rúms í barna- kennslu á Íslandi, og eflaust ekki allar til bóta. Við höfðum verið látin læra utan að, kannski meira en skynsamlegt var, ég veit það ekki, margföldunartöflur og ártöl og plöntuheiti og þannig úr nátt- úrunni, og svo öll kvæðin. En gáf- aðra og menntaðra fólk í uppeld- is- og kennslufræðum kom svo á vettvang og sagði að það væri ver- ið að kenna krökkum eins og páfa- gaukum, á meðan mun nær væri að kenna þeim að skilja hlutina, en ekki bara að kunna að þylja þá upp í belg og biðu. Og skólastarf í landinu fór að taka mið af þessum nýju hugmyndum. Hvað sögðu hestarnir? Ég geri mér ljósa þá hættu að nú fari ég að tala eins og roskinn rausari um að allt hafi verið betra í mínu ungdæmi, en ég held að ég hafi náð gamla utanaðbókar- lærdómstímanum í gegnum alla skólagönguna, þökk sé klassískt hugsandi kennurum sem urðu á minni leið. Í Menntaskólanum við Tjörnina vildu lærimeistarar eins og Aðalsteinn Davíðsson að maður lærði utan að svona kveð- skap eins og allar lausavísur Egils Skallagrímssonar, og helst Sonar- torrek eða Arinbjarnarkviðu að auki. Og í bókmenntasögu sem ég lærði í HÍ þá var lögð áhersla á að við læsum sem flest af lykilverk- um heimsbókmenntanna, læsum að gagni þannig að við kynnum bækurnar sæmilega. Þannig var maður á munnlegu prófi hjá Krist- jáni Árnasyni spurður á þann hátt út í efni Ilionskviðu að ljóst væri að maður hefði ekki bara skautað yfir það helsta eða lesið endursagnir af köflunum, heldur tileinkað sér líka öll smáatriði. Mig minnir að ég hafi dregið nítjánda kafla og mun- að strax að í honum hafi Akkilles loks stokkið upp á sinn stríðsvagn og ákveðið að halda út á vígvöll- inn á ný. En það gátu allir vitað svo að Kristján spurði um hvaða óvenjulegi viðburður hefði orðið á leið hans út í bardagana. Og ég mundi að þá hefðu hestarnir sem hann beitti fyrir sinn stríðsvagn snúið sér við og ávarpað kappann. En þetta var ekki nógu nákvæmt svar fyrir Kristján svo hann spurði enn, nú aðeins óþolinmóður, „Já, en hvað sögðu hestarnir?!“ Þá hló prófdómarinn, Sigfús Daðason sem fram til þessa hafði setið þög- ull, og sagði sinni hrjúfu röddu: „Já hvað ætli hestarnir hafi sagt?“ Þetta voru meginsnillingar. Rómversku keisararnir Því rifja ég þetta nú upp að skömmu seinna var held ég öllum áherslum í bókmenntakennslu í HÍ breytt, í anda nýtískulegri hugs- unar, og farið að leggja áherslu á þannig greiningar- og túlkunar- fræði að menn þyrftu ekki að hafa gleypt í sig bókmenntaverk heims- ins, heldur nægði að vera tilbún- ir til að greina það eftir Hómer, Cervantes eða Dostojevskí sem kynni síðar að bera fyrir augu þeirra. Rétt eins og á yngri skóla- stigum þar sem hætt var að láta krakka „þylja ljóð eins og páfa- gaukar.“ Ég hinsvegar held að það sé Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja „Ég hins vegar held að það sé óvit- laust að láta börn æfa og þroska þann hæfileika sem þau hafa í svo ríkum mæli, að læra utan að og muna. og meinhollur páfagaukalærdómur Skólaljóðin Sigfús Daðason „Sagði sinni hrjúfu röddu: „Já, hvað ætli hestarnir hafi sagt?“ MynD KolbRún bERgþóRSDóttiR úr grettisljóðum „Þó lærði ég þetta líka, ekki síst vegna hrifningarinnar á hetjunni.“ MynD DV SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.